Guðlaugur Þór um opinbera forstöðumenn: „Illa snertanlegir“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. ágúst 2015 10:22 Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, kallaði eftir því að ríkisstofnanir nýti kosti útboða í auknum mæli. Þetta sagði Guðlaugur Þór í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði hægt að spaða milljarða í ríkisrekstrinum ef þessar stofnanir myndu bjóða einstaka liði út. Nefndi hann sem dæmi síma, rafmagn og tölvuþjónustu ásamt öðru og sagði þessar stofnanir hafa engar afsakanir fyrir að bjóða slíka þjónustu ekki út. Ef þær telja sig of litlar fyrir útboð ættu þær að fara í sameiginlegt útboð með öðrum stofnunum. Hann sagði fjárlaganefnd fylgjast vel með og senda fyrirspurnir á stofnanir hvers vegna þær hafa ekki boðið einstaka liði út. Hann sagði að ekki væri vöntun á forstöðumönnum opinberra stofnana sem kvarta undan því í fjölmiðlum að fá lítið fjármagn til rekstursins en nýta engu að síður ekki kosti útboðs sem gætu aukið ráðstöfunarfé þeirra. Hann segir fjárlaganefnd þurfa að reiða sig á opinberar eftirlitsstofnanir þegar kemur að því að fylgjast vel með rekstri opinberra stofnana og þá hvatti hann fjölmiðla til dáða við fylgjast með því hvort ekki væri farið eftir settum reglum þegar kemur að útboðum ríkisins. Hann var spurður hvort það hefði einhverjar afleiðingar í för með sér fyrir forstöðumenn opinberra stofnana ef þær færu fram úr fjárlögum. „Þeir eru mjög illa snertanlegir,“ sagði Guðlaugur Þór en sagði að til væri í dæminu að náðst hefði samkomulag við forstöðumenn að láta af störfum ef slíkt gerðist ítrekað. Það væri þó öðruvísi farið í löndum sem Íslendingar vilja bera sig saman við. „Ef viðkomandi stofnun stendur ekki fjárlög þá víkur forstöðumaðurinn.“ Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, kallaði eftir því að ríkisstofnanir nýti kosti útboða í auknum mæli. Þetta sagði Guðlaugur Þór í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði hægt að spaða milljarða í ríkisrekstrinum ef þessar stofnanir myndu bjóða einstaka liði út. Nefndi hann sem dæmi síma, rafmagn og tölvuþjónustu ásamt öðru og sagði þessar stofnanir hafa engar afsakanir fyrir að bjóða slíka þjónustu ekki út. Ef þær telja sig of litlar fyrir útboð ættu þær að fara í sameiginlegt útboð með öðrum stofnunum. Hann sagði fjárlaganefnd fylgjast vel með og senda fyrirspurnir á stofnanir hvers vegna þær hafa ekki boðið einstaka liði út. Hann sagði að ekki væri vöntun á forstöðumönnum opinberra stofnana sem kvarta undan því í fjölmiðlum að fá lítið fjármagn til rekstursins en nýta engu að síður ekki kosti útboðs sem gætu aukið ráðstöfunarfé þeirra. Hann segir fjárlaganefnd þurfa að reiða sig á opinberar eftirlitsstofnanir þegar kemur að því að fylgjast vel með rekstri opinberra stofnana og þá hvatti hann fjölmiðla til dáða við fylgjast með því hvort ekki væri farið eftir settum reglum þegar kemur að útboðum ríkisins. Hann var spurður hvort það hefði einhverjar afleiðingar í för með sér fyrir forstöðumenn opinberra stofnana ef þær færu fram úr fjárlögum. „Þeir eru mjög illa snertanlegir,“ sagði Guðlaugur Þór en sagði að til væri í dæminu að náðst hefði samkomulag við forstöðumenn að láta af störfum ef slíkt gerðist ítrekað. Það væri þó öðruvísi farið í löndum sem Íslendingar vilja bera sig saman við. „Ef viðkomandi stofnun stendur ekki fjárlög þá víkur forstöðumaðurinn.“
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira