Mikki refur kætir gesti og gangandi á Vestfjörðum Bjarki Ármannsson skrifar 12. október 2015 22:31 Heimilishundarnir tveir eru miklir vinir Mikka. Refurinn Mikki hefur undanfarna mánuði vakið athygli og kátínu gesta í Heydal á Vestfjörðum, enda með eindæmum hændur að mönnum. Að sögn Stellu Guðmundsdóttur, gestgjafa í Heydal, er Mikki mikill skemmtimaður og heimilishundarnir tveir miklir vinir hans þó að hann eigi það til að bíta í skottið á þeim. „Það var refaskytta sem kom með hann til okkar í vor,“ segir Stella. „Þá var hann svo til nýfæddur. Þannig að við byrjuðum á því að fóðra hann. Svo er spurningin hvað hann gerir í vetur, hvort hann fer upp í fjöll og finnur sér svæði eða hvað hann gerir.“ Mikki er fjórði yrðlingurinn sem gestgjafarnir í Heydal hafa alið upp síðastliðin sumur. Hann þykir óvenju hændur að mönnum, jafnvel á hann það til að ráðast á fólk þannig að það þarf að sparka honum af sér. Ferðamenn sem heimsótt hafa Heydal í sumar hafa verið duglegir að deila myndum af Mikka á samfélagsmiðlum, enda flestir óvanir því að vera í svona miklu návígi við refi. Stella segir Mikka mjög vinsælan hjá gestum, þó það þurfi að vara þá við honum.Mikke the friendly fox :)Posted by Dayna Bennett on 27. ágúst 2015„Hann stelur öllu steini léttara, svo þau þurfa að passa að skilja ekkert eftir fyrir utan herbergin,“ segir hún. Hann stökkvi jafnvel inn í bíla þegar tækifæri gefst og taki þaðan sokka, húfur, vettlingar og fleira. „Og það er ekki alltaf sem þau ná hlutunum aftur af honum,“ segir Stella og hlær. „Hann fer undir einn sumarbústaðana hér með það sem hann nælir sér í.“ Sem fyrr segir er óvíst hvenær Mikki kýs að fara af bænum þó þeir yrðlingar sem hafa eytt sumrinu í Heydal til þessa hafi allir leitað upp í fjöll með vetrinum, þar sem ókunn örlög bíða þeirra. „Þessir refir sem eru hér eru svo hændir að mönnum að það er mjög líklegt að þeir verði refaskyttum að bráð,“ segir Stella. „Því þeir óttast ekki manninn. En þeir hafa þá fengið sumarið, sem þeir hefðu annars ekki fengið.“Hér fyrir neðan má sjá bráðskemmtilegt myndband sem Facebook-síðan Vestfirðir tók af Mikka og öðrum heimilishundinum að leik.Mikki refurMikki refur hefur síðustu mánuðina vakið mikla kátínu meðal gesta í Heydal. Hér má sjá Mikka leika sér við heimilishundinn og Stellu segja okkur aðeins frá.Posted by Vestfirðir on 11. október 2015 Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Refurinn Mikki hefur undanfarna mánuði vakið athygli og kátínu gesta í Heydal á Vestfjörðum, enda með eindæmum hændur að mönnum. Að sögn Stellu Guðmundsdóttur, gestgjafa í Heydal, er Mikki mikill skemmtimaður og heimilishundarnir tveir miklir vinir hans þó að hann eigi það til að bíta í skottið á þeim. „Það var refaskytta sem kom með hann til okkar í vor,“ segir Stella. „Þá var hann svo til nýfæddur. Þannig að við byrjuðum á því að fóðra hann. Svo er spurningin hvað hann gerir í vetur, hvort hann fer upp í fjöll og finnur sér svæði eða hvað hann gerir.“ Mikki er fjórði yrðlingurinn sem gestgjafarnir í Heydal hafa alið upp síðastliðin sumur. Hann þykir óvenju hændur að mönnum, jafnvel á hann það til að ráðast á fólk þannig að það þarf að sparka honum af sér. Ferðamenn sem heimsótt hafa Heydal í sumar hafa verið duglegir að deila myndum af Mikka á samfélagsmiðlum, enda flestir óvanir því að vera í svona miklu návígi við refi. Stella segir Mikka mjög vinsælan hjá gestum, þó það þurfi að vara þá við honum.Mikke the friendly fox :)Posted by Dayna Bennett on 27. ágúst 2015„Hann stelur öllu steini léttara, svo þau þurfa að passa að skilja ekkert eftir fyrir utan herbergin,“ segir hún. Hann stökkvi jafnvel inn í bíla þegar tækifæri gefst og taki þaðan sokka, húfur, vettlingar og fleira. „Og það er ekki alltaf sem þau ná hlutunum aftur af honum,“ segir Stella og hlær. „Hann fer undir einn sumarbústaðana hér með það sem hann nælir sér í.“ Sem fyrr segir er óvíst hvenær Mikki kýs að fara af bænum þó þeir yrðlingar sem hafa eytt sumrinu í Heydal til þessa hafi allir leitað upp í fjöll með vetrinum, þar sem ókunn örlög bíða þeirra. „Þessir refir sem eru hér eru svo hændir að mönnum að það er mjög líklegt að þeir verði refaskyttum að bráð,“ segir Stella. „Því þeir óttast ekki manninn. En þeir hafa þá fengið sumarið, sem þeir hefðu annars ekki fengið.“Hér fyrir neðan má sjá bráðskemmtilegt myndband sem Facebook-síðan Vestfirðir tók af Mikka og öðrum heimilishundinum að leik.Mikki refurMikki refur hefur síðustu mánuðina vakið mikla kátínu meðal gesta í Heydal. Hér má sjá Mikka leika sér við heimilishundinn og Stellu segja okkur aðeins frá.Posted by Vestfirðir on 11. október 2015
Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira