Carragher ráðleggur Klopp að kaupa menn í þessar stöður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2015 09:30 Jürgen Klopp. Vísir/Getty Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports sjónvarpsstöðvarinnar og fyrrum leikmaður Liverpool í sautján ár, sagði sína skoðun á því hvernig væri best fyrir knattspyrnustjórann Jürgen Klopp að styrkja Liverpool-liðið í janúarglugganum. „Ef ég væri Klopp þá væri ég að velta fyrir mér að ná í markvörð, tvo miðverði og afturliggjandi miðjumann," sagði Jamie Carragher. „Gleymið þessum sigurleikjum á móti Manchester City og Chelsea. Liðið mætir toppliði bara einu sinni í mánuði og það eru bara fjögur eða fimm slík lið í deildinni," sagði Carragher. „Newcastle og Watford eru liðin sem Liverpool er að spila á móti stærsta hluta tímabilsins og þessir tapleikir hafa örugglega verið mikið áfall fyrir Klopp. Svona er bara enska úrvalsdeildin og Liverpool hefur ekki leikmenn til að komast í gegnum slíka leiki," sagði Carragher.Sky Sports tók saman ummæli Jamie Carragher í samantektargrein hjá sér þar sem farið var yfir hvaða leikmenn koma til greina fyrir Liverpool í umræddar stöður. Jack Butland, hinn 22 ára gamli markvörður Stoke City er þar fremstur á blaði en hann hefur haldið sjö sinnum hreinu á leiktíðinni og varið 80,95 prósent skota sem hafa komið á hann eða hærra hlutfall en allir markverðir deildarinnar. Liverpool hefur einnig verið orðað við Steve Mandanda, fyrirliða og markvörð franska liðsins Marseille sem yrði án efa mun ódýrari kostur. Miðvörðurinn Martin Skrtel er meiddur og verður frá keppni næstu vikurnar. Það er ekki raunhæft fyrir Liverpool að fá Mats Hummels frá Dortmund en félagið gæti kannski tekið annan miðvörð hjá þýska félaginu. Neven Subotic var meiddur framan af tímabili og missti byrjunarliðssæti sitt til Sokratis Papastathopoulos. Liverpool hefur einnig verið orðað við Joel Matip, 24 ára miðvörð þýska liðsins Schalke en hann hefur spilað mjög vel í þýsku deildinni á þessu tímabili. Serbneski miðjumaðurinn Marko Grujic er á leið til Liverpool frá Rauðu Stjörnunni en hann verður í láni í Serbíu út tímabilið. Það hefur aftur á móti verið skrifað um það í enskum miðlum að Klopp vilji fá þýska landsliðsmanninn Ilkay Gundogan sem spilaði fyrir hann hjá Dortmund. Það er þó ekki líklegt að Dortmund vilja selja hann. Úrslit síðustu leikja sýna það og sanna að Jürgen Klopp þarf að hreinsa til í herbúðum Liverpool og koma með nýtt blóð inn í liðið. Leikmenn sem spiluðu fyrir hann hjá Dortmund eru alltaf í umræðunni en hvort Klopp vilji leita þangað er önnur saga. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Sjá meira
Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports sjónvarpsstöðvarinnar og fyrrum leikmaður Liverpool í sautján ár, sagði sína skoðun á því hvernig væri best fyrir knattspyrnustjórann Jürgen Klopp að styrkja Liverpool-liðið í janúarglugganum. „Ef ég væri Klopp þá væri ég að velta fyrir mér að ná í markvörð, tvo miðverði og afturliggjandi miðjumann," sagði Jamie Carragher. „Gleymið þessum sigurleikjum á móti Manchester City og Chelsea. Liðið mætir toppliði bara einu sinni í mánuði og það eru bara fjögur eða fimm slík lið í deildinni," sagði Carragher. „Newcastle og Watford eru liðin sem Liverpool er að spila á móti stærsta hluta tímabilsins og þessir tapleikir hafa örugglega verið mikið áfall fyrir Klopp. Svona er bara enska úrvalsdeildin og Liverpool hefur ekki leikmenn til að komast í gegnum slíka leiki," sagði Carragher.Sky Sports tók saman ummæli Jamie Carragher í samantektargrein hjá sér þar sem farið var yfir hvaða leikmenn koma til greina fyrir Liverpool í umræddar stöður. Jack Butland, hinn 22 ára gamli markvörður Stoke City er þar fremstur á blaði en hann hefur haldið sjö sinnum hreinu á leiktíðinni og varið 80,95 prósent skota sem hafa komið á hann eða hærra hlutfall en allir markverðir deildarinnar. Liverpool hefur einnig verið orðað við Steve Mandanda, fyrirliða og markvörð franska liðsins Marseille sem yrði án efa mun ódýrari kostur. Miðvörðurinn Martin Skrtel er meiddur og verður frá keppni næstu vikurnar. Það er ekki raunhæft fyrir Liverpool að fá Mats Hummels frá Dortmund en félagið gæti kannski tekið annan miðvörð hjá þýska félaginu. Neven Subotic var meiddur framan af tímabili og missti byrjunarliðssæti sitt til Sokratis Papastathopoulos. Liverpool hefur einnig verið orðað við Joel Matip, 24 ára miðvörð þýska liðsins Schalke en hann hefur spilað mjög vel í þýsku deildinni á þessu tímabili. Serbneski miðjumaðurinn Marko Grujic er á leið til Liverpool frá Rauðu Stjörnunni en hann verður í láni í Serbíu út tímabilið. Það hefur aftur á móti verið skrifað um það í enskum miðlum að Klopp vilji fá þýska landsliðsmanninn Ilkay Gundogan sem spilaði fyrir hann hjá Dortmund. Það er þó ekki líklegt að Dortmund vilja selja hann. Úrslit síðustu leikja sýna það og sanna að Jürgen Klopp þarf að hreinsa til í herbúðum Liverpool og koma með nýtt blóð inn í liðið. Leikmenn sem spiluðu fyrir hann hjá Dortmund eru alltaf í umræðunni en hvort Klopp vilji leita þangað er önnur saga.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Sjá meira