Fótbolti

Pique segist ekki hafa móðgað aðstoðardómarann

Pique lætur aðstoðardómarann heyra það.
Pique lætur aðstoðardómarann heyra það. vísir/getty
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, var sakaður um að nota mjög vafasamt orðalag í garð aðstoðardómara. Hann neitar þeim ásökunum.

Atvikið átti sér stað í seinni leik Barca og Athletic Bilbao í meistarakeppninni á Spáni. Pique var sakaður um að hafa sagt við aðstoðardómarann að hann ætlaði að hafa hægðir á móður hans sem væri hóra í þokkabót.

Miðað við þessar sakir blasti langt bann við Pique en hann er ekki par sáttur við ásaknirnar.

„Ég vil biðjast afsökunar því hegðun mín og líkamstjáning í mótmælum mínum var ekki til fyrirmyndar. Það er aftur á móti ekki rétt að ég hafi móðgað aðstoðardómarann á nokkurn hátt," skrifaði Pique á Twitter.

Dómarinn setti orðalagið engu að síður í skýrslu sína og Barcelona ætlar að berjast í þessu máli með kjafti og klóm. Félagar hefur þegar farið fram á að rauða spjaldið verði dregið til baka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×