Innlent

Hnífaárás í austurborginni

Gissur Sigurðsson skrifar
Fórnarlamb árásarinnar var flutt á Landsspítalann til aðhlynningar.
Fórnarlamb árásarinnar var flutt á Landsspítalann til aðhlynningar. Vísir/Pjetur
Ráðist var á karlmann í austurborginni laust fyrir klukkan þrjú í nótt og hann stunginn með eggvopni í vinstri framhandlegg. Árásarmaðurinn var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang, en hún telur sig vita hver hann er og er hans nú leitað.

Þolandinn var fluttur á slysadeild Landsspítalans þar sem gert var að sárum hans. Í skeyti lögreglu kemur ekkert fram um nánari málavexti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×