Karlar bara fimmtungur kennara Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. desember 2015 07:00 Hraðast hefur fækkað í hópi karlkyns kennara á framhaldsskólastigi, að því er fram kemur í nýjasta hefti Skólavörðunnar, rits Kennarasambands Íslands. Vísir/EPA Af félögum Kennarasambands Íslands (KÍ) er aðeins tæpur fimmtungur karlar og fer fækkandi samkvæmt úttekt hagfræðings KÍ. Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits KÍ. Fram kemur að körlum hafi fækkað hratt í kennarastétt og að konur séu í meirihluta í öllum aðildarfélögum KÍ. „Hlutfallið er jafnast innan framhaldsskólans þar sem „aðeins“ sex kennarar af hverjum tíu eru konur en langlægst er hlutfallið í leikskólanum,“ segir í Skólavörðunni, en rúmlega 97 prósent félagsmanna Félags stjórnenda leikskóla eru konur. „Þessi mynd hefur verið að breytast hægt og rólega síðustu ár og segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið árið 2006 þegar konur urðu í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í kennarahópi framhaldsskólans.“ Þá kemur fram að á mjög stuttum tíma hafi orðið miklar breytingar á kynjahlutfalli meðal kennaranema, bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Konur hafi lengi verið í meirihluta nema, en á síðustu árum hafi kynjahallinn aukist hratt meðal þeirra sem sækja sér réttindi til að kenna í framhaldsskólum. „Um aldamótin voru karlar þar í meirihluta (um 53 prósent) en í fyrra, fjórtán árum síðar, voru karlmenn aðeins fjórðungur hópsins.“ Samkvæmt spá Odds S. Jakobssonar, hagfræðings KÍ, fer hlutfall karla í hópi félagsfólks KÍ úr 19,6 prósentum nú í 17,3 prósent eftir fimm ár og í 15,9 prósent eftir tíu ár. „Í raun má segja að í mörgum tilfellum hætti eldri karlmenn störfum og í stað þeirra verði ráðnar ungar konur.“ Hröðust er breytingin sögð meðal kennara og stjórnenda framhaldsskóla, en í dag eru 42 prósent þeirra karlar. Hlutfallið er sagt fara í 35 prósent eftir fimm ár og niður í 25 prósent 2030.Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður Kennarasambandsins og formaður framkvæmdastjórnar Skólamálaráðs KÍ Haft er eftir Aðalheiði Steingrímsdóttur, varaformanni KÍ, að við blasi brýn nýliðunarþörf í stéttinni. „Upp gæti komið alvarlegur kennaraskortur ef ekki tekst að mennta nógu marga kennara til starfa,“ segir hún. Þá er haft eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur, formanni Jafnréttisnefndar KÍ, að gangi þróunin eftir gætu nemendur í skólakerfi framtíðar jafnvel mátt eiga von á að hafa enga karlkyns kennara allt frá leikskóla upp í háskóla. Þá er rætt við Braga Guðmundsson, formann kennaradeildar Háskólans á Akureyri, sem bendir á að kennurum sjálfum hafi verið tíðrætt um bág launakjör. „Og vafalítið hafa þau ráðið einhverju um dapra aðsókn karlmanna í kennaranám,“ segir hann og vonar að með bættum launum og breyttu starfsumhverfi í kjölfar síðustu kjarasamninga verði breyting þar á. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Af félögum Kennarasambands Íslands (KÍ) er aðeins tæpur fimmtungur karlar og fer fækkandi samkvæmt úttekt hagfræðings KÍ. Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits KÍ. Fram kemur að körlum hafi fækkað hratt í kennarastétt og að konur séu í meirihluta í öllum aðildarfélögum KÍ. „Hlutfallið er jafnast innan framhaldsskólans þar sem „aðeins“ sex kennarar af hverjum tíu eru konur en langlægst er hlutfallið í leikskólanum,“ segir í Skólavörðunni, en rúmlega 97 prósent félagsmanna Félags stjórnenda leikskóla eru konur. „Þessi mynd hefur verið að breytast hægt og rólega síðustu ár og segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið árið 2006 þegar konur urðu í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í kennarahópi framhaldsskólans.“ Þá kemur fram að á mjög stuttum tíma hafi orðið miklar breytingar á kynjahlutfalli meðal kennaranema, bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Konur hafi lengi verið í meirihluta nema, en á síðustu árum hafi kynjahallinn aukist hratt meðal þeirra sem sækja sér réttindi til að kenna í framhaldsskólum. „Um aldamótin voru karlar þar í meirihluta (um 53 prósent) en í fyrra, fjórtán árum síðar, voru karlmenn aðeins fjórðungur hópsins.“ Samkvæmt spá Odds S. Jakobssonar, hagfræðings KÍ, fer hlutfall karla í hópi félagsfólks KÍ úr 19,6 prósentum nú í 17,3 prósent eftir fimm ár og í 15,9 prósent eftir tíu ár. „Í raun má segja að í mörgum tilfellum hætti eldri karlmenn störfum og í stað þeirra verði ráðnar ungar konur.“ Hröðust er breytingin sögð meðal kennara og stjórnenda framhaldsskóla, en í dag eru 42 prósent þeirra karlar. Hlutfallið er sagt fara í 35 prósent eftir fimm ár og niður í 25 prósent 2030.Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður Kennarasambandsins og formaður framkvæmdastjórnar Skólamálaráðs KÍ Haft er eftir Aðalheiði Steingrímsdóttur, varaformanni KÍ, að við blasi brýn nýliðunarþörf í stéttinni. „Upp gæti komið alvarlegur kennaraskortur ef ekki tekst að mennta nógu marga kennara til starfa,“ segir hún. Þá er haft eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur, formanni Jafnréttisnefndar KÍ, að gangi þróunin eftir gætu nemendur í skólakerfi framtíðar jafnvel mátt eiga von á að hafa enga karlkyns kennara allt frá leikskóla upp í háskóla. Þá er rætt við Braga Guðmundsson, formann kennaradeildar Háskólans á Akureyri, sem bendir á að kennurum sjálfum hafi verið tíðrætt um bág launakjör. „Og vafalítið hafa þau ráðið einhverju um dapra aðsókn karlmanna í kennaranám,“ segir hann og vonar að með bættum launum og breyttu starfsumhverfi í kjölfar síðustu kjarasamninga verði breyting þar á.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira