Frá streitu til hamingju: Vinirnir töldu hann hafa gengið í sértrúarsöfnuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2015 22:00 "Ég var leikari og bjó í London og New York. Ég lifði mjög streitumiklu og óhollu lífi sem leiddi til veikinda,“ segir Gelong Thubten. Hann er á betri stað í dag og óskar að fleiri komist þangað. Vísir/KTD Munkurinn Gelong Thubten ferðast um heiminn og hjálpar fólki að lágmarka streitu og öðlast meiri hamingju með hjálp hugleiðslu. Hann hélt opinn fyrirlestur fyrir áhugasama í húsakynnum Landspítalans í hádeginu í dag. Rúmlega hundrað manns hlýddu á Gelong sem klæddur í hefðbundin munkaklæði virðist hafa stundað hugleiðslu frá blautu barnsbeini. Svo er þó ekki.„Ég var leikari og bjó í London og New York. Ég lifði mjög streitumiklu og óhollu lífi sem leiddi til veikinda. Í sex mánuði var ég mjög veikur og ákvað þá að taka til í hausnum á mér. Ég heyrði af Samye Ling klaustrinu í Skotlandi og ákvað að fara þangað til að læra hugleiðslu. Það gerði mér svo gott að ég var þar áfram. Líf mitt breyttist,“ segir Gelong í spjalli við blaðamann að loknum fyrirlestrinum. Hann segir vinina hafa talið hann vera að ganga af göflunum. „Þeir spurðu mig hvort það þyrfti ekki að bjarga mér, ég væri genginn í sértrúarsöfnuð!“ segir Gelong og hlær. Auðvitað hafi það ekki verið tilfellið. Hugleiðslan hafi reynst honum leið og gefið honum tækifæri til að hjálpa öðrum. En vinirnir sem ætluðu að bjarga honum, eru þeir ennþá í vinahópnum? Gelong játar því. „Sumir koma meira að segja á námskeiðin mín,“ segir Gelong og hlær. Hann heldur reglulega námskeið á heilbrigðisstofnunum, á betrunarheimilum og hjá fyrirtækjum á borð við Google.Um hundrað manns mættu til þess að hlusta á boðskap Gelongs í dag.Vísir/KTDVildi verða ríkur og frægurGelong, sem á enska og indverska foreldra en ólst upp í Englandi, segist hafa lifað eigingjörnu lífi þar sem allt hafi snúist um sig. „Ég vildi verða ríkur og mig langaði að verða frægur. Allt þetta kjaftæði. Nú hef ég leið til að tengjast fólki og hjálpa því að verða hamingjusamt,“ segir Gelong. Stærstur hluti þeirra sem mætti á fundinn sem haldinn var í um hundrað manna sal á Kleppi voru heilbrigðisstarfsmenn. Voru konur í miklum meirihluta þeirra sem sóttu fundinn en fundargestir voru á öllum aldri. Gelong lagði mesta áherslu á að ræða hugleiðslu, hinn fræðilega hluta, og virtust skilaboð hans ná vel til flestra. Ekki skemmdi fyrir að hann kitlaði hláturtaugarnar reglulega og var duglegur að gera grín að sjálfum sér. Munkurinn kom inn á þá sprengingu sem orðið hefur í hugleiðslu undanfarin ár og margir hafa vafalaust orðið varir við. Ólíklegt má telja að fundur á borð við þann sem fram fór í dag hefði dregið að sér jafnmarga gesti fyrir tíu árum síðan. Hafa verður í huga að fundurinn var lítið sem ekkert auglýstur utan veggja Landspítalans. Gelong telur ástæðuna mega rekja til rannsókna sem gerðar hafa verið á hugleiðslu og niðurstöður þeirra undanfarin ár. Búddistar hafi eðlilega talið sig vita það ansi lengi enda trúin 2500 ára gömul. Nú sýni rannsóknir að með hugleiðslu megi lágmarka streitu og auka hamingju.„Ekki hugsa um gulrætur“ Það er óhætt að segja að fyrirlestur Gelongs hafi verið á mannamáli. Hann fékk fólk til að slaka á og hugleiða, reyna að tæma hugann. Það gekk illa hjá flestum. „Þegar við reynum að hugsa ekki, tæma hugann, þá förum við oft að hugsa um eitthvað og jafnvel eitthvað sem við viljum alls ekki hugsa um,“ sagði Gelong. Tók hann sem dæmi að ef hann bæði alla í herberginu að hugsa alls ekki um gulrætur þá væri líklega engum sem tækist að sleppa því að hugsa um gulrót. Hugurinn hlýði einfaldlega ekki svo auðveldlega. Hins vegar sé ekki lykilatriði að tæma hugann við hugleiðslu því hugleiðsla eigi að vera meðvituð. Það séu viðbrögðin við hugsunum sem skipti mestu máli. Í umferðaröngþveiti eða þegar maður lendir á rauðu ljósi eru viðbrögð fólks oft að pirrast. Samt megi öllum vera augljóst að það hjálpi ekki. Maður komist ekkert hraðar. „Hver ræður eiginlega? Ráðum við yfir okkar eigin hugsunum? Spurningar sem þessar verða til þess að fólk byrjar að hugleiða. Það vill læra að skilja og stjórna viðbrögðum okkar.“ Á sama hátt þá sé það ekki yfirmaður eða vinnan sem valdi streitu í vinnunni. Það eru viðbrögð okkur við samskiptum við yfirmanninn og þau verkefni sem liggja fyrir sem skipta máli.Sumir slökuðu svo vel á í hádeginu að þeir festu svefn. Mikill meirihluti fylgdist þó með af miklum áhuga og skemmti sér vel.Vísir/KTDMeðvituð hugleiðsla Gelong segir marga misskilja hugleiðslu. Þeir reyna að tæma hugann og pirrast svo þegar það gangi ekki. Hins vegar eigi einmitt að reyna að vera meðvitaður um hugsanir. Sé hugurinn alveg tómur geti maður eins verið sofandi. Hugsanirnar koma og fara en það sem skipti máli er hvernig maður bregðist við. Maður sé þannig að „standa sig vel“ í hugleiðslu þegar maður er meðvitaður um að hugurinn er farinn að reika. Þá þarf maður einfaldlega að ná honum aftur til baka. Sömuleiðis misskilji margir hlutverk öndunar. Hann hafi verið í rými með fólki og beðið það um að byrja að einbeita sér að önduninni. Fólk hafi heldur betur tekið við sér og allt í einu hafi verið orðið hvasst inni í herberginu, svo mikið blés fólk útskýrði Gelong og uppskar hlátrasköll. „Þú andar frá því þú fæðist og til dauðadags,“ sagði Gelong við gesti. Þú eigir að einbeita þér að önduninni og þegar þú ert farinn að láta þig dreyma um ferðalag á skíðum eða ert farinn að skræla kartöflur í eldhúsinu þá tekurðu meðvitaða ákvörðun um að einbeita þér að andardrættinum. Með aukinni þjálfun verður maður betri í þessu en virkilega djúp hugleiðsla öðlist þó með kennslu.Tíu til fimmtán mínútur geta skipt sköpum Gelong segir óumdeilt að hugleiðsla geti leitt til raunverulegrar gleði. Ekki þá sem fólk geti sótt sér tímabundið með ákveðnum aðstæðum, eins og kaupum á nýjum bíl og öðrum hlutum. Örlítil hugleiðsla á hverjum degi geti breytt lífinu til hins betra. „Það getur skipt sköpum. Aðeins tíu til fimmtán mínútur á dag heima hjá þér og svo reyna að halda ró sinni og tengjast við mómentin yfir daginn - þannig geturðu breytt miklu, lágmarkað streituna og aukið hamingju. Til að komast á djúpan stað þarftu auðvitað mikla þjálfun en jafnvel með lítill þjálfun geturðu náð heilmiklum árangri.“ Munkurinn verður á landinu í eina viku til að aðstoða Hugleiðslu- og friðarmistöðina sem leitar nú að staðsetningu fyrir ný húsakynni. Gelong segir stóran hóp stunda hugleiðslu í takmörkuðum húsakynnum Hugleiðslu á Grensásvegi. Þau vilji stækka við sig og geta boðið upp á stærri námskeið og menntun á sviðinu. Leit að styrktaraðila standi einnig yfir.Hjörleifur Halldórsson, rekstrarstjóri heilbrigðistæknimála hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi, minnir á heimasíðuna Hugleiðsla.is og opnar hugleiðslustundir á miðvikudagskvöldum klukkan 20 á Grensásvegi 8. Þangað séu allir velkomnir. Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Munkurinn Gelong Thubten ferðast um heiminn og hjálpar fólki að lágmarka streitu og öðlast meiri hamingju með hjálp hugleiðslu. Hann hélt opinn fyrirlestur fyrir áhugasama í húsakynnum Landspítalans í hádeginu í dag. Rúmlega hundrað manns hlýddu á Gelong sem klæddur í hefðbundin munkaklæði virðist hafa stundað hugleiðslu frá blautu barnsbeini. Svo er þó ekki.„Ég var leikari og bjó í London og New York. Ég lifði mjög streitumiklu og óhollu lífi sem leiddi til veikinda. Í sex mánuði var ég mjög veikur og ákvað þá að taka til í hausnum á mér. Ég heyrði af Samye Ling klaustrinu í Skotlandi og ákvað að fara þangað til að læra hugleiðslu. Það gerði mér svo gott að ég var þar áfram. Líf mitt breyttist,“ segir Gelong í spjalli við blaðamann að loknum fyrirlestrinum. Hann segir vinina hafa talið hann vera að ganga af göflunum. „Þeir spurðu mig hvort það þyrfti ekki að bjarga mér, ég væri genginn í sértrúarsöfnuð!“ segir Gelong og hlær. Auðvitað hafi það ekki verið tilfellið. Hugleiðslan hafi reynst honum leið og gefið honum tækifæri til að hjálpa öðrum. En vinirnir sem ætluðu að bjarga honum, eru þeir ennþá í vinahópnum? Gelong játar því. „Sumir koma meira að segja á námskeiðin mín,“ segir Gelong og hlær. Hann heldur reglulega námskeið á heilbrigðisstofnunum, á betrunarheimilum og hjá fyrirtækjum á borð við Google.Um hundrað manns mættu til þess að hlusta á boðskap Gelongs í dag.Vísir/KTDVildi verða ríkur og frægurGelong, sem á enska og indverska foreldra en ólst upp í Englandi, segist hafa lifað eigingjörnu lífi þar sem allt hafi snúist um sig. „Ég vildi verða ríkur og mig langaði að verða frægur. Allt þetta kjaftæði. Nú hef ég leið til að tengjast fólki og hjálpa því að verða hamingjusamt,“ segir Gelong. Stærstur hluti þeirra sem mætti á fundinn sem haldinn var í um hundrað manna sal á Kleppi voru heilbrigðisstarfsmenn. Voru konur í miklum meirihluta þeirra sem sóttu fundinn en fundargestir voru á öllum aldri. Gelong lagði mesta áherslu á að ræða hugleiðslu, hinn fræðilega hluta, og virtust skilaboð hans ná vel til flestra. Ekki skemmdi fyrir að hann kitlaði hláturtaugarnar reglulega og var duglegur að gera grín að sjálfum sér. Munkurinn kom inn á þá sprengingu sem orðið hefur í hugleiðslu undanfarin ár og margir hafa vafalaust orðið varir við. Ólíklegt má telja að fundur á borð við þann sem fram fór í dag hefði dregið að sér jafnmarga gesti fyrir tíu árum síðan. Hafa verður í huga að fundurinn var lítið sem ekkert auglýstur utan veggja Landspítalans. Gelong telur ástæðuna mega rekja til rannsókna sem gerðar hafa verið á hugleiðslu og niðurstöður þeirra undanfarin ár. Búddistar hafi eðlilega talið sig vita það ansi lengi enda trúin 2500 ára gömul. Nú sýni rannsóknir að með hugleiðslu megi lágmarka streitu og auka hamingju.„Ekki hugsa um gulrætur“ Það er óhætt að segja að fyrirlestur Gelongs hafi verið á mannamáli. Hann fékk fólk til að slaka á og hugleiða, reyna að tæma hugann. Það gekk illa hjá flestum. „Þegar við reynum að hugsa ekki, tæma hugann, þá förum við oft að hugsa um eitthvað og jafnvel eitthvað sem við viljum alls ekki hugsa um,“ sagði Gelong. Tók hann sem dæmi að ef hann bæði alla í herberginu að hugsa alls ekki um gulrætur þá væri líklega engum sem tækist að sleppa því að hugsa um gulrót. Hugurinn hlýði einfaldlega ekki svo auðveldlega. Hins vegar sé ekki lykilatriði að tæma hugann við hugleiðslu því hugleiðsla eigi að vera meðvituð. Það séu viðbrögðin við hugsunum sem skipti mestu máli. Í umferðaröngþveiti eða þegar maður lendir á rauðu ljósi eru viðbrögð fólks oft að pirrast. Samt megi öllum vera augljóst að það hjálpi ekki. Maður komist ekkert hraðar. „Hver ræður eiginlega? Ráðum við yfir okkar eigin hugsunum? Spurningar sem þessar verða til þess að fólk byrjar að hugleiða. Það vill læra að skilja og stjórna viðbrögðum okkar.“ Á sama hátt þá sé það ekki yfirmaður eða vinnan sem valdi streitu í vinnunni. Það eru viðbrögð okkur við samskiptum við yfirmanninn og þau verkefni sem liggja fyrir sem skipta máli.Sumir slökuðu svo vel á í hádeginu að þeir festu svefn. Mikill meirihluti fylgdist þó með af miklum áhuga og skemmti sér vel.Vísir/KTDMeðvituð hugleiðsla Gelong segir marga misskilja hugleiðslu. Þeir reyna að tæma hugann og pirrast svo þegar það gangi ekki. Hins vegar eigi einmitt að reyna að vera meðvitaður um hugsanir. Sé hugurinn alveg tómur geti maður eins verið sofandi. Hugsanirnar koma og fara en það sem skipti máli er hvernig maður bregðist við. Maður sé þannig að „standa sig vel“ í hugleiðslu þegar maður er meðvitaður um að hugurinn er farinn að reika. Þá þarf maður einfaldlega að ná honum aftur til baka. Sömuleiðis misskilji margir hlutverk öndunar. Hann hafi verið í rými með fólki og beðið það um að byrja að einbeita sér að önduninni. Fólk hafi heldur betur tekið við sér og allt í einu hafi verið orðið hvasst inni í herberginu, svo mikið blés fólk útskýrði Gelong og uppskar hlátrasköll. „Þú andar frá því þú fæðist og til dauðadags,“ sagði Gelong við gesti. Þú eigir að einbeita þér að önduninni og þegar þú ert farinn að láta þig dreyma um ferðalag á skíðum eða ert farinn að skræla kartöflur í eldhúsinu þá tekurðu meðvitaða ákvörðun um að einbeita þér að andardrættinum. Með aukinni þjálfun verður maður betri í þessu en virkilega djúp hugleiðsla öðlist þó með kennslu.Tíu til fimmtán mínútur geta skipt sköpum Gelong segir óumdeilt að hugleiðsla geti leitt til raunverulegrar gleði. Ekki þá sem fólk geti sótt sér tímabundið með ákveðnum aðstæðum, eins og kaupum á nýjum bíl og öðrum hlutum. Örlítil hugleiðsla á hverjum degi geti breytt lífinu til hins betra. „Það getur skipt sköpum. Aðeins tíu til fimmtán mínútur á dag heima hjá þér og svo reyna að halda ró sinni og tengjast við mómentin yfir daginn - þannig geturðu breytt miklu, lágmarkað streituna og aukið hamingju. Til að komast á djúpan stað þarftu auðvitað mikla þjálfun en jafnvel með lítill þjálfun geturðu náð heilmiklum árangri.“ Munkurinn verður á landinu í eina viku til að aðstoða Hugleiðslu- og friðarmistöðina sem leitar nú að staðsetningu fyrir ný húsakynni. Gelong segir stóran hóp stunda hugleiðslu í takmörkuðum húsakynnum Hugleiðslu á Grensásvegi. Þau vilji stækka við sig og geta boðið upp á stærri námskeið og menntun á sviðinu. Leit að styrktaraðila standi einnig yfir.Hjörleifur Halldórsson, rekstrarstjóri heilbrigðistæknimála hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi, minnir á heimasíðuna Hugleiðsla.is og opnar hugleiðslustundir á miðvikudagskvöldum klukkan 20 á Grensásvegi 8. Þangað séu allir velkomnir.
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira