Hljóp í 52 daga: „Ég trúi ekki enn að ég sé hættur að hlaupa“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 23:58 Nirbhasa Magee hljóp í sautján klukkustundir á dag. Vísir/Aðsend „Ég trúi ekki enn að ég sé hættur að hlaupa,“ segir Nirbhasa Magee í samtali við Vísi. Hann kláraði lengsta götuhlaup heims, 3100 mílna hlaupið í New York, sem haldið er á vegum Sri Chinmoy Maraþonliðsins í kvöld. 3100 mílur eru um 5000 kílómetrar. Tími Nirbhasa var 51 dagur og um það bil tólf klukkustundir. Staðfestur tími á enn eftir að birtast. Nirbhasa er Íri sem er búsettur á Íslandi og hefur starfað hér síðastliðin tvö ár. „Mér líður eins og ég eigi að vakna á morgun og halda áfram að hlaupa.“ Nirbhasa segist ekki finna fyrir tómleikatilfinningu enn en hann segist gera sér grein fyrir því að það verði erfitt að fara úr því að reyna á þolmörk líkama síns á hverjum degi yfir í venjulegt líf. Götuhlaupið er kallað Everest götuhlaupanna enda það lengsta í heimi. Hlaupið virkar þannig að hlauparar hlaupa í um sautján klukkustundir á dag. Til þess að klára tæplega 5000 kílómetra á 52 dögum þurfti Nirbhasa að hlaupa um 94 kílómetra á dag. Sofið er í um sex klukkustundir og pásur eru um klukkustund á hverjum degi. „Það er mjög mikilvægt að borða mikið,“ útskýrir Nirbhasa. „Ég var með hjálparteymi í kringum mig og á undirbúningsfundi fyrir hlaupið þá fórum við yfir hvað ég þyrfti að borða mikið til þess að halda í við brennsluna.“ Nirbhasa var að hlaupa þetta lengsta götuhlaup heims í fyrsta sinn í ár en hann hefur áður tekið þátt í tíu daga hlaupi, árið 2012 og 2013. Það kom honum á óvart hversu vel gekk þá en hann lenti í fjórða sæti fyrra árið og í þriðja sæti það seinna. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hugleiðslu,“ útskýrir Nirbhasa og segist hafa tekið þátt í maraþonum og ávallt haft gaman af. Honum þykir heillandi þessi hugmynd um hugleiðslu og íþróttir. Nirbhasa starfar hér á landi við að sjá um sjúkling með MND. „Ég hjálpa honum svo hann geti átt eins eðlilegt og gott líf og hægt er.“ Hann snýr þó ekki aftur til Ísland fyrr en í lok mánaðar. „Ég ætla að dvelja áfram í New York í einhvern tíma og leyfa líkamanum að jafna sig.“Hér má lesa allt um hlaupið sem Nirbhasa tók þátt í. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Ég trúi ekki enn að ég sé hættur að hlaupa,“ segir Nirbhasa Magee í samtali við Vísi. Hann kláraði lengsta götuhlaup heims, 3100 mílna hlaupið í New York, sem haldið er á vegum Sri Chinmoy Maraþonliðsins í kvöld. 3100 mílur eru um 5000 kílómetrar. Tími Nirbhasa var 51 dagur og um það bil tólf klukkustundir. Staðfestur tími á enn eftir að birtast. Nirbhasa er Íri sem er búsettur á Íslandi og hefur starfað hér síðastliðin tvö ár. „Mér líður eins og ég eigi að vakna á morgun og halda áfram að hlaupa.“ Nirbhasa segist ekki finna fyrir tómleikatilfinningu enn en hann segist gera sér grein fyrir því að það verði erfitt að fara úr því að reyna á þolmörk líkama síns á hverjum degi yfir í venjulegt líf. Götuhlaupið er kallað Everest götuhlaupanna enda það lengsta í heimi. Hlaupið virkar þannig að hlauparar hlaupa í um sautján klukkustundir á dag. Til þess að klára tæplega 5000 kílómetra á 52 dögum þurfti Nirbhasa að hlaupa um 94 kílómetra á dag. Sofið er í um sex klukkustundir og pásur eru um klukkustund á hverjum degi. „Það er mjög mikilvægt að borða mikið,“ útskýrir Nirbhasa. „Ég var með hjálparteymi í kringum mig og á undirbúningsfundi fyrir hlaupið þá fórum við yfir hvað ég þyrfti að borða mikið til þess að halda í við brennsluna.“ Nirbhasa var að hlaupa þetta lengsta götuhlaup heims í fyrsta sinn í ár en hann hefur áður tekið þátt í tíu daga hlaupi, árið 2012 og 2013. Það kom honum á óvart hversu vel gekk þá en hann lenti í fjórða sæti fyrra árið og í þriðja sæti það seinna. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hugleiðslu,“ útskýrir Nirbhasa og segist hafa tekið þátt í maraþonum og ávallt haft gaman af. Honum þykir heillandi þessi hugmynd um hugleiðslu og íþróttir. Nirbhasa starfar hér á landi við að sjá um sjúkling með MND. „Ég hjálpa honum svo hann geti átt eins eðlilegt og gott líf og hægt er.“ Hann snýr þó ekki aftur til Ísland fyrr en í lok mánaðar. „Ég ætla að dvelja áfram í New York í einhvern tíma og leyfa líkamanum að jafna sig.“Hér má lesa allt um hlaupið sem Nirbhasa tók þátt í.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira