Þrír í gæsluvarðhaldi vegna greiðslukortasvindls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2015 16:49 Alls hafa níu mál sem þessi komið upp frá síðustu áramótum. Vísir/Anton Lögreglan á Suðurnesjum hefur frá lokum árs 2014 haft níu mál til meðferðar er varða ætluð fjársvik erlendra manna gagnvart flugfélögum þar sem flugmiðar eru greiddir með stolnum greiðslukortaupplýsingum. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi um þessar mundir vegna málsins, einn sætir farbanni, einn hefur þegar hlotið dóm og í fjórum tilfellum hafa málin verið látin niður falla. Hinir fjórir sem ýmist eru í gæsluvarðhaldi eða sæta farbanni eru grunaðir um fjársvik sem nemur milljónum króna. Máls þess sem er í farbanni verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á næstu vikum. Sá er ákærður fyrir hylmingu og hafa þannig unnið sér hlutdeild í brotinu. Allir fjórir eru útlendingar og tengsl þeirra við Ísland engin. Málin eru talin ótengd. Einn mannanna er til viðbótar grunaður um að umfangsmikil fjársvik gagnvart íslenskum verslunum. Í þeim tilfellum voru stolin greiðslukortanúmer notuð til greiðslu á dýrum tölvubúnaði í gegnum vefsíður verslana og varningur sendur á hótel eða gistiheimili í Reykjavík.Stolin greiðslukortanúmer Í öllum framangreindum málum hafa stolin greiðslukortanúmer verið notuð og við rannsókn þeirra hefur komið í ljós að auk greiðslukortanúmera liggja fyrir upplýsingar um korthafa, heimilisföng og jafnvel netföng og símanúmer þeirra. Virðast þessar upplýsingar eiga uppruna sinn af sölusíðum á veraldarvefnum sem hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum og ganga svo kaupum og sölum á veraldarvefnum. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að í málunum fjórum sem fellt hefur þurft niður hafi sönnunarstaða ekki verið nógu rík. Einn mannanna sem sætir gæsluvarðhaldi hefur áður hlotið dóm hér á landi í máli af svipuðum toga. Það var árið 2007 en gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum má lesa hér.Samstarf við Europol Til viðbótar við ofangreind mál hefur embættið á Suðurnesjum til skoðunar þrjú hraðbankamál þar sem búnaður til afritunar á greiðslukortum fannst við tollskoðun. Búnaðurinn var handlagður í öllum tilfellum og viðkomandi sendir rakleiðis úr landi. Frá árinu 2014 hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum tekið virkan þátt í samstarfi Evrópulögreglunnar, Europol, gegn fjársvikum af þessu tagi. Hefur hluti fyrrnefndra mála komið upp á alþjóðlegum aðgerðardögum á þeim vettvangi, sem stýrt er af starfshópi hjá Europol, í samvinnu við löggæslustofnanir, flugfélög og kortafyrirtæki um allan heim. Á aðgerðardögum sem fram fóru 16. og 17. júní sl. bárust 222 tilkynningar um grunsamlegar kortafærslur og voru 130 manns handteknir á flugvöllum víða um heim, þar af einn hér á landi. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum hefur frá lokum árs 2014 haft níu mál til meðferðar er varða ætluð fjársvik erlendra manna gagnvart flugfélögum þar sem flugmiðar eru greiddir með stolnum greiðslukortaupplýsingum. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi um þessar mundir vegna málsins, einn sætir farbanni, einn hefur þegar hlotið dóm og í fjórum tilfellum hafa málin verið látin niður falla. Hinir fjórir sem ýmist eru í gæsluvarðhaldi eða sæta farbanni eru grunaðir um fjársvik sem nemur milljónum króna. Máls þess sem er í farbanni verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á næstu vikum. Sá er ákærður fyrir hylmingu og hafa þannig unnið sér hlutdeild í brotinu. Allir fjórir eru útlendingar og tengsl þeirra við Ísland engin. Málin eru talin ótengd. Einn mannanna er til viðbótar grunaður um að umfangsmikil fjársvik gagnvart íslenskum verslunum. Í þeim tilfellum voru stolin greiðslukortanúmer notuð til greiðslu á dýrum tölvubúnaði í gegnum vefsíður verslana og varningur sendur á hótel eða gistiheimili í Reykjavík.Stolin greiðslukortanúmer Í öllum framangreindum málum hafa stolin greiðslukortanúmer verið notuð og við rannsókn þeirra hefur komið í ljós að auk greiðslukortanúmera liggja fyrir upplýsingar um korthafa, heimilisföng og jafnvel netföng og símanúmer þeirra. Virðast þessar upplýsingar eiga uppruna sinn af sölusíðum á veraldarvefnum sem hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum og ganga svo kaupum og sölum á veraldarvefnum. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að í málunum fjórum sem fellt hefur þurft niður hafi sönnunarstaða ekki verið nógu rík. Einn mannanna sem sætir gæsluvarðhaldi hefur áður hlotið dóm hér á landi í máli af svipuðum toga. Það var árið 2007 en gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum má lesa hér.Samstarf við Europol Til viðbótar við ofangreind mál hefur embættið á Suðurnesjum til skoðunar þrjú hraðbankamál þar sem búnaður til afritunar á greiðslukortum fannst við tollskoðun. Búnaðurinn var handlagður í öllum tilfellum og viðkomandi sendir rakleiðis úr landi. Frá árinu 2014 hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum tekið virkan þátt í samstarfi Evrópulögreglunnar, Europol, gegn fjársvikum af þessu tagi. Hefur hluti fyrrnefndra mála komið upp á alþjóðlegum aðgerðardögum á þeim vettvangi, sem stýrt er af starfshópi hjá Europol, í samvinnu við löggæslustofnanir, flugfélög og kortafyrirtæki um allan heim. Á aðgerðardögum sem fram fóru 16. og 17. júní sl. bárust 222 tilkynningar um grunsamlegar kortafærslur og voru 130 manns handteknir á flugvöllum víða um heim, þar af einn hér á landi.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira