Innlent

Eldur í togara norðvestur af Sauðanesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Búið er að loka eldinn af og í augnablikinu stafar því engin bráð hætta að skipverjum.
Búið er að loka eldinn af og í augnablikinu stafar því engin bráð hætta að skipverjum. Vísir/Ernir
Uppfært 13:40

Eldur kviknaði í vélarrúmi togara í morgun en áhafnarmeðlimir skipsins telja sig vera búna að ráða niðurlögum eldsins. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Siglufirði og Skagaströnd voru kölluð út um hádegi. Togarinn er 25 sjómílur norðnorðvestur af Sauðanesi.

Þar að auki var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til og er reiknað með að hún komið á vettvang með reykkafara um klukkan 13:45. Björgunarskipið Sigurvin mun svo koma að togaranum um korteri seinna. 

Í fyrstu var eldurinn lokaður af í vélarrúmi skipsins og voru skipverjar ekki taldir í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×