Erik Pieters, bakvörður Stoke, hefur greint frá því að Louis van Gaal hvatti hann til þess á sínum tíma að ganga ekki til liðs við Stoke City.
Þetta var árið 2013 og Van Gaal var þjálfari hollenska landsliðsins. Hann er í dag stjóri Manchester United sem fer í heimsókn á Brittania-leikvanginn á annan dag jóla.
„Ég man hvað hann sagði,“ sagði Pieters í samtali við Stoke Sentinel. „Í upphafi hvers tímabils telur fólk að Stoke muni falla. Það gerðist á fyrsta árinu mínu hér, öðru og þriðja.“
„En á fyrsta tímabilinu mínu vorum við í efri hluta deildarinnar og lékum það eftir ári síðar. Vonandi getum við haldið því áfram og náð þeim árangri þriðja árið í röð.“
„Ég er ánægður með ákvörðunina sem ég tók og er fullviss um að þetta var rétt skref fyrir mig. Mér líður vel, hefur ekki lðið betur í mörg ár og þetta tímabil er það besta sem ég hef spilað á ferlinum.“
United hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð og ekki unnið í síðustu fjórum. Það er í fimmta sæti deildarinnar en Stoke í því ellefta. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.
Gleymi ekki orðum Van Gaal
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti




Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn


Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn
Handbolti

