Innlent

Fréttir Stöðvar 2: Sjáðu hvernig lögreglumenn komu köttunum til bjargar

Heimiliskettir í Reykjanesbæ áttu þátt í því að móðir og eins árs gömul stúlka hennar sluppu ómeiddar þegar eldur kviknaði í íbúð fjölskyldunnar í morgun. 

Reykskynjari sem var íbúðinni virkaði ekki en klór kattanna á svefnherbergishurðina varð til þess að móðirin varð eldsins vör og gat forðað sér og dóttur sinni út.

Köttunum var svo bjargað út af lögreglu- og slökkviliðsmönnum, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. Hilmar Bragi Bárðarson hjá Víkufréttum náði björgunaraðgerðum lögreglu á myndbandi.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem meðal annars verður rætt við móðurina og hús tekið á köttunum á dýraspítalanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×