Hatursfull umræða og svartur húmor Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Íslendingar rita fordómafull ummæli um minnihlutahópa á spjallborði á netinu. fréttablaðið/pjetur Gestur spjallborðs sem Fréttablaðið hefur fjallað um í vikunni segir engan hatursáróður þar að finna heldur í versta falli hatursfulla umræðu. Á spjallborðinu er að finna ummæli Íslendinga sem níðast á flestum hugsanlegum minnihlutahópum. Spjallborðsgesturinn segir ummælin sögð í hálfkæringi í þessum menningarkima internetsins. Hann segir fólk blása upp skoðanir sínar til þess að hneyksla og vekja hlátur. Gesturinn segir að spjallborðsgestir taki dæmi, til dæmis um að blökkumenn séu með meiri glæpahneigð en hvítt fólk, sem hann segir satt samkvæmt opinberum bandarískum tölum, og ýki það upp án þess að vera á móti blökkumönnum.Sjá einnig: Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborðiGuðrún PétursdóttirHann segir ýkjurnar svo settar fram á öfgafullan hátt með orðalagi sem þætti ekki í lagi annars staðar á netinu. Gesturinn segir þetta án efa smekklaust en hluta af menningu spjallborðsins. Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur er ekki sammála fullyrðingu spjallborðsgestsins um glæpahneigð blökkumanna og kallar hana steypu. Fredrick Brennan„Þetta er margútskýrt. Þegar yfirvöld beina sjónum sínum að ákveðnum hóp svona mikið endurspegla tölurnar það. Ef þú stoppar bara svarta menn sem keyra of hratt sýnir tölfræðin að svartir keyra hraðar en hvítir,“ segir Guðrún.Sjá einnig: Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu „Meirihlutinn hefur byggt upp kerfi sem reynir að viðhalda stöðunni. Ég held að glæpatíðni sé ekki hærri hjá svörtu fólki heldur handtökurnar,“ segir Guðrún og bætir við að kerfið bæli minnihlutahópa niður og haldi þeim í áframhaldandi þrælahaldi, meðal annars með því að taka af þeim félagsleg réttindi eins og kosningarétt, sem maður missir við afbrot. Gesturinn segir spjallborðið vettvang til að ræða hin og þessi mál án þess að þaggað sé niður í fólki og segir innihaldið svartan húmor og kaldhæðni með hugmyndafræðilegum undirtónum. Eigandi spjallborðsins sem Íslendingarnir sækja, Fredrick Brennan, segir hatursáróður og kynþáttafordóma ekki brjóta gegn reglum síðu sinnar. Á síðunni getur hver sem er stofnað spjallborð um nærri hvað sem er á hvaða tungumáli sem er. Aðspurður hvort eitthvað sé bannað segir Brennan svo vera. „Barnaklám og sumt höfundarréttarvarið efni er tekið niður af síðunni.“ Hann segist þó ekki geta fylgst með allri umræðu á síðu sinni og hvort hún sé lögleg í landi þeirra sem á síðuna skrifa. „Ég hef ekki tíma til að fylgjast með kjánalegum lögum heimsins. Vissir þú að það er ólöglegt að vera feitur í Japan?“ spyr Brennan, þegar hann er spurður hvort hann viti að hatursáróður sé ólöglegur á Íslandi. Tengdar fréttir Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu Helgi Hrafn Gunnarsson segir í skásta falli gagnslaust að loka á hatursáróðurssíður og í versta falli skaðlegt. Hann segir síðurnar spretta upp aftur sé þeim lokað. Eigandi síðu sem hýsir íslenskt hatursáróðursspjallborð segir rasisma löglegan. 12. ágúst 2015 07:00 Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Íslendingar skrifa nafnlaus ummæli á spjallborði hýstu á erlendri síðu. Hatursáróður gegn konum, hinsegin fólki, múslimum og fleiri hópum er áberandi á síðunni. Óljóst er hvort hægt sé að loka umræddri síðu. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Gestur spjallborðs sem Fréttablaðið hefur fjallað um í vikunni segir engan hatursáróður þar að finna heldur í versta falli hatursfulla umræðu. Á spjallborðinu er að finna ummæli Íslendinga sem níðast á flestum hugsanlegum minnihlutahópum. Spjallborðsgesturinn segir ummælin sögð í hálfkæringi í þessum menningarkima internetsins. Hann segir fólk blása upp skoðanir sínar til þess að hneyksla og vekja hlátur. Gesturinn segir að spjallborðsgestir taki dæmi, til dæmis um að blökkumenn séu með meiri glæpahneigð en hvítt fólk, sem hann segir satt samkvæmt opinberum bandarískum tölum, og ýki það upp án þess að vera á móti blökkumönnum.Sjá einnig: Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborðiGuðrún PétursdóttirHann segir ýkjurnar svo settar fram á öfgafullan hátt með orðalagi sem þætti ekki í lagi annars staðar á netinu. Gesturinn segir þetta án efa smekklaust en hluta af menningu spjallborðsins. Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur er ekki sammála fullyrðingu spjallborðsgestsins um glæpahneigð blökkumanna og kallar hana steypu. Fredrick Brennan„Þetta er margútskýrt. Þegar yfirvöld beina sjónum sínum að ákveðnum hóp svona mikið endurspegla tölurnar það. Ef þú stoppar bara svarta menn sem keyra of hratt sýnir tölfræðin að svartir keyra hraðar en hvítir,“ segir Guðrún.Sjá einnig: Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu „Meirihlutinn hefur byggt upp kerfi sem reynir að viðhalda stöðunni. Ég held að glæpatíðni sé ekki hærri hjá svörtu fólki heldur handtökurnar,“ segir Guðrún og bætir við að kerfið bæli minnihlutahópa niður og haldi þeim í áframhaldandi þrælahaldi, meðal annars með því að taka af þeim félagsleg réttindi eins og kosningarétt, sem maður missir við afbrot. Gesturinn segir spjallborðið vettvang til að ræða hin og þessi mál án þess að þaggað sé niður í fólki og segir innihaldið svartan húmor og kaldhæðni með hugmyndafræðilegum undirtónum. Eigandi spjallborðsins sem Íslendingarnir sækja, Fredrick Brennan, segir hatursáróður og kynþáttafordóma ekki brjóta gegn reglum síðu sinnar. Á síðunni getur hver sem er stofnað spjallborð um nærri hvað sem er á hvaða tungumáli sem er. Aðspurður hvort eitthvað sé bannað segir Brennan svo vera. „Barnaklám og sumt höfundarréttarvarið efni er tekið niður af síðunni.“ Hann segist þó ekki geta fylgst með allri umræðu á síðu sinni og hvort hún sé lögleg í landi þeirra sem á síðuna skrifa. „Ég hef ekki tíma til að fylgjast með kjánalegum lögum heimsins. Vissir þú að það er ólöglegt að vera feitur í Japan?“ spyr Brennan, þegar hann er spurður hvort hann viti að hatursáróður sé ólöglegur á Íslandi.
Tengdar fréttir Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu Helgi Hrafn Gunnarsson segir í skásta falli gagnslaust að loka á hatursáróðurssíður og í versta falli skaðlegt. Hann segir síðurnar spretta upp aftur sé þeim lokað. Eigandi síðu sem hýsir íslenskt hatursáróðursspjallborð segir rasisma löglegan. 12. ágúst 2015 07:00 Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Íslendingar skrifa nafnlaus ummæli á spjallborði hýstu á erlendri síðu. Hatursáróður gegn konum, hinsegin fólki, múslimum og fleiri hópum er áberandi á síðunni. Óljóst er hvort hægt sé að loka umræddri síðu. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu Helgi Hrafn Gunnarsson segir í skásta falli gagnslaust að loka á hatursáróðurssíður og í versta falli skaðlegt. Hann segir síðurnar spretta upp aftur sé þeim lokað. Eigandi síðu sem hýsir íslenskt hatursáróðursspjallborð segir rasisma löglegan. 12. ágúst 2015 07:00
Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Íslendingar skrifa nafnlaus ummæli á spjallborði hýstu á erlendri síðu. Hatursáróður gegn konum, hinsegin fólki, múslimum og fleiri hópum er áberandi á síðunni. Óljóst er hvort hægt sé að loka umræddri síðu. 10. ágúst 2015 07:00