Innlent

Aukin hætta á jarðskjálftum á Húsmúlasvæði

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. vísir/valli
Aukin hætta er á jarðskjálftum í Húsmúlasvæði við Hellisheiðarvirkjun á næstu dögum. Geta skjálftarnir náð þeirri stærð að þeir finnist í byggð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Á næstu dögum verður unnið við lagnakerfi virkjunarinnar og þarf því að stöðva niðurdælingu á svæðinu. Það getur orsakað aukna jarðskjálftavirkni. Niðurdæling í svæðið mun hefjast á nýjan leik í síðasta lagi að morgni fimmtudagsins 20. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×