Innlent

Loks byggt við Vesturbæjarskóla

Snærós Sindradóttir skrifar
Skólalóðin er vart svipur hjá sjón nú þegar tíu dagar eru í skólasetningu.
Skólalóðin er vart svipur hjá sjón nú þegar tíu dagar eru í skólasetningu. Fréttablaðið/Pjetur
Framkvæmdir við nýja viðbyggingu Vesturbæjarskóla munu hefjast síðar í þessum mánuði. Fyrirhugað er að viðbyggingin verði 1.340 fermetrar.

Stækkunar Vesturbæjarskóla hefur verið beðið með eftirvæntingu um margra ára skeið. Árið 2011 bárust fréttir af því að húsnæði skólans væri löngu sprungið. Það sama ár voru viðraðar hugmyndir um að flytja efsta bekk skólans í Hagaskóla.

Færanlegum skólastofum var komið fyrir á lóðinni við mikla gagnrýni foreldra sem bæði fundu að frágangi við húsin og að börnin væru aðþrengd við leik á lóðinni.

Áætlað er að taka viðbygginguna í gagnið síðla árs 2017. Í henni verður meðal annars hátíðarsalur, mötuneyti og fjórar almennar kennslustofur.

Þá verður á þriðju hæð hússins útisvæði þar sem hægt verður að rækta grænmeti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×