RÚV biðst afsökunar á Stundarskaupinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 16:03 Svona birtust þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson í Stundarskaupinu. vísir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, hefur beðist afsökunar fyrir hönd RÚV á Stundarskaupinu sem sýnt var á gamlársdag en um áramótaþátt Stundarinnar okkar var að ræða. Stundarskaupið vakti mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að einhverjum fannst þar illa vegið að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra. Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sökuðu meðal annars Stundina okkar um að bera á borð pólitískan áróður í þættinum og kröfðust svara frá RÚV í aðendri grein í Fréttablaðinu í dag. Í afsökunarbeiðninni, sem birt er á Facebook-síðu RÚV, segir meðal annars: „Í fyrra (2014) var boðið upp á skemmtilega nýjung með áramótagríni sem ætlað var fjölskyldunni allri og var það nefnt Stundarskaupið. Það sló í gegn og mæltist afar vel fyrir. Í Stundarskaupinu 2015 var atriði sem er ekki í samræmi við þá ritstjórnarlínu sem við höfum fylgt varðandi barna- og fjölskylduefni. Full ástæða er til að biðjast afsökunar á því. Ég og umsjónarmenn Stundarinnar okkar erum sammála um að barnaefni er ekki og á ekki að vera vettvangur pólitískrar ádeilu og það hefur ekki breyst.“Árétting frá dagskrárstjóra Sjónvarps:'Að gefnu tilefni. Við fólum einhverjum færustu stjórnendum og framleiðendum...Posted by RÚV on Wednesday, 13 January 2016Þá hefur Guðjón Davíð Karlsson, leikari og umsjónarmaður Stundarinnar okkar, sem var einn af handritshöfundum Stundarskaupsins, einnig birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann bregst við þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram á þáttinn: „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ætlun okkar sem stóðum að Stundarskaupinu var að bjóða upp á grín sem átti ekki að særa neinn. Mér þykir mjög fyrir því að efnistök í einu atriði skaupsins hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum. Það ætti að vera öllum ljóst sem fylgst hafa með Stundinni okkar síðan við Bragi tókum við henni, fyrir nálægt þremur árum, að við berum mikla virðingu fyrir börnum og fjölskyldum þeirra. Við stefnum að því að halda því áfram. Fræða og gleðja.“Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ætlun okkar sem stóðum að Stundarskaupinu var að bjóða upp á grín sem átti ekki að...Posted by Gói Karlsson on Wednesday, 13 January 2016 Tengdar fréttir Friðhelgin rofin Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. 13. janúar 2016 07:00 Stjórnarþingmenn saka Stundina okkar um pólitískan áróður Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segja pólitískan áróður hafa verið borinn á borð fyrir börn í Stundarskaupinu á gamlársdag en um er að ræða áramótaþátt Stundarinnar okkar. 13. janúar 2016 10:29 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, hefur beðist afsökunar fyrir hönd RÚV á Stundarskaupinu sem sýnt var á gamlársdag en um áramótaþátt Stundarinnar okkar var að ræða. Stundarskaupið vakti mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að einhverjum fannst þar illa vegið að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra. Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sökuðu meðal annars Stundina okkar um að bera á borð pólitískan áróður í þættinum og kröfðust svara frá RÚV í aðendri grein í Fréttablaðinu í dag. Í afsökunarbeiðninni, sem birt er á Facebook-síðu RÚV, segir meðal annars: „Í fyrra (2014) var boðið upp á skemmtilega nýjung með áramótagríni sem ætlað var fjölskyldunni allri og var það nefnt Stundarskaupið. Það sló í gegn og mæltist afar vel fyrir. Í Stundarskaupinu 2015 var atriði sem er ekki í samræmi við þá ritstjórnarlínu sem við höfum fylgt varðandi barna- og fjölskylduefni. Full ástæða er til að biðjast afsökunar á því. Ég og umsjónarmenn Stundarinnar okkar erum sammála um að barnaefni er ekki og á ekki að vera vettvangur pólitískrar ádeilu og það hefur ekki breyst.“Árétting frá dagskrárstjóra Sjónvarps:'Að gefnu tilefni. Við fólum einhverjum færustu stjórnendum og framleiðendum...Posted by RÚV on Wednesday, 13 January 2016Þá hefur Guðjón Davíð Karlsson, leikari og umsjónarmaður Stundarinnar okkar, sem var einn af handritshöfundum Stundarskaupsins, einnig birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann bregst við þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram á þáttinn: „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ætlun okkar sem stóðum að Stundarskaupinu var að bjóða upp á grín sem átti ekki að særa neinn. Mér þykir mjög fyrir því að efnistök í einu atriði skaupsins hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum. Það ætti að vera öllum ljóst sem fylgst hafa með Stundinni okkar síðan við Bragi tókum við henni, fyrir nálægt þremur árum, að við berum mikla virðingu fyrir börnum og fjölskyldum þeirra. Við stefnum að því að halda því áfram. Fræða og gleðja.“Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ætlun okkar sem stóðum að Stundarskaupinu var að bjóða upp á grín sem átti ekki að...Posted by Gói Karlsson on Wednesday, 13 January 2016
Tengdar fréttir Friðhelgin rofin Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. 13. janúar 2016 07:00 Stjórnarþingmenn saka Stundina okkar um pólitískan áróður Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segja pólitískan áróður hafa verið borinn á borð fyrir börn í Stundarskaupinu á gamlársdag en um er að ræða áramótaþátt Stundarinnar okkar. 13. janúar 2016 10:29 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Friðhelgin rofin Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. 13. janúar 2016 07:00
Stjórnarþingmenn saka Stundina okkar um pólitískan áróður Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segja pólitískan áróður hafa verið borinn á borð fyrir börn í Stundarskaupinu á gamlársdag en um er að ræða áramótaþátt Stundarinnar okkar. 13. janúar 2016 10:29