Erlent

Kleif hæsta fjall Norður-Kóreu íklæddur frakka og spariskóm

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Leiða má líkur að því að leiðtoganum hafi orðið nokkuð kalt, enda meðalárshiti á Paektu -8,3 gráður.
Leiða má líkur að því að leiðtoganum hafi orðið nokkuð kalt, enda meðalárshiti á Paektu -8,3 gráður. vísir/afp
Kim Jong-Un einræðisherra kleif Paektu, hæsta fjall Norður-Kóreu í gær, ef marka má ríkisfjölmiðla landsins. Birtar voru myndir af honum á toppi fjallsins í dag þar sem hann var klæddur í svartan frakka og spariskó.

„Að klífa Paektu gefur þér meiri orku en nokkurt kjarnorkuvopn býr yfir,“ sagði leiðtoginn í samtali við þarlenda fjölmiðla.

Fjöldi flugmanna úr flughernum tók þátt í athöfninni, en toppur fjallsins er sagður heilagur í kóresku þjóðtrúnni og jafnframt skjaldarmerki landsins.

Reglulega er greint frá afrekum Kim en nú síðast var sagt frá því að hann hefði lært að aka bíl þriggja ára gamall. Þá var einnig sagt frá því að faðir hans, Kim Jong-Il, hefði ellefu sinnum náð holu í höggi, í fyrsta sinn sem hann spilaði golf. Ríkisfjölmiðlar fullyrða jafnframt að Kim-Jong Il hefði fæðst á toppi Paektu árið 1942. Sagnfræðingar segja hann þó hafa fæðst í Rússlandi.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.