Innlent

Hrun í aðsókn í Sundlaug Akureyrar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sumarið 2014 var öllu hlýrra og sólríkara á Akureyri en í sumar.
Sumarið 2014 var öllu hlýrra og sólríkara á Akureyri en í sumar. Vísir/Auðunn
Þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi mánuð eftir mánuð í ár hefur aðsókn í stærstu sundlaug á Norðurlandi, Sundlaug Akureyrar, verið minni hvern einasta mánuð samanborið við í fyrra. Forstöðumaður laugarinnar talar um hrun í aðsókn. Vikudagur greinir frá.

37.400 manns skelltu sér í laugina í júlí samanborið við 46.800 í júlí 2014.

„Á þeim átta árum sem ég hef starfað hér hef ég aldrei séð annað eins hrun í aðsókn,“ segir Elín H. Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar í samtali við Vikublað.

Óvenju kalt hefur verið í sumar norðan heiða sem endurspeglar aðsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×