Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Helgi Hrafn Gunnarsson segir í versta falli skaðlegt og í skásta falli gagnslaust að loka á hatursáróðurssíður. Fréttablaðið/vilhelm „Að loka á þessa síðu er í skásta falli gagnslaust og í versta falli beinlínis skaðlegt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, um spjallborð sem Vísir fjallaði um á mánudag. Á spjallborðinu deila Íslendingar hatursfullum skoðunum en spjallborðið er hýst á bandarískri vefsíðu. „Það er alltaf vandamál að ætla að stjórna efni á netinu. Ef þú ætlar að loka á efnið verður það að eltingaleik sem er ekki hægt að vinna nema með samstarfi lögregluyfirvalda. Samstarfið þarf að vera byggt á því að nota hefðbundnar rannsóknarheimildir. Þannig er til dæmis tekist á við barnaklám. Maður nær ekki í glæpamann með því að loka á vefsíður,“ segir Helgi.Sjá einnig: Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði „Þegar kemur að hatursáróðri er ekki ljóst við hvað er átt. Það er dæmigert vandamál. Ef um er að ræða tjáningu sem veldur réttmætum ótta ber að rannsaka það sem lögreglumál,“ bætir Helgi við.Fredrick BrennanHelgi segir tilgangslaust að loka á vefsíðu sem þessa þar sem sami hópur muni koma saman á annarri vefsíðu, eða sækja sömu vefsíðu með krókaleiðum, og ræða sömu mál. „Skoðanirnar verða áfram til án samfélagslegrar gagnrýni. Umræðan mun þá fara fram án þess að fólk sem er á móti þessum skoðunum tjái sig,“ segir Helgi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Ef fólk vill fara að loka svona vefsvæðum því þar finnst hatursáróður, hvar dregur maður línuna? Ætlar maður að banna biblíuvers þar sem fjöldamorð eru réttlætt, eða banna kóraninn? Ætlarðu að banna vefsíður þar sem fólk er raunverulega að takast á um dauðarefsingar eða hvort herveldi megi pynta fanga? Hvar ætlar fólk að setja mörkin milli þess sem því finnst óþægilegt og ógeðslegt og hins vegar mikilvægrar umræðu um erfiðustu mál samtímans? Erfiðustu mál samtímans verða alltaf ógeðsleg,“ segir Helgi. Eigandi síðunnar sem hýsir spjallborðið, Fredrick Brennan, er tvítugur Bandaríkjamaður. „Rasismi er ekki ólöglegur í mínu landi, negri,“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína um fréttina sem birtist á mánudag. Tengdar fréttir Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Íslendingar skrifa nafnlaus ummæli á spjallborði hýstu á erlendri síðu. Hatursáróður gegn konum, hinsegin fólki, múslimum og fleiri hópum er áberandi á síðunni. Óljóst er hvort hægt sé að loka umræddri síðu. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
„Að loka á þessa síðu er í skásta falli gagnslaust og í versta falli beinlínis skaðlegt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, um spjallborð sem Vísir fjallaði um á mánudag. Á spjallborðinu deila Íslendingar hatursfullum skoðunum en spjallborðið er hýst á bandarískri vefsíðu. „Það er alltaf vandamál að ætla að stjórna efni á netinu. Ef þú ætlar að loka á efnið verður það að eltingaleik sem er ekki hægt að vinna nema með samstarfi lögregluyfirvalda. Samstarfið þarf að vera byggt á því að nota hefðbundnar rannsóknarheimildir. Þannig er til dæmis tekist á við barnaklám. Maður nær ekki í glæpamann með því að loka á vefsíður,“ segir Helgi.Sjá einnig: Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði „Þegar kemur að hatursáróðri er ekki ljóst við hvað er átt. Það er dæmigert vandamál. Ef um er að ræða tjáningu sem veldur réttmætum ótta ber að rannsaka það sem lögreglumál,“ bætir Helgi við.Fredrick BrennanHelgi segir tilgangslaust að loka á vefsíðu sem þessa þar sem sami hópur muni koma saman á annarri vefsíðu, eða sækja sömu vefsíðu með krókaleiðum, og ræða sömu mál. „Skoðanirnar verða áfram til án samfélagslegrar gagnrýni. Umræðan mun þá fara fram án þess að fólk sem er á móti þessum skoðunum tjái sig,“ segir Helgi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Ef fólk vill fara að loka svona vefsvæðum því þar finnst hatursáróður, hvar dregur maður línuna? Ætlar maður að banna biblíuvers þar sem fjöldamorð eru réttlætt, eða banna kóraninn? Ætlarðu að banna vefsíður þar sem fólk er raunverulega að takast á um dauðarefsingar eða hvort herveldi megi pynta fanga? Hvar ætlar fólk að setja mörkin milli þess sem því finnst óþægilegt og ógeðslegt og hins vegar mikilvægrar umræðu um erfiðustu mál samtímans? Erfiðustu mál samtímans verða alltaf ógeðsleg,“ segir Helgi. Eigandi síðunnar sem hýsir spjallborðið, Fredrick Brennan, er tvítugur Bandaríkjamaður. „Rasismi er ekki ólöglegur í mínu landi, negri,“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína um fréttina sem birtist á mánudag.
Tengdar fréttir Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Íslendingar skrifa nafnlaus ummæli á spjallborði hýstu á erlendri síðu. Hatursáróður gegn konum, hinsegin fólki, múslimum og fleiri hópum er áberandi á síðunni. Óljóst er hvort hægt sé að loka umræddri síðu. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Íslendingar skrifa nafnlaus ummæli á spjallborði hýstu á erlendri síðu. Hatursáróður gegn konum, hinsegin fólki, múslimum og fleiri hópum er áberandi á síðunni. Óljóst er hvort hægt sé að loka umræddri síðu. 10. ágúst 2015 07:00