Innlent

Vestfirðingur á sjötugsaldri þarf að sitja inni í þrjá mánuði fyrir vörslu á barnaklámi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Var dómurinn í héraði staðfestur að öllu leyit nema að ein fartölva var ekki gerð upptæk.
Var dómurinn í héraði staðfestur að öllu leyit nema að ein fartölva var ekki gerð upptæk. Vísir/Pjetur
Hæstiréttur hefur staðfest fimmtán mánaða dóm yfir Lína Hannesi Sigurðssyni, 67 ára gömlum karlmanni, frá því í Héraðsdómi Vestfjarða í maí síðastliðnum. Líni var dæmdur fyrir vörslu á miklu magni barnakláms á formi hreyfimynda og ljósmynda. Dómur var kveðinn upp í dag. Tólf mánuðir eru óskilorðsbundnir þannig að Línu þarf að óbreyttu að sitja inni í þrjá mánuði.Bæði var um íslenskt efni að ræða og erlent. Var dómurinn að öllu leyti staðfestur nema að því leyti að ekki var gerð upptæk ein fartölva. Við ákvörðun fangelsisvistar var tekið tillit til þess að Líni hafði ekki áður hlotið dóm og hve langan tíma málið tók í kerfinu.Við húsleit á heimili hans í febrúar 2013 var lagt hald á tölvur, á annan tug harðra diska og minniskubba sem innihéldu samtals 34.837 ljósmyndir og 585 hreyfimyndir sem sýndu börn, eða fullorðna einstaklinga í hlutverki barna, á kynferðislegan og klámfengan hátt. Í dómnum kemur að að miklu leyti var um sama efnið að ræða á ólíkum tölvum og diskum.Sagðist ætla að koma gögnunum til lögreglu

Hluti af vörn Lína fyrir dómi var sú að hann hefði safnað efninu saman til að geta komið því áleiðis til lögreglu eftir að hafa séð umfjöllun Kastljóss um barnaklám.Sex konur kærðu Lína fyrir kynferðisbrot í ársbyrjun 2013 en ekki var gefin út ákæra í neinu málanna. Fjögur málanna voru felld niður sumarið 2014 og ríkissaksóknari felldi tvö síðustu niður í janúar í fyrra að lokinni rannsókn þar sem ekki þótti líklegt að málsmeðferð myndi leiða til sakfellingar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.