Innlent

Umferð um undirgöng við Aðaltún beint um hjáleið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hægt verður á umferð um Aðaltún vegna framkvæmda.
Hægt verður á umferð um Aðaltún vegna framkvæmda. Vísir/Hörður
Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg til móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er umferð þar beint um hjáleið. Hraði er tekinn niður í 50 kílómetra á klukkustund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.  

„Áætlað er að nota þurfi hjáleiðina fram yfir miðjan september og að framkvæmdum ljúki í nóvember.                   

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×