Innlent

Búið að losa hnúfubakinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Hnúfubakurinn sem hefur synt um Faxaflóann flæktur í net síðustu vikur hefur verið losaður. Í dag tókst að skera á netið og útlit er fyrir að hnúfubakurinn muni ná sér að fullu. Netið var farið að ganga inn í hold hans og skerða hreyfigetur.

Um helgina var farið í tvo leiðangra til að losa hnúfubakinn og komu fjölmargir aðilar að björguninni sjálfri og undirbúningi hennar. Á vef Matvælastofnunar eru nefnd hvalaskoðunarfyrirtæki, Landhelgisgæsla, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnu, Bristish Divers Marine Life Rescue og International Fund for Animal Welfare.

Sérþjálfað teymi frá tveimur síðastnefndu aðilunum sá um að leiða aðgerðirnar samkvæmt MAST.

Matvælastofnun hvetur almenning til að upplýsa stofnunina þegar dýr uppgötvast í neyð, þ.m.t. hvalir, en 7. grein laga um dýravelferð kveður á um hjálparskyldu allra þeirra sem verða varir við dýr sem eru sjúk, særð, í sjálfheldu eða bjargarlaus á annan hátt. Þegar um villt dýr er að ræða skal tilkynna það til lögreglu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×