Safna stigum eins og meistaralið Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2015 06:00 Tvíeykið Vardy og Mahrez hefur gert vörnum andstæðinga Leicester lífið leitt í vetur. vísir/getty Leicester City situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar 16 umferðum er lokið. Fótboltaáhugamenn og spekingar úti um allan heim bíða eftir því að Refirnir taki hina víðfrægu dýfu niður á við en hún virðist ekkert á leiðinni. Leicester er heldur ekkert bara að spila vel á þessu tímabili heldur hófst uppgangurinn í apríl þegar liðið bjargaði sér frá falli á síðustu leiktíð. Leicester átti að falla í fyrra og var ekki spáð góðu gengi þegar farandverkamaðurinn Claudio Ranieri var ráðinn til starfa fyrir Nigel Pearson í sumar. Ítalinn hefur byggt á góðum grunni og með viljann að vopni og tvo heitustu framherja Evrópu í miklu stuði virðast Leicester-liðinu allir vegir færir.2,28 stig í leik Leicester var á botni ensku úrvalsdeildarinnar þegar nýtt ár gekk í garð. Það eitt á að þýða fall í fræðum ensku úrvalsdeildarinnar. Nýtt ár byrjaði heldur ekki vel. Leicester vann aðeins einn leik af fyrstu tíu á árinu 2015 og tapaði sex. Liðið var enn í botnsætinu 4. apríl þegar uppsveiflan hófst. Refirnir fóru á mikinn skrið. Þeir unnu sjö af síðustu níu leikjum tímabilsins og töpuðu aðeins einum. Árangur Leicester-liðsins nær nefnilega aftur til fjórða apríl en síðan þá er liðið búið að vinna 17 leiki af síðustu 25 og tapa aðeins tveimur. Leicester er búið að safna 57 stigum í síðustu 25 leikjum ef síðustu níu á síðasta tímabili eru teknir með. Það gerir 2,28 stig í leik sem eru meistaratölur. Leicester er að safna 2,18 stigum að meðaltali á þessu tímabili en oftast er talað um að meistaralið þurfi að fá að meðaltali tvö stig í leik. Þetta er Leicester búið að gera í 25 leikjum og enn er beðið eftir dýfunni.Herramaðurinn Claudio Ranieri.vísir/gettyByggt á sama grunni Árangur Leicester á tímabilinu er einnig merkilegur fyrir þær sakir að liðið fann enga fjársjóði í sumar. Sjö leikmenn sem byrjuðu síðasta leikinn á síðustu leiktíð voru í byrjunarliðinu þegar liðið vann Chelsea á mánudagskvöldið. Í heildina eru sjö leikmenn sem voru hjá liðinu á síðasta tímabili búnir að spila að minnsta kosti 14 af 16 leikjum Leicester. Claudio Ranieri fékk ekki góðar viðtökur þegar hann var ráðinn enda búinn að hoppa á milli starfa síðan hann var rekinn frá Chelsea fyrir rúmum áratug. Síðast var hann landsliðsþjálfari Grikklands og tapaði fyrir Færeyjum. Er nema von að Gary Lineker, Leicester-goðsögn og fjölmiðlamaður á Englandi, skrifaði á Twitter-síðu sína þegar Ítalinn var ráðinn: „Ranieri? Í alvöru?“ Ranieri er mikill vinnuþjarkur og er úti á æfingasvæði Leicester á hverjum degi og tekur virkan þátt í æfingum liðsins. Hann er mikill herramaður og vinsæll á meðal blaðamanna á Englandi fyrir fádæma kurteisi, en hann gerir til dæmis í því að heilsa öllum blaðamönnum með handabandi á hverjum einasta blaðamannafundi. Herramaður en herforingi.Einföld en góð leið Ranieri bætti ekki miklu við liðið en hefur þess í stað betrumbætt öfluga spilamennsku Leicester sem liðið var að sýna undir lok síðasta tímabils. Ítalinn er mikill taktíker og fótboltaheili en passar þó að gera hlutina mátulega einfalda með Leicester-liðið og það virkar. Hvað með leikstílinn? Leicester vill ekkert endilega gera hlutina með boltann og það er allt í lagi. Jürgen Klopp vann tvo Þýskalandsmeistaratitla og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með pressutaktík. Oft er talað um að það að halda boltanum sé lykillinn að árangri en á meðan til dæmis lið eins og Manchester United gerir varla neitt annað en að halda boltanum er Leicester mun beinskeyttara lið. Aðeins Sunderland og West Brom halda boltanum verr en Leicester og þá eru refirnir mjög neðarlega á töflunni yfir heppnaðar sendingar. Ranieri vill ekkert dúlla með boltann heldur sækja beint fram en ekki gefa boltann til hliðar. Pressan sem liðið beitir svínvirkar með dugnaðarforka í liðinu eins og Jamie Vardy og Riyad Mahrez sem eru í fremstu víglínu. Leicester er búið að vinna flesta bolta allra liða í ensku úrvalsdeildinni og bara Tottenham og Liverpool hafa unnið fleiri tæklingar. Leicester vinnur boltann framarlega á vellinum og sækir á markið. Einföld uppskrift sem virkar.fréttablaðiðBatman og Robin Ef þú ætlar að vera á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þarftu töframenn sem geta galdrað fram mörk og stoðsendingar að staðaldri. Stóru liðin leita uppi töframenn í Las Vegas leikmannamarkaðarins en Leicester þarf að leita að mönnum sem stunda spilagaldra á götuhorni. Og stundum eru þeir menn sem einfaldlega biðu eftir tækifærinu. Þá komum við að Batman og Robin Leicester-liðsins: Jamie Vardy og Riyad Mahrez. Englendingurinn sem var í utandeild Englands fyrir þremur árum og Alsíringurinn sem kom úr frönsku 2. deildinni fyrir tveimur árum. Þessir strákar kostuðu Leicester samtals 1.350.000 punda sem er nálægt mánaðarlaunum Wayne Rooney. Vardy er markahæstur í deildinni, búinn að skora 15 mörk í 16 leikjum. Þessi 28 ára gamli Englendingur er búinn að skora í 13 af 16 leikjum deildarinnar og leggja upp í hinum þremur. Leicester hefur ekki spilað leik án þess að Vardy skori eða leggi upp. Mahrez er engu síðri. Hann er búinn að skora ellefu mörk í fimmtán leikjum og gefa sex stoðsendingar. Aðeins fjórum sinnum á tímabilinu hefur hann ekki skorað eða lagt upp mark. Vardy fann Leicester hjá Fleetwood Town, neðri- og utandeildarmarkaskorari sem beið eftir tækifærinu á stóra sviðinu. Mahrez er fæddur í Sarcelles, ofbeldisfullu úthverfi Parísar þar sem hann átti erfiða æsku og missti föður sinn þegar hann var fimmtán ára. Alsíringurinn hét því að láta það ekki buga sig heldur hvetja sig til frekari dáða. Hann er í dag einn besti leikmaður sterkustu deildar heims.Af hverju dýfa? Leicester nýtur engrar virðingar sem topplið, ekkert frekar en önnur spútniklið í gegnum tíðina. Ensku blöðin miða allt út frá hversu langt það er frá liðinu í fjórða sæti og gefa því þannig möguleika á Meistaradeildarsæti. Meira er það ekki. Enska úrvalsdeildin er auðvitað langhlaup en ekki spretthlaup. Leicester gafst þó frekar augljóslega ekki upp eftir 800 metra heldur kom það fyrst í mark eftir 3.000 metrana. Hvort það haldi út er svo spurningin. „Leicester mun taka dýfu,“ er algengasta setningin þegar talað er um enska boltann í dag. Það veðja allir á móti lærisveinum Ranieris þrátt fyrir að þeir séu búnir að spila og safna stigum eins og meistaralið í síðustu 25 leikjum. Auðvitað þarf liðið að vera áfram heppið með meiðsli og helst að bæta við sig einum eða tveimur sterkum leikmönnum í janúar. Jólatörnin er vanalega prófsteinn góðra liða. Hvergi í Evrópu reynir jafn mikið á lið í nokkurri deild. Leicester gaf samt skít í jólin í fyrra. Það var á botninum eftir jólatörnina í fyrra og átti að falla. Nú er liðið í baráttu um Englandsmeistaratitilinn þegar hátíðarnar ganga í garð. Við sjáum hvar refirnir verða í byrjun árs en þangað til er líklega rétt að tala um Leicester af aðeins meiri virðingu. Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Leicester City situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar 16 umferðum er lokið. Fótboltaáhugamenn og spekingar úti um allan heim bíða eftir því að Refirnir taki hina víðfrægu dýfu niður á við en hún virðist ekkert á leiðinni. Leicester er heldur ekkert bara að spila vel á þessu tímabili heldur hófst uppgangurinn í apríl þegar liðið bjargaði sér frá falli á síðustu leiktíð. Leicester átti að falla í fyrra og var ekki spáð góðu gengi þegar farandverkamaðurinn Claudio Ranieri var ráðinn til starfa fyrir Nigel Pearson í sumar. Ítalinn hefur byggt á góðum grunni og með viljann að vopni og tvo heitustu framherja Evrópu í miklu stuði virðast Leicester-liðinu allir vegir færir.2,28 stig í leik Leicester var á botni ensku úrvalsdeildarinnar þegar nýtt ár gekk í garð. Það eitt á að þýða fall í fræðum ensku úrvalsdeildarinnar. Nýtt ár byrjaði heldur ekki vel. Leicester vann aðeins einn leik af fyrstu tíu á árinu 2015 og tapaði sex. Liðið var enn í botnsætinu 4. apríl þegar uppsveiflan hófst. Refirnir fóru á mikinn skrið. Þeir unnu sjö af síðustu níu leikjum tímabilsins og töpuðu aðeins einum. Árangur Leicester-liðsins nær nefnilega aftur til fjórða apríl en síðan þá er liðið búið að vinna 17 leiki af síðustu 25 og tapa aðeins tveimur. Leicester er búið að safna 57 stigum í síðustu 25 leikjum ef síðustu níu á síðasta tímabili eru teknir með. Það gerir 2,28 stig í leik sem eru meistaratölur. Leicester er að safna 2,18 stigum að meðaltali á þessu tímabili en oftast er talað um að meistaralið þurfi að fá að meðaltali tvö stig í leik. Þetta er Leicester búið að gera í 25 leikjum og enn er beðið eftir dýfunni.Herramaðurinn Claudio Ranieri.vísir/gettyByggt á sama grunni Árangur Leicester á tímabilinu er einnig merkilegur fyrir þær sakir að liðið fann enga fjársjóði í sumar. Sjö leikmenn sem byrjuðu síðasta leikinn á síðustu leiktíð voru í byrjunarliðinu þegar liðið vann Chelsea á mánudagskvöldið. Í heildina eru sjö leikmenn sem voru hjá liðinu á síðasta tímabili búnir að spila að minnsta kosti 14 af 16 leikjum Leicester. Claudio Ranieri fékk ekki góðar viðtökur þegar hann var ráðinn enda búinn að hoppa á milli starfa síðan hann var rekinn frá Chelsea fyrir rúmum áratug. Síðast var hann landsliðsþjálfari Grikklands og tapaði fyrir Færeyjum. Er nema von að Gary Lineker, Leicester-goðsögn og fjölmiðlamaður á Englandi, skrifaði á Twitter-síðu sína þegar Ítalinn var ráðinn: „Ranieri? Í alvöru?“ Ranieri er mikill vinnuþjarkur og er úti á æfingasvæði Leicester á hverjum degi og tekur virkan þátt í æfingum liðsins. Hann er mikill herramaður og vinsæll á meðal blaðamanna á Englandi fyrir fádæma kurteisi, en hann gerir til dæmis í því að heilsa öllum blaðamönnum með handabandi á hverjum einasta blaðamannafundi. Herramaður en herforingi.Einföld en góð leið Ranieri bætti ekki miklu við liðið en hefur þess í stað betrumbætt öfluga spilamennsku Leicester sem liðið var að sýna undir lok síðasta tímabils. Ítalinn er mikill taktíker og fótboltaheili en passar þó að gera hlutina mátulega einfalda með Leicester-liðið og það virkar. Hvað með leikstílinn? Leicester vill ekkert endilega gera hlutina með boltann og það er allt í lagi. Jürgen Klopp vann tvo Þýskalandsmeistaratitla og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með pressutaktík. Oft er talað um að það að halda boltanum sé lykillinn að árangri en á meðan til dæmis lið eins og Manchester United gerir varla neitt annað en að halda boltanum er Leicester mun beinskeyttara lið. Aðeins Sunderland og West Brom halda boltanum verr en Leicester og þá eru refirnir mjög neðarlega á töflunni yfir heppnaðar sendingar. Ranieri vill ekkert dúlla með boltann heldur sækja beint fram en ekki gefa boltann til hliðar. Pressan sem liðið beitir svínvirkar með dugnaðarforka í liðinu eins og Jamie Vardy og Riyad Mahrez sem eru í fremstu víglínu. Leicester er búið að vinna flesta bolta allra liða í ensku úrvalsdeildinni og bara Tottenham og Liverpool hafa unnið fleiri tæklingar. Leicester vinnur boltann framarlega á vellinum og sækir á markið. Einföld uppskrift sem virkar.fréttablaðiðBatman og Robin Ef þú ætlar að vera á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þarftu töframenn sem geta galdrað fram mörk og stoðsendingar að staðaldri. Stóru liðin leita uppi töframenn í Las Vegas leikmannamarkaðarins en Leicester þarf að leita að mönnum sem stunda spilagaldra á götuhorni. Og stundum eru þeir menn sem einfaldlega biðu eftir tækifærinu. Þá komum við að Batman og Robin Leicester-liðsins: Jamie Vardy og Riyad Mahrez. Englendingurinn sem var í utandeild Englands fyrir þremur árum og Alsíringurinn sem kom úr frönsku 2. deildinni fyrir tveimur árum. Þessir strákar kostuðu Leicester samtals 1.350.000 punda sem er nálægt mánaðarlaunum Wayne Rooney. Vardy er markahæstur í deildinni, búinn að skora 15 mörk í 16 leikjum. Þessi 28 ára gamli Englendingur er búinn að skora í 13 af 16 leikjum deildarinnar og leggja upp í hinum þremur. Leicester hefur ekki spilað leik án þess að Vardy skori eða leggi upp. Mahrez er engu síðri. Hann er búinn að skora ellefu mörk í fimmtán leikjum og gefa sex stoðsendingar. Aðeins fjórum sinnum á tímabilinu hefur hann ekki skorað eða lagt upp mark. Vardy fann Leicester hjá Fleetwood Town, neðri- og utandeildarmarkaskorari sem beið eftir tækifærinu á stóra sviðinu. Mahrez er fæddur í Sarcelles, ofbeldisfullu úthverfi Parísar þar sem hann átti erfiða æsku og missti föður sinn þegar hann var fimmtán ára. Alsíringurinn hét því að láta það ekki buga sig heldur hvetja sig til frekari dáða. Hann er í dag einn besti leikmaður sterkustu deildar heims.Af hverju dýfa? Leicester nýtur engrar virðingar sem topplið, ekkert frekar en önnur spútniklið í gegnum tíðina. Ensku blöðin miða allt út frá hversu langt það er frá liðinu í fjórða sæti og gefa því þannig möguleika á Meistaradeildarsæti. Meira er það ekki. Enska úrvalsdeildin er auðvitað langhlaup en ekki spretthlaup. Leicester gafst þó frekar augljóslega ekki upp eftir 800 metra heldur kom það fyrst í mark eftir 3.000 metrana. Hvort það haldi út er svo spurningin. „Leicester mun taka dýfu,“ er algengasta setningin þegar talað er um enska boltann í dag. Það veðja allir á móti lærisveinum Ranieris þrátt fyrir að þeir séu búnir að spila og safna stigum eins og meistaralið í síðustu 25 leikjum. Auðvitað þarf liðið að vera áfram heppið með meiðsli og helst að bæta við sig einum eða tveimur sterkum leikmönnum í janúar. Jólatörnin er vanalega prófsteinn góðra liða. Hvergi í Evrópu reynir jafn mikið á lið í nokkurri deild. Leicester gaf samt skít í jólin í fyrra. Það var á botninum eftir jólatörnina í fyrra og átti að falla. Nú er liðið í baráttu um Englandsmeistaratitilinn þegar hátíðarnar ganga í garð. Við sjáum hvar refirnir verða í byrjun árs en þangað til er líklega rétt að tala um Leicester af aðeins meiri virðingu.
Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira