Stjórnarþingmenn saka Stundina okkar um pólitískan áróður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 10:29 Karl Garðarsson og Elín Hirst virðast ekki hafa verið hrifin af Stundarskaupinu sem sýnt var á RÚV á gamlársdag. vísir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segja pólitískan áróður hafa verið borinn á borð fyrir börn í Stundarskaupinu á gamlársdag en um er að ræða áramótaþátt Stundarinnar okkar. Þingmennirnir rita aðsenda grein í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Friðhelgin rofin.“ Í greininni segja þingmennirnir að í Stundarskaupinu hafi verið innslög sem hafi litast mjög af pólitískum áróðri, „en áttu á sama tíma lítið sem ekkert skylt við barnaefni.“ Elín og Karl taka dæmi af innslögum sem þau telja að hafi verið til þess fallin að koma þeim skilaboðum til barna að ríkjandi valdhöfum væri „ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins.“ „Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkis¬útvarpsins í fyrra. [...] Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða flokkar eru þar gerðir að bitbeini,“ segja þingmennirnir í grein sinni. Að mati Elínar og Karls hefur RÚV „með þessu áróðursbragði“ rofið það sem þau kalla „friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum.“ Þess vegna kalla þingmennirnir eftir því að stjórnendur og starfsmenn RÚV svari því hvort að þeirra mati sé ásættanlegt „að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess.“ Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson er umsjónarmaður Stundarinnar okkar og skrifaði hann handritið að Stundarskaupinu ásamt þeim Braga Þór Hinrikssyni, sem var leikstjóri þáttarins, og Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi. Þáttinn má sjá hér. Tengdar fréttir Friðhelgin rofin Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. 13. janúar 2016 07:00 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segja pólitískan áróður hafa verið borinn á borð fyrir börn í Stundarskaupinu á gamlársdag en um er að ræða áramótaþátt Stundarinnar okkar. Þingmennirnir rita aðsenda grein í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Friðhelgin rofin.“ Í greininni segja þingmennirnir að í Stundarskaupinu hafi verið innslög sem hafi litast mjög af pólitískum áróðri, „en áttu á sama tíma lítið sem ekkert skylt við barnaefni.“ Elín og Karl taka dæmi af innslögum sem þau telja að hafi verið til þess fallin að koma þeim skilaboðum til barna að ríkjandi valdhöfum væri „ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins.“ „Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum. Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkis¬útvarpsins í fyrra. [...] Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða flokkar eru þar gerðir að bitbeini,“ segja þingmennirnir í grein sinni. Að mati Elínar og Karls hefur RÚV „með þessu áróðursbragði“ rofið það sem þau kalla „friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum, og brást um leið lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum.“ Þess vegna kalla þingmennirnir eftir því að stjórnendur og starfsmenn RÚV svari því hvort að þeirra mati sé ásættanlegt „að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess.“ Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson er umsjónarmaður Stundarinnar okkar og skrifaði hann handritið að Stundarskaupinu ásamt þeim Braga Þór Hinrikssyni, sem var leikstjóri þáttarins, og Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi. Þáttinn má sjá hér.
Tengdar fréttir Friðhelgin rofin Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. 13. janúar 2016 07:00 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Friðhelgin rofin Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Fram til þessa hefur ríkt samstaða um það að stjórnmálasamtök stundi ekki pólitískan áróður gegn börnum í gegnum stofnanir ríkisins. 13. janúar 2016 07:00