Innlent

Húni datt út úr til­kynningar­skyldu­kerfinu

Gissur Sigurðsson skrifar
Stjórnstöð Gæslunnar kom boðum til áhafnarinnar um að kveikja á réttum búnaði.
Stjórnstöð Gæslunnar kom boðum til áhafnarinnar um að kveikja á réttum búnaði. Vísir/Pjetur
Gamli eikarbáturinn Húni-Annar, sem nú er orðinn einskonar skemmtibátur, datt út úr  tilkynningarskyldukerfinu  í nótt þegar hann var á siglingu austur af landinu áleiðis til Færeyja.

Stjórnstöð Gæslunnar hafði samband við fjölveiðiskip sem var á þeim slóðum þar sem Húni datt út, og kom það boðum til Húna um að kveikja á réttum búnaði og var ekkert að um borð.

Annars eru flest fjölveiðiskipun nú að makrílveiðum austur af landinu, en makríllinn virðist vera veiðanlegur víða um land samanber að í nótt kom lítill krókabátur 
drekkhlaðinn  af makríl til Reykjavíkur í nótt eftir veiðar á Faxaflóa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×