Tveir titilbardagar á UFC 187 í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. maí 2015 12:00 Það var heitt í hamsi í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer risa UFC bardagakvöld þar sem barist er um tvo titla. Chris Weidman ver millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort og Anthony Johnson og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtarbeltið. Gríðarleg spenna hefur verið fyrir UFC 187 sem fram fer í kvöld. Í vigtun gærdagsins lét Chris Weidman ókvæð orð falla í garð Vitor Belfort og kallaði hann svindlara. Hinn 38 ára gamli Belfort hefur lengi verið sakaður um notkun frammistöðubætandi lyfja. Á undanförnum árum hefur Belfort fengið svo kallaða Testosterone Replacement Therapy, eða TRT. Meðferðin leyfði mönnum eins og Vitor Belfort að fá löglega aukið testósterónmagn vegna hormónagalla (oftast vegna steramisnotkunar, sjá nánar hér). Nú hefur sú meðferð verið bönnuð og má sjá greinilegan mun á Belfort. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Vitor Belfort kemur til leiks í kvöld. Belfort er með gríðarlega reynslu að baki en hann kom fyrst í UFC árið 1997, þá 19 ára gamall.Sjá einnig: Fimm tímamót á ferli Vitor Belfort Á sama tíma og Belfort er grunaður um steranotkun er Chris Weidman hvers manns hugljúfi. Weidman er maðurinn sem sigraði Anderson Silva tvisvar, einn besta bardagamann í sögu MMA. Hann þykir einstaklega sterkur andlega og er með öflugan glímubakgrunn. Vegurinn að UFC beltinu hefur svo sannarlega ekki verið auðveldur fyrir Weidman. Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika svo sem einelti í æsku, fellibylinn Sandy, var nánast látinn eftir niðurskurð og var nálægt því að gefa drauminn upp á bátinn vegna peningavandræða.Sjá einnig: Chris Weidman er með einstakt hugarfar Það má svo ekki gleyma aðalbardaga kvöldsins en þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson berjast um léttþungavigtartitil UFC. Jon Jones var ríkjandi léttþungavigtarmeistari þangað til UFC svipti hann titlinum. Jones er grunaður um að hafa keyrt á ólétta konu og flúið vettvang og er í tímabundnu banni frá keppni. Það verður því nýr meistari krýndur í nótt. Bæði Cormier og Johnson hafa gengið í gegnum súrt og sætt.Sjá einnig: Ótrúleg upprisa Anthony Johnson – Frá aðhlátursefni að áskorandaSjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Bardagakvöldið hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm bardagar verða á dagskrá: Titilbardagi í léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Daniel Cormier Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Vitor Belfort Léttvigt: Donald Cerrone gegn John Madkessi Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Travis Browne Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn John Moraga MMA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Sjá meira
Í kvöld fer risa UFC bardagakvöld þar sem barist er um tvo titla. Chris Weidman ver millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort og Anthony Johnson og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtarbeltið. Gríðarleg spenna hefur verið fyrir UFC 187 sem fram fer í kvöld. Í vigtun gærdagsins lét Chris Weidman ókvæð orð falla í garð Vitor Belfort og kallaði hann svindlara. Hinn 38 ára gamli Belfort hefur lengi verið sakaður um notkun frammistöðubætandi lyfja. Á undanförnum árum hefur Belfort fengið svo kallaða Testosterone Replacement Therapy, eða TRT. Meðferðin leyfði mönnum eins og Vitor Belfort að fá löglega aukið testósterónmagn vegna hormónagalla (oftast vegna steramisnotkunar, sjá nánar hér). Nú hefur sú meðferð verið bönnuð og má sjá greinilegan mun á Belfort. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Vitor Belfort kemur til leiks í kvöld. Belfort er með gríðarlega reynslu að baki en hann kom fyrst í UFC árið 1997, þá 19 ára gamall.Sjá einnig: Fimm tímamót á ferli Vitor Belfort Á sama tíma og Belfort er grunaður um steranotkun er Chris Weidman hvers manns hugljúfi. Weidman er maðurinn sem sigraði Anderson Silva tvisvar, einn besta bardagamann í sögu MMA. Hann þykir einstaklega sterkur andlega og er með öflugan glímubakgrunn. Vegurinn að UFC beltinu hefur svo sannarlega ekki verið auðveldur fyrir Weidman. Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika svo sem einelti í æsku, fellibylinn Sandy, var nánast látinn eftir niðurskurð og var nálægt því að gefa drauminn upp á bátinn vegna peningavandræða.Sjá einnig: Chris Weidman er með einstakt hugarfar Það má svo ekki gleyma aðalbardaga kvöldsins en þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson berjast um léttþungavigtartitil UFC. Jon Jones var ríkjandi léttþungavigtarmeistari þangað til UFC svipti hann titlinum. Jones er grunaður um að hafa keyrt á ólétta konu og flúið vettvang og er í tímabundnu banni frá keppni. Það verður því nýr meistari krýndur í nótt. Bæði Cormier og Johnson hafa gengið í gegnum súrt og sætt.Sjá einnig: Ótrúleg upprisa Anthony Johnson – Frá aðhlátursefni að áskorandaSjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Bardagakvöldið hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm bardagar verða á dagskrá: Titilbardagi í léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Daniel Cormier Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Vitor Belfort Léttvigt: Donald Cerrone gegn John Madkessi Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Travis Browne Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn John Moraga
MMA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Sjá meira