Leitin að rétta deitinu: Hvað skal gera? Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. október 2015 13:00 Fyrstu stefnumótin geta verið spennandi Nordicphotos/Getty Fyrstu skrefin, eftir að par kynnist, geta verið þau mikilvægustu á leiðinni að mögulegu sambandi. „Tek lítil skref,“ söng María Ólafsdóttir. Vissulega má túlka þetta sem heilræði fyrir fólk á fyrstu stigum sambands. En hver eiga þau að vera? Ef sá eða sú sem maður er að hitta spyr: „Hvað eigum við að gera í kvöld?“ er mikilvægt að eiga við því svar. Fréttablaðið tók saman hugmyndir frá nokkrum reynsluboltum úr deitheiminum til að veita innblástur.Hvað skal gera? Út að borða forréttiAð fara út að borða er auðvitað klassískt deit. En hægt er að krydda tilveruna með því að panta frekar nokkra forrétti og skemmta sér við að smakka nýja hluti á matseðlinum. Þetta getur kveikt upp skemmtilegar samræður og maturinn getur gefið pörum mikið til að ræða um. Þetta er frumleg nálgun að sígildri kvöldstund.Göngutúr Mikilvægt er að velja góða gönguleið og jafnvel hafa kaffibolla með. Á göngu gefst pari góður tími til að spjalla saman og kynnast enn betur. Umhverfið getur líka gefið parinu umræðuefni, ef eitthvert hlé kemur í samræðurnar. Göngutúr er líka hollur en þó er helsti kosturinn líklega sá að vita hvort sá eða sú sem maður er að hitta sé í þokkalegu formi. Því er mikilvægt að hlusta eftir andardrætti hins aðilans.Bingó í Vinabæ Að skella sér í bingó í Vinabæ getur verið góð skemmtun. Bingóið er haldið á miðvikudags- og sunnudagskvöldum, sem hentar vel. Yfirleitt eru þessi kvöld ekki þekkt sem góð deitkvöld. Þarna getur parið gert eitthvað skemmtilegt í sameiningu, upplifað öðruvísi stemningu og jafnvel unnið eitthvað skemmtilegt.Bjór og billiardAð skella sér í ballskák með bjór við hönd getur alveg reynst varasamt snemma í ferlinu hjá pari. En það getur líka reynst heillaskref, því billard, snóker og pool eru skemmtilegar íþróttir. Mikilvægt er að varast of mikla keppnishörku. Enginn vill byrja með þeim sem eru tapsárir í svona leikjum. Eða hvað?Listsýning með fríu áfengiAð fara á listsýningar getur verið afbragðs leið til þess að eyða kvöldinu saman. Listin veitir innblástur til skemmtilegra umræðna og oft er boðið upp á áfengi á sýningum. Það getur verið kostur, þó það eigi aldrei að vera grundvöllur ákvörðunarinnar. Mikilvægt er að varast yfirlæti á svona deitum. „Besserwisserar“ eru oft ekki heillandi.BogfimiVinsældir þess að kíkja í bogfimi hafa aukist mikið upp á síðkastið. Fáir kunna eitthvað fyrir sér í bogfimi (nema ef sá sem verið er að deita sé Hrói höttur eða Katniss Everdeen úr The Hunger Games). Því er bogfimi eitthvað sem parið getur lært saman, hlegið að og keppt í. Bogfimi er nokkuð frumlegt og heilbrigt deit.Matur og myndHeimahúsin eru alls ekki útilokuð frá góðum stefnumótum. Að ná í góðan mat (pitsur, kjúkling eða eitthvað slíkt) og horfa á góða mynd uppi í sófa getur verið hið fínasta deit. Auðvitað fær enginn hámarkseinkunn fyrir frumleika á svona deitum, en þau geta verið einstaklega kósý og skemmtileg.DansnámskeiðAð fara saman á dansnámskeið er áhætta, sem getur vel verið þess virði að taka. Auðvitað þarf að lesa þann sem farið er á deit með. Ef þetta gengur upp er parið komið með ótrúlega skemmtilegt og gott sameiginlegt áhugamál. Sameiginlegur reynsluheimur getur virkað eins og steinull í híbýlum ástarinnar.Uppistand eða spuniSýningar á borð við uppistand og spuna geta verið fín stefnumót. Gallinn er auðvitað sá að parið þarf að þegja á meðan á sýningunni stendur og því er það ekki að kynnast. Kostirnir eru þó ótvíræðir; það er gott og gaman að hlæja, það verður nóg til að tala um eftir sýninguna og svo er bara gaman á svona sýningum.Að gera eitthvað flippaðFréttablaðið ræddi við fólk sem hefur farið á stefnumót á hundatískusýningu og í messu í Langholtskirkju. Í svona tilvikum þarf að lesa hinn aðilann. Ef hann er húmoristi er hægt að gera eitthvað á þessa vegu. Þá þarf líka að hafa augun opin fyrir frumlegum viðburðum og víkka sjóndeildarhringinn; í hversdagsleikanum leynast nefnilega oft frábær tækifæri til stefnumóta.. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
Fyrstu skrefin, eftir að par kynnist, geta verið þau mikilvægustu á leiðinni að mögulegu sambandi. „Tek lítil skref,“ söng María Ólafsdóttir. Vissulega má túlka þetta sem heilræði fyrir fólk á fyrstu stigum sambands. En hver eiga þau að vera? Ef sá eða sú sem maður er að hitta spyr: „Hvað eigum við að gera í kvöld?“ er mikilvægt að eiga við því svar. Fréttablaðið tók saman hugmyndir frá nokkrum reynsluboltum úr deitheiminum til að veita innblástur.Hvað skal gera? Út að borða forréttiAð fara út að borða er auðvitað klassískt deit. En hægt er að krydda tilveruna með því að panta frekar nokkra forrétti og skemmta sér við að smakka nýja hluti á matseðlinum. Þetta getur kveikt upp skemmtilegar samræður og maturinn getur gefið pörum mikið til að ræða um. Þetta er frumleg nálgun að sígildri kvöldstund.Göngutúr Mikilvægt er að velja góða gönguleið og jafnvel hafa kaffibolla með. Á göngu gefst pari góður tími til að spjalla saman og kynnast enn betur. Umhverfið getur líka gefið parinu umræðuefni, ef eitthvert hlé kemur í samræðurnar. Göngutúr er líka hollur en þó er helsti kosturinn líklega sá að vita hvort sá eða sú sem maður er að hitta sé í þokkalegu formi. Því er mikilvægt að hlusta eftir andardrætti hins aðilans.Bingó í Vinabæ Að skella sér í bingó í Vinabæ getur verið góð skemmtun. Bingóið er haldið á miðvikudags- og sunnudagskvöldum, sem hentar vel. Yfirleitt eru þessi kvöld ekki þekkt sem góð deitkvöld. Þarna getur parið gert eitthvað skemmtilegt í sameiningu, upplifað öðruvísi stemningu og jafnvel unnið eitthvað skemmtilegt.Bjór og billiardAð skella sér í ballskák með bjór við hönd getur alveg reynst varasamt snemma í ferlinu hjá pari. En það getur líka reynst heillaskref, því billard, snóker og pool eru skemmtilegar íþróttir. Mikilvægt er að varast of mikla keppnishörku. Enginn vill byrja með þeim sem eru tapsárir í svona leikjum. Eða hvað?Listsýning með fríu áfengiAð fara á listsýningar getur verið afbragðs leið til þess að eyða kvöldinu saman. Listin veitir innblástur til skemmtilegra umræðna og oft er boðið upp á áfengi á sýningum. Það getur verið kostur, þó það eigi aldrei að vera grundvöllur ákvörðunarinnar. Mikilvægt er að varast yfirlæti á svona deitum. „Besserwisserar“ eru oft ekki heillandi.BogfimiVinsældir þess að kíkja í bogfimi hafa aukist mikið upp á síðkastið. Fáir kunna eitthvað fyrir sér í bogfimi (nema ef sá sem verið er að deita sé Hrói höttur eða Katniss Everdeen úr The Hunger Games). Því er bogfimi eitthvað sem parið getur lært saman, hlegið að og keppt í. Bogfimi er nokkuð frumlegt og heilbrigt deit.Matur og myndHeimahúsin eru alls ekki útilokuð frá góðum stefnumótum. Að ná í góðan mat (pitsur, kjúkling eða eitthvað slíkt) og horfa á góða mynd uppi í sófa getur verið hið fínasta deit. Auðvitað fær enginn hámarkseinkunn fyrir frumleika á svona deitum, en þau geta verið einstaklega kósý og skemmtileg.DansnámskeiðAð fara saman á dansnámskeið er áhætta, sem getur vel verið þess virði að taka. Auðvitað þarf að lesa þann sem farið er á deit með. Ef þetta gengur upp er parið komið með ótrúlega skemmtilegt og gott sameiginlegt áhugamál. Sameiginlegur reynsluheimur getur virkað eins og steinull í híbýlum ástarinnar.Uppistand eða spuniSýningar á borð við uppistand og spuna geta verið fín stefnumót. Gallinn er auðvitað sá að parið þarf að þegja á meðan á sýningunni stendur og því er það ekki að kynnast. Kostirnir eru þó ótvíræðir; það er gott og gaman að hlæja, það verður nóg til að tala um eftir sýninguna og svo er bara gaman á svona sýningum.Að gera eitthvað flippaðFréttablaðið ræddi við fólk sem hefur farið á stefnumót á hundatískusýningu og í messu í Langholtskirkju. Í svona tilvikum þarf að lesa hinn aðilann. Ef hann er húmoristi er hægt að gera eitthvað á þessa vegu. Þá þarf líka að hafa augun opin fyrir frumlegum viðburðum og víkka sjóndeildarhringinn; í hversdagsleikanum leynast nefnilega oft frábær tækifæri til stefnumóta..
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira