Innlent

Leit stendur enn yfir að milljónamæringi

Atli Ísleifsson skrifar
Vinningsmiðinn var keyptur í Daníelsbita Mosfellsbæ.
Vinningsmiðinn var keyptur í Daníelsbita Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm
Íslensk getspá leitar enn að milljónamæringi sem hefur ekki sótt vinning sinn frá því í Víkingalottóinu fyrir rúmri viku.

Sá heppni var annar tveggja sem vann íslenska bónusvinninginn upp á rúmlega átta milljónir í Víkingalottóinu.

Vinningsmiðinn var tíu raða sjálfvalsmiði og keyptur miðvikudaginn 16. september í Daníelsbita Mosfellsbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×