Hljóp í 52 daga: „Ég trúi ekki enn að ég sé hættur að hlaupa“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 23:58 Nirbhasa Magee hljóp í sautján klukkustundir á dag. Vísir/Aðsend „Ég trúi ekki enn að ég sé hættur að hlaupa,“ segir Nirbhasa Magee í samtali við Vísi. Hann kláraði lengsta götuhlaup heims, 3100 mílna hlaupið í New York, sem haldið er á vegum Sri Chinmoy Maraþonliðsins í kvöld. 3100 mílur eru um 5000 kílómetrar. Tími Nirbhasa var 51 dagur og um það bil tólf klukkustundir. Staðfestur tími á enn eftir að birtast. Nirbhasa er Íri sem er búsettur á Íslandi og hefur starfað hér síðastliðin tvö ár. „Mér líður eins og ég eigi að vakna á morgun og halda áfram að hlaupa.“ Nirbhasa segist ekki finna fyrir tómleikatilfinningu enn en hann segist gera sér grein fyrir því að það verði erfitt að fara úr því að reyna á þolmörk líkama síns á hverjum degi yfir í venjulegt líf. Götuhlaupið er kallað Everest götuhlaupanna enda það lengsta í heimi. Hlaupið virkar þannig að hlauparar hlaupa í um sautján klukkustundir á dag. Til þess að klára tæplega 5000 kílómetra á 52 dögum þurfti Nirbhasa að hlaupa um 94 kílómetra á dag. Sofið er í um sex klukkustundir og pásur eru um klukkustund á hverjum degi. „Það er mjög mikilvægt að borða mikið,“ útskýrir Nirbhasa. „Ég var með hjálparteymi í kringum mig og á undirbúningsfundi fyrir hlaupið þá fórum við yfir hvað ég þyrfti að borða mikið til þess að halda í við brennsluna.“ Nirbhasa var að hlaupa þetta lengsta götuhlaup heims í fyrsta sinn í ár en hann hefur áður tekið þátt í tíu daga hlaupi, árið 2012 og 2013. Það kom honum á óvart hversu vel gekk þá en hann lenti í fjórða sæti fyrra árið og í þriðja sæti það seinna. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hugleiðslu,“ útskýrir Nirbhasa og segist hafa tekið þátt í maraþonum og ávallt haft gaman af. Honum þykir heillandi þessi hugmynd um hugleiðslu og íþróttir. Nirbhasa starfar hér á landi við að sjá um sjúkling með MND. „Ég hjálpa honum svo hann geti átt eins eðlilegt og gott líf og hægt er.“ Hann snýr þó ekki aftur til Ísland fyrr en í lok mánaðar. „Ég ætla að dvelja áfram í New York í einhvern tíma og leyfa líkamanum að jafna sig.“Hér má lesa allt um hlaupið sem Nirbhasa tók þátt í. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
„Ég trúi ekki enn að ég sé hættur að hlaupa,“ segir Nirbhasa Magee í samtali við Vísi. Hann kláraði lengsta götuhlaup heims, 3100 mílna hlaupið í New York, sem haldið er á vegum Sri Chinmoy Maraþonliðsins í kvöld. 3100 mílur eru um 5000 kílómetrar. Tími Nirbhasa var 51 dagur og um það bil tólf klukkustundir. Staðfestur tími á enn eftir að birtast. Nirbhasa er Íri sem er búsettur á Íslandi og hefur starfað hér síðastliðin tvö ár. „Mér líður eins og ég eigi að vakna á morgun og halda áfram að hlaupa.“ Nirbhasa segist ekki finna fyrir tómleikatilfinningu enn en hann segist gera sér grein fyrir því að það verði erfitt að fara úr því að reyna á þolmörk líkama síns á hverjum degi yfir í venjulegt líf. Götuhlaupið er kallað Everest götuhlaupanna enda það lengsta í heimi. Hlaupið virkar þannig að hlauparar hlaupa í um sautján klukkustundir á dag. Til þess að klára tæplega 5000 kílómetra á 52 dögum þurfti Nirbhasa að hlaupa um 94 kílómetra á dag. Sofið er í um sex klukkustundir og pásur eru um klukkustund á hverjum degi. „Það er mjög mikilvægt að borða mikið,“ útskýrir Nirbhasa. „Ég var með hjálparteymi í kringum mig og á undirbúningsfundi fyrir hlaupið þá fórum við yfir hvað ég þyrfti að borða mikið til þess að halda í við brennsluna.“ Nirbhasa var að hlaupa þetta lengsta götuhlaup heims í fyrsta sinn í ár en hann hefur áður tekið þátt í tíu daga hlaupi, árið 2012 og 2013. Það kom honum á óvart hversu vel gekk þá en hann lenti í fjórða sæti fyrra árið og í þriðja sæti það seinna. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hugleiðslu,“ útskýrir Nirbhasa og segist hafa tekið þátt í maraþonum og ávallt haft gaman af. Honum þykir heillandi þessi hugmynd um hugleiðslu og íþróttir. Nirbhasa starfar hér á landi við að sjá um sjúkling með MND. „Ég hjálpa honum svo hann geti átt eins eðlilegt og gott líf og hægt er.“ Hann snýr þó ekki aftur til Ísland fyrr en í lok mánaðar. „Ég ætla að dvelja áfram í New York í einhvern tíma og leyfa líkamanum að jafna sig.“Hér má lesa allt um hlaupið sem Nirbhasa tók þátt í.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira