Forseti UFC: Gunnar getur farið alla leið Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 11. júlí 2015 09:00 „Ég elska strákinn og bardagastílinn hans. Það verða frábærir bardagar þetta kvöld og bardaginn hans Gunna er einn af þeim,“ segir hinn skrautlegi og skemmtilegi forseti UFC, Dana White, en hann sér fyrir sér að Gunnar eigi bjarta framtíð í UFC. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og hefur alla burði til þess að láta til sín taka í þessum heimi. Það sem gerir hann sérstakan er bardagastíllinn og svo er hann auðvitað frábær í gólfinu. Það sem gerir þessa íþrótt líka skemmtilega er hvað við erum með ólíka kappa,“ segir White og heldur áfram: „Við erum með mann eins og Conor McGregor og svo hinn rólega Gunnar. Þeir eru svo góðir vinir. Ég held að Gunni geti farið alla leið í þessu. Hann helgar sig þessu af fullum krafti og hefur skýr markmið. Það er það sem þarf.“ Forsetinn er hæstánægður með hvernig tekist hefur til í kringum UFC 189 sem er þegar orðið stærsta kvöld í sögu UFC. Aldrei áður hefur aðgangseyrir skilað eins miklum tekjum en í gær var búið að selja miða fyrir 950 milljónir króna. Líklega verður einnig sett met í flestum sjónvarpskaupum á UFC-viðburð en búið er að selja um milljón áskriftir í Bandaríkjunum. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu kvöldi enda er það að slá öll met. Það er búið að selja margar sjónvarpsáskriftir og aldrei verið selt svona mikið þetta snemma. Netumferðin hjá okkur er mikil og svo framvegis. Það er endalaust eitthvað jákvætt í gangi,“ segir White en það virðist engu hafa breytt að heimsmeistarinn Jose Aldo hafi dregið sig úr bardaganum gegn Conor McGregor. Fólk er greinilega að koma til þess að sjá Conor. „Við lentum í áfalli með þennan bardaga en samt hélt allt áfram að fara upp á við. Það er gríðarlega spennandi. Maður veit aldrei við hverju er að búast en ég er eðlilega mjög ánægður með þetta allt saman.“ Forsetinn getur lítið annað en brosað enda streyma peningarnir inn og íþróttin enn á miklu flugi. Hann er sammála því að þetta sé stærsta kvöld UFC frá upphafi. „Þetta er það stærsta og þetta er í raun alveg brjálað. Fyrir ári síðan sagði ég að Conor McGregor hefði alla burði til þess að vera stærsta stjarnan í sögu UFC og hann er heldur betur að standa undir þeim spádómi. Ég er ekki frá því að hann sé nú þegar orðinn sá stærsti í sögunni,“ segir White en hann hefur veðjað á McGregor og uppskorið. Farið með hann út um allan heim og gert allt til þess að McGregor varð sú stjarna sem hann vildi. McGregor er svo öruggur með sig að hann var til í að veðja við White upp á 300 milljónir króna að hann klári Chad Mendes í annarri lotu. „Ég hef gaman af því að veðja en ég ætla ekki að taka þessu veðmáli,“ segir Dana White að lokum og hlær dátt.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00 Gunnar ekki lengur með pabbalíkama Þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, segir að Gunnar Nelson sé endurfæddur og orðinn nýr maður. Hann sé líkamlega og andlega sterkari en áður. 10. júlí 2015 09:00 Utan vallar: Conor McGregor er orðinn stærsta stjarnan í UFC í dag Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. 10. júlí 2015 06:00 Gunnar getur gert stórkostlega hluti | Myndband Gunnar Nelson er kominn með nýjan umboðsmann. Bandaríkjamaður sem heitir Audie Attar. Hann hefur gríðarlega trú á Gunnari. 10. júlí 2015 12:00 Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Sjá meira
„Ég elska strákinn og bardagastílinn hans. Það verða frábærir bardagar þetta kvöld og bardaginn hans Gunna er einn af þeim,“ segir hinn skrautlegi og skemmtilegi forseti UFC, Dana White, en hann sér fyrir sér að Gunnar eigi bjarta framtíð í UFC. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og hefur alla burði til þess að láta til sín taka í þessum heimi. Það sem gerir hann sérstakan er bardagastíllinn og svo er hann auðvitað frábær í gólfinu. Það sem gerir þessa íþrótt líka skemmtilega er hvað við erum með ólíka kappa,“ segir White og heldur áfram: „Við erum með mann eins og Conor McGregor og svo hinn rólega Gunnar. Þeir eru svo góðir vinir. Ég held að Gunni geti farið alla leið í þessu. Hann helgar sig þessu af fullum krafti og hefur skýr markmið. Það er það sem þarf.“ Forsetinn er hæstánægður með hvernig tekist hefur til í kringum UFC 189 sem er þegar orðið stærsta kvöld í sögu UFC. Aldrei áður hefur aðgangseyrir skilað eins miklum tekjum en í gær var búið að selja miða fyrir 950 milljónir króna. Líklega verður einnig sett met í flestum sjónvarpskaupum á UFC-viðburð en búið er að selja um milljón áskriftir í Bandaríkjunum. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu kvöldi enda er það að slá öll met. Það er búið að selja margar sjónvarpsáskriftir og aldrei verið selt svona mikið þetta snemma. Netumferðin hjá okkur er mikil og svo framvegis. Það er endalaust eitthvað jákvætt í gangi,“ segir White en það virðist engu hafa breytt að heimsmeistarinn Jose Aldo hafi dregið sig úr bardaganum gegn Conor McGregor. Fólk er greinilega að koma til þess að sjá Conor. „Við lentum í áfalli með þennan bardaga en samt hélt allt áfram að fara upp á við. Það er gríðarlega spennandi. Maður veit aldrei við hverju er að búast en ég er eðlilega mjög ánægður með þetta allt saman.“ Forsetinn getur lítið annað en brosað enda streyma peningarnir inn og íþróttin enn á miklu flugi. Hann er sammála því að þetta sé stærsta kvöld UFC frá upphafi. „Þetta er það stærsta og þetta er í raun alveg brjálað. Fyrir ári síðan sagði ég að Conor McGregor hefði alla burði til þess að vera stærsta stjarnan í sögu UFC og hann er heldur betur að standa undir þeim spádómi. Ég er ekki frá því að hann sé nú þegar orðinn sá stærsti í sögunni,“ segir White en hann hefur veðjað á McGregor og uppskorið. Farið með hann út um allan heim og gert allt til þess að McGregor varð sú stjarna sem hann vildi. McGregor er svo öruggur með sig að hann var til í að veðja við White upp á 300 milljónir króna að hann klári Chad Mendes í annarri lotu. „Ég hef gaman af því að veðja en ég ætla ekki að taka þessu veðmáli,“ segir Dana White að lokum og hlær dátt.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00 Gunnar ekki lengur með pabbalíkama Þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, segir að Gunnar Nelson sé endurfæddur og orðinn nýr maður. Hann sé líkamlega og andlega sterkari en áður. 10. júlí 2015 09:00 Utan vallar: Conor McGregor er orðinn stærsta stjarnan í UFC í dag Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. 10. júlí 2015 06:00 Gunnar getur gert stórkostlega hluti | Myndband Gunnar Nelson er kominn með nýjan umboðsmann. Bandaríkjamaður sem heitir Audie Attar. Hann hefur gríðarlega trú á Gunnari. 10. júlí 2015 12:00 Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Sjá meira
Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00
Gunnar ekki lengur með pabbalíkama Þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, segir að Gunnar Nelson sé endurfæddur og orðinn nýr maður. Hann sé líkamlega og andlega sterkari en áður. 10. júlí 2015 09:00
Utan vallar: Conor McGregor er orðinn stærsta stjarnan í UFC í dag Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. 10. júlí 2015 06:00
Gunnar getur gert stórkostlega hluti | Myndband Gunnar Nelson er kominn með nýjan umboðsmann. Bandaríkjamaður sem heitir Audie Attar. Hann hefur gríðarlega trú á Gunnari. 10. júlí 2015 12:00
Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00