Segir Vinnumálastofnun ekkert nema umbúðirnar Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2015 14:12 Formaður Vélstjóra og málmtæknimanna segir dæmi um að útlendir verktakar vinni störf í álverinu á mun verri kjörum en íslenskir kjarasamningar geri ráð fyrir. Eftirlit Vinnumálastofnunar í þessum efnum sé ónýtt enda sé stofnuninni ekkert nema umbúðirnar. Stóra bitbeinið í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna í álverinu í Straumsvík við fyrirtækið hefur verið krafa þess um aukna verktöku. Guðmundur Ragnarsson formaður Vélstjóra og málmtæknimanna sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að launakrafan væri í grunninn sú sama og samið hefði verið um á almennum vinnumarkaði. Með kröfu sinni um aukna verktöku væri Ísal ekki að virða þær fórnir sem starfsfólk hefði lagt á sig á undanförnum árum. „Það má ekki gleyma því að það er búið að fækka þarna um fimmtíu stöðugildi frá því samningurinn var gerður 2011, síðasti kjarasamningur. Það er orðið mikið álag á starfsfólkinu þarna,“ segir Guðmundur. Í stað þess að meta þetta væru starfsmenn minntir á viðbótarmánuð sem þeim hafi verið greiddur eftir hrunið 2009 eða fyrir sex árum. Guðmundur sagði að nú þegar væru dæmi um að útlendingar ynnu störf í álverinu í gegnum verktöku en illa væri fylgst með kjörum þeirra. „Vinnumálastofnun í dag er algerlega lömuð. Hún á að fylgjast með þessum starfsmannaleigum og tryggja að enginn af þessum erlendu aðilum komi að vinna hér öðruvísi en á lágmarkskjörum ,“ segir Guðmundur og á þar við íslenska kjarasamninga. Hann hafi heyrt dæmi um að þessir erlendu starfsmenn væru á mun verri kjörum en þeir íslensku málmiðnaðarmenn t.d. sem ynnu hjá álverinu. „Við erum að tala um tölur sem ég veit af en ég ætla ekki að setja fram beint hér,“ segir Guðmundur.Tvö hundruð þúsund eða eitthvað slíkt?„Aðeins kannski yfir það,“ segir Guðmundur Verkalýðsfélögin í álverinu hafi reynt að fá svör frá Vinnumálastofnun frá því í vor um umsvif erlendra starfsmannaleiga hér á landi en fátt verið um svör. Til að mynda hafi vefur Vinnumálastofnunar fyrir útlendar starfsmannaleigur til að skrá sig legið niðri frá því í vor. Þetta komi niður á eftirlitinu og í raun sé Vinnumálastofnun ónýt sem eftirlitsaðili. „Áður en menn fara að gefa eitthvað eftir þarf eftirlitið að komast í lag. En það er náttúrlega með Vinnumálastofnun eins og margar opinberar stofnanir á Íslandi í dag. Þetta er ekkert nema umbúðirnar. Það er ekkert innihald. Það er búið að skera niður allt fjármagn. Það er ekki starfsfólk til að sinna einu né neinu,“ sagði Guðmundur Ragnarsson í Bítinu í morgun. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Formaður Vélstjóra og málmtæknimanna segir dæmi um að útlendir verktakar vinni störf í álverinu á mun verri kjörum en íslenskir kjarasamningar geri ráð fyrir. Eftirlit Vinnumálastofnunar í þessum efnum sé ónýtt enda sé stofnuninni ekkert nema umbúðirnar. Stóra bitbeinið í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna í álverinu í Straumsvík við fyrirtækið hefur verið krafa þess um aukna verktöku. Guðmundur Ragnarsson formaður Vélstjóra og málmtæknimanna sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að launakrafan væri í grunninn sú sama og samið hefði verið um á almennum vinnumarkaði. Með kröfu sinni um aukna verktöku væri Ísal ekki að virða þær fórnir sem starfsfólk hefði lagt á sig á undanförnum árum. „Það má ekki gleyma því að það er búið að fækka þarna um fimmtíu stöðugildi frá því samningurinn var gerður 2011, síðasti kjarasamningur. Það er orðið mikið álag á starfsfólkinu þarna,“ segir Guðmundur. Í stað þess að meta þetta væru starfsmenn minntir á viðbótarmánuð sem þeim hafi verið greiddur eftir hrunið 2009 eða fyrir sex árum. Guðmundur sagði að nú þegar væru dæmi um að útlendingar ynnu störf í álverinu í gegnum verktöku en illa væri fylgst með kjörum þeirra. „Vinnumálastofnun í dag er algerlega lömuð. Hún á að fylgjast með þessum starfsmannaleigum og tryggja að enginn af þessum erlendu aðilum komi að vinna hér öðruvísi en á lágmarkskjörum ,“ segir Guðmundur og á þar við íslenska kjarasamninga. Hann hafi heyrt dæmi um að þessir erlendu starfsmenn væru á mun verri kjörum en þeir íslensku málmiðnaðarmenn t.d. sem ynnu hjá álverinu. „Við erum að tala um tölur sem ég veit af en ég ætla ekki að setja fram beint hér,“ segir Guðmundur.Tvö hundruð þúsund eða eitthvað slíkt?„Aðeins kannski yfir það,“ segir Guðmundur Verkalýðsfélögin í álverinu hafi reynt að fá svör frá Vinnumálastofnun frá því í vor um umsvif erlendra starfsmannaleiga hér á landi en fátt verið um svör. Til að mynda hafi vefur Vinnumálastofnunar fyrir útlendar starfsmannaleigur til að skrá sig legið niðri frá því í vor. Þetta komi niður á eftirlitinu og í raun sé Vinnumálastofnun ónýt sem eftirlitsaðili. „Áður en menn fara að gefa eitthvað eftir þarf eftirlitið að komast í lag. En það er náttúrlega með Vinnumálastofnun eins og margar opinberar stofnanir á Íslandi í dag. Þetta er ekkert nema umbúðirnar. Það er ekkert innihald. Það er búið að skera niður allt fjármagn. Það er ekki starfsfólk til að sinna einu né neinu,“ sagði Guðmundur Ragnarsson í Bítinu í morgun.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira