Fótbolti

Glódís hélt hreinu er Eskilstuna skaust á toppinn

Mynd/Heimasíða Eskilstuna
Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar í Eskilstuna komust upp í efsta sæti Dame Allsvenskan, sænsku deildarkeppninnar, í dag með 3-0 sigri á AIK. Eskilstuna er með tveggja stiga forskot á Rosengård á toppi sænsku deildarinnar.

Glódís var að vana í byrjunarliði Eskilstuna og lék allar nítíu mínúturnar í hjarta varnarinnar. Kamerúnski framherjinn Gaelle Enganamouit sá um markaskorunina fyrir Eskilstuna en hún setti þrennu á AIK í dag, tvö í fyrri hálfleik og fullkomnaði þrennuna í seinni hálfleik.

Með sigrinum skaust Eskilstuna upp fyrir Söru Björk Gunnarsdóttir og félaga í Rosengård þegar sex umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×