Innlent

4.000 póstkort til atvinnuvegaráðuneytisins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá afhendingu póstkortanna í dag.
Frá afhendingu póstkortanna í dag. Vísir/Gunnar V. Andrésson
Atvinnuvegaráðuneytinu var í dag afhent alls 4.000 póstkort en sjálfboðaliðar frá Seeds samtökunum og fulltrúar hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík og í Reykjavík afhentu undirskriftirnar.

Í tilkynningu frá International Fund for Animal Welfare sem hefur haldið utan um undirskriftasöfnunina ásamt Hvalaskoðunarsamtökum Íslans segir að liðlega 300 sjálfboðaliðar frá 30 löndum hafa unnið að söfnunni sem er undir yfirskriftinni „Meet Us - Don't Eat us“. Markmið undirskriftarsöfnunnar er að fá stjórnvöld til að taka taka tillit til þeirra sjónarmiða að ekki skuli veiða hvali hér við land.

Vísir/Gunnar V. Andrésson
Verkefnið hófst árið 2011 og alls hafa safnast 67.870 undirskriftir. Verkefnið hefur einkum beinst að erlendum ferðamönnum sem vel flestir koma frá ríkjum sem andvíg eru viðskiptaveiðum á hval og með undirritun sinni hafa þeir heitið því að borða ekki hvalkjöt á Íslandi og um leið lýst þeim vilja sinum að hvalveiðum við Ísland verði hætt. Þá hafa um 5.000 Íslendingar tekið það frumkvæði að undirrita kortin.

Í tilkynningunni segir að hér sé um að ræða eina af stærri undirskriftarsöfnunum sem efnt hefur verið til á Íslandi og er það von aðstanda hennar að tekið verði tillit til sjónarmiða þeirra tugþúsunda sem þátt hafa tekið og með undirskrift sinni lýst vilja sínum til stefnubreytingar stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×