Hjálmar hleypur hratt en ekki í Reykjavíkurmaraþoninu Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. ágúst 2015 10:00 Hljómsveitin Hjálmar sendir frá sér nýtt lag sem ber nafnið Hlauptu hratt. mynd/Guðmundur Vigfússon „Við erum því miður allir staddir erlendis um þessar mundir, og vonumst til að einhver sé til í að hlaupa í skarðið fyrir okkur,“ segir Sigurður Guðmundsson, meðlimur í reggíhljómsveitinni Hjálmum. Sveitin sendir frá sér nýtt lag í dag er ber heitið Hlauptu hratt, lag og texti eftir Þorstein Einarsson. Hægt er að sækja lagið frítt hér. Tilviljun ein ræður því að það kemur út rétt fyrir Reykjavíkurmaraþonið en þegar Hjálmar áttuðu sig á tengingu titilsins við maraþonið fannst þeim tilvalið að gefa öllum þeim sem hlaupa á laugardaginn, sem og öllum öðrum áhugasömum, eintak af laginu. „Öll okkar lög eru samin á hlaupum, enda er það trendið þessa dagana. Hins vegar þegar semja þarf textana, þá fá menn sér sæti, á hljóðlátum stað – opna eilítið fyrir vatnskranann og ímynda sér að þeir séu rétt í þann mund að koma í mark í maraþonhlaupi,“ segir Sigurður spurður um hvort lagið hafi verið samið á hlaupum. Hann er jafnframt nýkominn úr tónleikaferð með Erlend Oye sem Hjálmar störfuðu með um árið og gerðu með heila plötu. Nýja lagið er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér á árinu, en er ný plata í bígerð? „Samkvæmt nýjustu tölum, ef við á annað borð erum hrifin af þeim, þá er þetta lag jú annað lagið í krónólógískri röð nýrra laga sem gerð eru út af örkinni. Sett á flot á öldum ljósvakans. Hið fyrra heitir Undir fót og slapp út í maí. En við erum nú barasta að fara rólega í yfirlýsingar um heilar hljómplötur, enda hefur tæplega nokkur maður einbeitingu í að hlusta á mörg lög í röð nú orðið. Eða eins og maður segir, þá setur maður einn bita upp í sig í einu, og passar að tyggja vel áður en lengra er haldið. Það er allavega ekki hollt að gúffa í sig,“ útskýrir Sigurður. Hjálmar koma fram á tónleikum á Húrra laugardaginn 5. september. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum því miður allir staddir erlendis um þessar mundir, og vonumst til að einhver sé til í að hlaupa í skarðið fyrir okkur,“ segir Sigurður Guðmundsson, meðlimur í reggíhljómsveitinni Hjálmum. Sveitin sendir frá sér nýtt lag í dag er ber heitið Hlauptu hratt, lag og texti eftir Þorstein Einarsson. Hægt er að sækja lagið frítt hér. Tilviljun ein ræður því að það kemur út rétt fyrir Reykjavíkurmaraþonið en þegar Hjálmar áttuðu sig á tengingu titilsins við maraþonið fannst þeim tilvalið að gefa öllum þeim sem hlaupa á laugardaginn, sem og öllum öðrum áhugasömum, eintak af laginu. „Öll okkar lög eru samin á hlaupum, enda er það trendið þessa dagana. Hins vegar þegar semja þarf textana, þá fá menn sér sæti, á hljóðlátum stað – opna eilítið fyrir vatnskranann og ímynda sér að þeir séu rétt í þann mund að koma í mark í maraþonhlaupi,“ segir Sigurður spurður um hvort lagið hafi verið samið á hlaupum. Hann er jafnframt nýkominn úr tónleikaferð með Erlend Oye sem Hjálmar störfuðu með um árið og gerðu með heila plötu. Nýja lagið er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér á árinu, en er ný plata í bígerð? „Samkvæmt nýjustu tölum, ef við á annað borð erum hrifin af þeim, þá er þetta lag jú annað lagið í krónólógískri röð nýrra laga sem gerð eru út af örkinni. Sett á flot á öldum ljósvakans. Hið fyrra heitir Undir fót og slapp út í maí. En við erum nú barasta að fara rólega í yfirlýsingar um heilar hljómplötur, enda hefur tæplega nokkur maður einbeitingu í að hlusta á mörg lög í röð nú orðið. Eða eins og maður segir, þá setur maður einn bita upp í sig í einu, og passar að tyggja vel áður en lengra er haldið. Það er allavega ekki hollt að gúffa í sig,“ útskýrir Sigurður. Hjálmar koma fram á tónleikum á Húrra laugardaginn 5. september.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira