Innlent

Björgunarsveitir sækja slasaða göngukonu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarsveitir eru nú að sækja konuna.
Björgunarsveitir eru nú að sækja konuna. vísir/stefán
Björgunarfélag Árborgar og Hjálparsveit skáta í Hveragerði sækja nú konu sem slasaðist á höfði er hún féll á göngu við Hengladalsá á Hellisheiði. Björgunarsveitir eru komnar á slysstaði ásamt áhöfn á sjúkrabíls frá Selfossi.

Konunni verður fylgt niður á Ölkelduhálsveg, þar sem sjúkrabíllinn bíður, og komið undir læknishendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×