„Þeir sem leggjast á börn hætta ekkert endilega eftir eitt barn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2014 20:00 Í upphafi ársins 2013 kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir, ein kvennanna sem kærði, segist hafa verið barn að aldri þegar brotið var á henni. Hún segir orðróminn um kynferðisbrot mannins lengi hafa verið á vörum fólks en samfélagið í bænum hafi snúið blindu auga að gjörðum mannsins. Hrafnhildur segir alltaf rétta tímann til að segja frá, þó mál af þessum toga séu fyrnd. Málið vatt upp á sig þegar móðir Hrafnhildar og systir hennar tjáðu dætrum sínum að þær hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu bróður síns. Í kjölfarið á því máli kom í ljós að dætur þeirra sögðust einnig hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu annars manns í fjölskyldunni. Hrafnhildur hafði í rúm 20 ár burðast með leyndarmál sem hún sagði fyrst frá eftir símtal við móður sína í ársbyrjun 2013. „Þetta er náttúrulega búin að vera bara hræðileg sorg, fjölskyldan er algjörlega splundruð öll, og ekki bara út frá einu máli heldur út frá tveimur málum,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur, systur hennar tvær og frænka kærðu manninn sem hafði misnotað þær til lögreglu. Í kjölfarið á þessum kærum bárust tvær kærur til viðbótar. Mál Hrafnhildar, systra hennar og frænku eru fyrnd. Þrátt fyrir að Hrafnhildur hafi vitað að svo væri þegar hún lagði kæruna fram átti hún von á að sú ákvörðun myndi hafa meiri áhrif. „Það samfélag sem hann lifir í, á Þingeyri, það er eins og það snúi bara blindu auga að honum. Maðurinn fær bara að halda áfram sínu daglega lífi og hann gengur bara sáttur um. Barn hlaupandi upp stigann hjá honum og öllum finnst þetta eðlilegt. Ég var orðin svo reið vegna þess að hann gæti bara haldið áfram lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Ef þú kemur bara fram við einstaklinginn eins og hann hafi gert neitt rangt þá er það bara það sama og að samþykkja þetta,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að þó enginn vilji bera ábyrgð þá beri samfélagið allt ábyrgð í svona málum. Rætt er við Hrafnhildi og Maríu Rós Valgeirsdóttur, aðra af konunum sem lögðu fram kærur eftir að fyrstu fjóru kærurnar komu fram, í Íslandi í dag sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Í upphafi ársins 2013 kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir, ein kvennanna sem kærði, segist hafa verið barn að aldri þegar brotið var á henni. Hún segir orðróminn um kynferðisbrot mannins lengi hafa verið á vörum fólks en samfélagið í bænum hafi snúið blindu auga að gjörðum mannsins. Hrafnhildur segir alltaf rétta tímann til að segja frá, þó mál af þessum toga séu fyrnd. Málið vatt upp á sig þegar móðir Hrafnhildar og systir hennar tjáðu dætrum sínum að þær hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu bróður síns. Í kjölfarið á því máli kom í ljós að dætur þeirra sögðust einnig hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu annars manns í fjölskyldunni. Hrafnhildur hafði í rúm 20 ár burðast með leyndarmál sem hún sagði fyrst frá eftir símtal við móður sína í ársbyrjun 2013. „Þetta er náttúrulega búin að vera bara hræðileg sorg, fjölskyldan er algjörlega splundruð öll, og ekki bara út frá einu máli heldur út frá tveimur málum,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur, systur hennar tvær og frænka kærðu manninn sem hafði misnotað þær til lögreglu. Í kjölfarið á þessum kærum bárust tvær kærur til viðbótar. Mál Hrafnhildar, systra hennar og frænku eru fyrnd. Þrátt fyrir að Hrafnhildur hafi vitað að svo væri þegar hún lagði kæruna fram átti hún von á að sú ákvörðun myndi hafa meiri áhrif. „Það samfélag sem hann lifir í, á Þingeyri, það er eins og það snúi bara blindu auga að honum. Maðurinn fær bara að halda áfram sínu daglega lífi og hann gengur bara sáttur um. Barn hlaupandi upp stigann hjá honum og öllum finnst þetta eðlilegt. Ég var orðin svo reið vegna þess að hann gæti bara haldið áfram lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Ef þú kemur bara fram við einstaklinginn eins og hann hafi gert neitt rangt þá er það bara það sama og að samþykkja þetta,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að þó enginn vilji bera ábyrgð þá beri samfélagið allt ábyrgð í svona málum. Rætt er við Hrafnhildi og Maríu Rós Valgeirsdóttur, aðra af konunum sem lögðu fram kærur eftir að fyrstu fjóru kærurnar komu fram, í Íslandi í dag sem sjá má í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira