Sonurinn hvarf inn í heim tölvuleikja Viktoría Hermannsdóttir skrifar 24. október 2015 12:00 Mæðginin Friðþóra og Kristófer. Friðþóra gerði sér ekki grein fyrir vanda sonar síns sem spilaði tölvuleiki allt upp í 16 tíma á dag. Fréttablaðið/vilhelm Hann fjarlægðist jafnt og þétt. Á endanum varð hann eins og ókunnugur maður á heimilinu sem sást fara inn og út af og til,“ segir Friðþóra Arna Sigfúsdóttir. Sonur hennar hefur glímt við tölvuleikjafíkn. Friðþóra segist ekki hafa áttað sig á ástandinu fyrr en það var orðið mjög alvarlegt. „Eins og algengt er þá eignaðist sonur minn sína fyrstu fartölvu árið sem hann fermdist og borgaði hann hluta af henni með sínum fermingarpeningum sjálfur.“ Hana grunaði þó ekki það sem í vændum var.Feginn að hann væri heima Sonur Friðþóru, Kristófer, keypti sér fyrsta netleikinn þegar hann var 15 ára gamall. „Hann notaði sína peninga til að skella sér í þau leikjakaup og þaðan varð ekki aftur snúið. Ég vissi ekkert af þessum leikjakaupum og ekki var ég að fylgjast með því hvað var að gerast nýtt á tölvuleikjamarkaðnum. Aldrei hafði ég vitað af því að krakkar gætu átt í vandamáli með sína leikjaástundun í tölvunni og orðið illa haldnir af fíkn.“ Hún segist lítið hafa verið að skipta sér af því hvað sonur hennar var að gera við aukatíma sinn utan skóla og var í raun fegin að hann var heima en ekki einhvers staðar þar sem hún vissi ekki af honum. „Ég vissi bara að hann var heima og inni í herbergi. Ég var sátt að vita af honum heima þar sem hann var öruggur að mínu viti og ég vissi þá allavega hvar hann var og ekki þurfti ég að hafa áhyggjur af því að hann væri að dópa eða drekka á meðan.“Sökk dýpra Samskiptin við soninn urðu sífellt erfiðari en Friðþóra skrifaði það á unglingsárin með tilheyrandi gelgjutímabili. Hún segist hafa tiplað á tánum í kringum soninn og ástandið hafði áhrif á allt fjölskyldulífið. „Það sem er svo varasamt við tölvufíkn er að hún lýsir sér á margan hátt til að byrja með eins og hið svokallaða „gelgjutímabil“, áhugaleysi gagnvart öllu og öllum á heimilinu. Þarna byrjaði það sem ég kalla okkar tengslarof, þetta var látið viðgangast og samskiptin voru orðin ergileg og erfið og maður hreinlega forðaðist að lenda í árekstrum við hann til að halda friðinn.“ Hún segist hafa verið gríðarlega meðvirk með syninum og það hafi ekki hjálpað honum. „Heldur var ég að styðja vel við bakið á honum að sökkva dýpra inn í það sem ég kalla í dag „rafrænt heróín“ í formi flótta og vanlíðunar eftir vellíðan í því að ganga vel í gerviveröldinni sinni sem var hans leikur sem hann spilaði og hans karakter þar. Í leiknum var hann virtur og honum gekk súpervel, svo vel að hann vann til verðlauna á „leikjamótum“ sem ég grunlaus mamman keyrði hann á.“Missti fljótt stjórn Friðþóra segir það hafa tekið soninn um tvo mánuði að missa stjórn á spilamennskunni. Hann hafi verið að spila frá í 7-9 klukkutíma á virkum dögum og upp í 14-16 tíma um helgar. „Ég svaf þetta allt af mér værum svefni allar nætur og hafði ekki hugmynd um hvað gekk á í næsta herbergi. Oft hélt ég að það væru 5-6 vinir inni í herbergi þegar ég kom úr vinnu á daginn miðað við samræðurnar sem ég heyrði hann eiga í og enskan var orðin gallalaus með meiru,“ segir hún en þá var hann oft að spila við fólk erlendis. „Þegar ég hugsa til baka þá velti ég því fyrir mér hvernig ég sat grunlaus inni í stofu og hugsaði með mér hvað unglingurinn í honum væri erfiður og gelgjan að syngja sitt og það ansi hátt allt í einu.“ Á þessum tímapunkti var Kristófer hættur að taka þátt í venjulegu fjölskyldulífi og yrti nánast ekki á móður sína.Réðst á móður sína Það var svo eitt kvöld að Friðþóra fékk nóg. „Ég var búin að tuða yfir frekar óhreinu herberginu sem var fullt af matarafgöngum. Ryksugan var búin að vera staðsett fyrir utan herbergið hans í marga daga og alltaf ætlaði minn maður að ryksuga loðið gólfið en ekkert gerðist þar. Ég tók mig til í þokkalegu reiðikasti og tók rafmagnið af herberginu hans og stóð fyrir utan tilbúin til að eiga við hann góða rimmu um að ryksuga nú herbergið sitt og hananú.“ Hún gerði sér þó ekki grein fyrir afleiðingum þess að taka netið af syninum. „Ég gerði mér enga grein fyrir því að ég var að taka fíkniefnið af syni mínum á fullu sundi inn í hans æðar í formi nettengingar. Hann missti alla stjórn á sjálfum sér og sinni hegðun. Hann réðst að mér og hrinti mér svo ég féll á vegginn á bak við mig. Hann var með augnaráð sem ég mun aldrei gleyma og ég varð logandi hrædd við mitt eigið afkvæmi. Hnefinn var á lofti en sem betur fer náði hann stjórn á sér og rauk út. Ég er sannfærð um að við fengum bæði taugaáfall á þessum tímapunkti,“ segir hún.Hjálparvana Í kjölfarið fór Friðþóra að leita sér aðstoðar vegna vandans. Hún las sér mikið til um tölvuleikjafíkn og fór einnig til sálfræðings sem hjálpaði mæðginunum að takast á við vandamálið. „Hann bjargaði lífi mínu og sonar míns í gegnum mig og það var hann sem fékk mig til að horfast í augu við sjálfa mig og átta mig á því að meðvirkni mín gagnvart öllu í kringum son minn var ekki að hjálpa honum á neinn hátt heldur hafði það þveröfug áhrif. Ég var við það að missa mína andlegu heilsu án þess að vera að ýkja nokkuð í þeim málum.“ Í dag hefur sonur hennar náð tökum á tölvuleikjafíkninni. Hann notar tölvuna í miklu minna mæli og Friðþóra er vel á verði gagnvart vandanum. Hún segir mikilvægt fyrir foreldra að líta ekki fram hjá vandamálinu, þau hafi völdin á heimilinu. Sjálf stofnaði hún Facebook-síðuna Netfíkn eftir að hafa séð að lítið var til um efni á íslensku fyrir foreldra í sömu stöðu. Þar hefur hún safnað saman fróðleik og hafa margir leitað til hennar sem eru í sömu sporum. Vegna þess hversu margir hafa leitað til hennar ákvað hún að halda fyrirlestur þar sem foreldrar í sömu sporum gætu hist. Á mánudaginn verður hún með fyrirlestur á vegum Lausnarinnar þar sem hún miðlar af reynslu sinni og stefnir að því að hafa fleiri fyrirlestra. „Það voru margir að leita til mín í sömu sporum og fólk er svo varnarlaust. Maður verður svo hjálparvana og finnst maður vera einn í heiminum að eiga við þetta vandamál. Það koma mér á óvart hversu lítið er um þetta talað í okkar daglega amstri. Enn þann dag í dag finn ég fyrir því að foreldrar líta á þetta sem skömm. Við erum að framleiða krakka í dag sem koma til með að vera á örorku í framtíðinni vegna netfíknar. Það sem gerist hjá þessum einstaklingum sem illa fara er að þroski stoppar, geta til tilfinningatengsla minnkar og færni í mannlegum samskiptum rykfellur og verður ryðguð, þetta krypplar börnin okkar og meiðir. Þetta hefur varanleg áhrif á þá einstaklinga sem losna ekki undan þessu og spila árum saman á sjúklegan hátt.“ Friðþóra vill benda foreldrum á að taka á vandamálinu strax. Þetta er erfitt en alls ekki óyfirstíganlegt og gott sé að fá aðstoð fagaðila. „Þetta er hægt ef viljinn er til staðar. Það má ekki mála skrattann á alla veggi. Netið hefur margt jákvætt. Mikilvægasta ráð mitt til foreldra er að vera samstíga í einu og öllu og ekki leyfa barninu að fá það sem mamma er búin að segja nei við eða öfugt.“ Hún segir mikilvægt að kenna börnum að tíminn fyrir framan tölvuskjáinn sé ekki sjálfsagður. „Líka að átta sig á því að þetta er ekki fíkn eins og fíkniefni eða alkóhól, þetta er flókin fíkn. Við getum ekki útilokað netið fyrir þeim, það er ekki hægt, þá værum við að gera þau að hellisbúum. Það þarf að kenna þeim og leiðbeina hvað er eðlilegt og hvað ekki og halda utan um þeirra notkun.“ Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Hann fjarlægðist jafnt og þétt. Á endanum varð hann eins og ókunnugur maður á heimilinu sem sást fara inn og út af og til,“ segir Friðþóra Arna Sigfúsdóttir. Sonur hennar hefur glímt við tölvuleikjafíkn. Friðþóra segist ekki hafa áttað sig á ástandinu fyrr en það var orðið mjög alvarlegt. „Eins og algengt er þá eignaðist sonur minn sína fyrstu fartölvu árið sem hann fermdist og borgaði hann hluta af henni með sínum fermingarpeningum sjálfur.“ Hana grunaði þó ekki það sem í vændum var.Feginn að hann væri heima Sonur Friðþóru, Kristófer, keypti sér fyrsta netleikinn þegar hann var 15 ára gamall. „Hann notaði sína peninga til að skella sér í þau leikjakaup og þaðan varð ekki aftur snúið. Ég vissi ekkert af þessum leikjakaupum og ekki var ég að fylgjast með því hvað var að gerast nýtt á tölvuleikjamarkaðnum. Aldrei hafði ég vitað af því að krakkar gætu átt í vandamáli með sína leikjaástundun í tölvunni og orðið illa haldnir af fíkn.“ Hún segist lítið hafa verið að skipta sér af því hvað sonur hennar var að gera við aukatíma sinn utan skóla og var í raun fegin að hann var heima en ekki einhvers staðar þar sem hún vissi ekki af honum. „Ég vissi bara að hann var heima og inni í herbergi. Ég var sátt að vita af honum heima þar sem hann var öruggur að mínu viti og ég vissi þá allavega hvar hann var og ekki þurfti ég að hafa áhyggjur af því að hann væri að dópa eða drekka á meðan.“Sökk dýpra Samskiptin við soninn urðu sífellt erfiðari en Friðþóra skrifaði það á unglingsárin með tilheyrandi gelgjutímabili. Hún segist hafa tiplað á tánum í kringum soninn og ástandið hafði áhrif á allt fjölskyldulífið. „Það sem er svo varasamt við tölvufíkn er að hún lýsir sér á margan hátt til að byrja með eins og hið svokallaða „gelgjutímabil“, áhugaleysi gagnvart öllu og öllum á heimilinu. Þarna byrjaði það sem ég kalla okkar tengslarof, þetta var látið viðgangast og samskiptin voru orðin ergileg og erfið og maður hreinlega forðaðist að lenda í árekstrum við hann til að halda friðinn.“ Hún segist hafa verið gríðarlega meðvirk með syninum og það hafi ekki hjálpað honum. „Heldur var ég að styðja vel við bakið á honum að sökkva dýpra inn í það sem ég kalla í dag „rafrænt heróín“ í formi flótta og vanlíðunar eftir vellíðan í því að ganga vel í gerviveröldinni sinni sem var hans leikur sem hann spilaði og hans karakter þar. Í leiknum var hann virtur og honum gekk súpervel, svo vel að hann vann til verðlauna á „leikjamótum“ sem ég grunlaus mamman keyrði hann á.“Missti fljótt stjórn Friðþóra segir það hafa tekið soninn um tvo mánuði að missa stjórn á spilamennskunni. Hann hafi verið að spila frá í 7-9 klukkutíma á virkum dögum og upp í 14-16 tíma um helgar. „Ég svaf þetta allt af mér værum svefni allar nætur og hafði ekki hugmynd um hvað gekk á í næsta herbergi. Oft hélt ég að það væru 5-6 vinir inni í herbergi þegar ég kom úr vinnu á daginn miðað við samræðurnar sem ég heyrði hann eiga í og enskan var orðin gallalaus með meiru,“ segir hún en þá var hann oft að spila við fólk erlendis. „Þegar ég hugsa til baka þá velti ég því fyrir mér hvernig ég sat grunlaus inni í stofu og hugsaði með mér hvað unglingurinn í honum væri erfiður og gelgjan að syngja sitt og það ansi hátt allt í einu.“ Á þessum tímapunkti var Kristófer hættur að taka þátt í venjulegu fjölskyldulífi og yrti nánast ekki á móður sína.Réðst á móður sína Það var svo eitt kvöld að Friðþóra fékk nóg. „Ég var búin að tuða yfir frekar óhreinu herberginu sem var fullt af matarafgöngum. Ryksugan var búin að vera staðsett fyrir utan herbergið hans í marga daga og alltaf ætlaði minn maður að ryksuga loðið gólfið en ekkert gerðist þar. Ég tók mig til í þokkalegu reiðikasti og tók rafmagnið af herberginu hans og stóð fyrir utan tilbúin til að eiga við hann góða rimmu um að ryksuga nú herbergið sitt og hananú.“ Hún gerði sér þó ekki grein fyrir afleiðingum þess að taka netið af syninum. „Ég gerði mér enga grein fyrir því að ég var að taka fíkniefnið af syni mínum á fullu sundi inn í hans æðar í formi nettengingar. Hann missti alla stjórn á sjálfum sér og sinni hegðun. Hann réðst að mér og hrinti mér svo ég féll á vegginn á bak við mig. Hann var með augnaráð sem ég mun aldrei gleyma og ég varð logandi hrædd við mitt eigið afkvæmi. Hnefinn var á lofti en sem betur fer náði hann stjórn á sér og rauk út. Ég er sannfærð um að við fengum bæði taugaáfall á þessum tímapunkti,“ segir hún.Hjálparvana Í kjölfarið fór Friðþóra að leita sér aðstoðar vegna vandans. Hún las sér mikið til um tölvuleikjafíkn og fór einnig til sálfræðings sem hjálpaði mæðginunum að takast á við vandamálið. „Hann bjargaði lífi mínu og sonar míns í gegnum mig og það var hann sem fékk mig til að horfast í augu við sjálfa mig og átta mig á því að meðvirkni mín gagnvart öllu í kringum son minn var ekki að hjálpa honum á neinn hátt heldur hafði það þveröfug áhrif. Ég var við það að missa mína andlegu heilsu án þess að vera að ýkja nokkuð í þeim málum.“ Í dag hefur sonur hennar náð tökum á tölvuleikjafíkninni. Hann notar tölvuna í miklu minna mæli og Friðþóra er vel á verði gagnvart vandanum. Hún segir mikilvægt fyrir foreldra að líta ekki fram hjá vandamálinu, þau hafi völdin á heimilinu. Sjálf stofnaði hún Facebook-síðuna Netfíkn eftir að hafa séð að lítið var til um efni á íslensku fyrir foreldra í sömu stöðu. Þar hefur hún safnað saman fróðleik og hafa margir leitað til hennar sem eru í sömu sporum. Vegna þess hversu margir hafa leitað til hennar ákvað hún að halda fyrirlestur þar sem foreldrar í sömu sporum gætu hist. Á mánudaginn verður hún með fyrirlestur á vegum Lausnarinnar þar sem hún miðlar af reynslu sinni og stefnir að því að hafa fleiri fyrirlestra. „Það voru margir að leita til mín í sömu sporum og fólk er svo varnarlaust. Maður verður svo hjálparvana og finnst maður vera einn í heiminum að eiga við þetta vandamál. Það koma mér á óvart hversu lítið er um þetta talað í okkar daglega amstri. Enn þann dag í dag finn ég fyrir því að foreldrar líta á þetta sem skömm. Við erum að framleiða krakka í dag sem koma til með að vera á örorku í framtíðinni vegna netfíknar. Það sem gerist hjá þessum einstaklingum sem illa fara er að þroski stoppar, geta til tilfinningatengsla minnkar og færni í mannlegum samskiptum rykfellur og verður ryðguð, þetta krypplar börnin okkar og meiðir. Þetta hefur varanleg áhrif á þá einstaklinga sem losna ekki undan þessu og spila árum saman á sjúklegan hátt.“ Friðþóra vill benda foreldrum á að taka á vandamálinu strax. Þetta er erfitt en alls ekki óyfirstíganlegt og gott sé að fá aðstoð fagaðila. „Þetta er hægt ef viljinn er til staðar. Það má ekki mála skrattann á alla veggi. Netið hefur margt jákvætt. Mikilvægasta ráð mitt til foreldra er að vera samstíga í einu og öllu og ekki leyfa barninu að fá það sem mamma er búin að segja nei við eða öfugt.“ Hún segir mikilvægt að kenna börnum að tíminn fyrir framan tölvuskjáinn sé ekki sjálfsagður. „Líka að átta sig á því að þetta er ekki fíkn eins og fíkniefni eða alkóhól, þetta er flókin fíkn. Við getum ekki útilokað netið fyrir þeim, það er ekki hægt, þá værum við að gera þau að hellisbúum. Það þarf að kenna þeim og leiðbeina hvað er eðlilegt og hvað ekki og halda utan um þeirra notkun.“
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira