Eftirspurn eftir áli sögð vera að aukast Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Fyrsta skóflustungan að álveri Norðuráls í Helguvík var tekin í júní 2008. Sjö árum síðar er enn óvíst um orkuöflun fyrir álverið. „Í áliðnaði er fjárfest til lengri tíma. Það er auðvitað ljóst að á áratugum verða miklar sveiflur í verði á áli og í augnablikinu er álverð lágt,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðanda.Jón GunnarssonEins og Fréttablaðið greindi frá í gær heldur heimsmarkaðsverð á áli enn áfram að lækka og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði lægra álverð hafa áhrif á tekjur Landsvirkjunar, en um 30 prósent af tekjunum eru tengd álverði. „Almennt má segja að svona lágt álverð hefur neikvæð áhrif á þau álverkefni sem menn eru að skoða á Íslandi og annars staðar. Það er alveg ljóst að það eru allar líkur á að það dragi úr vilja manna til að auka afköstin,“ sagði Hörður.Pétur BlöndalPétur segir að árið í fyrra hafi í sjálfu sér verið ágætt fyrir álið í heiminum, en alltaf sé óvissa á mörkuðum. Nú séu blikur á lofti í efnahag Evrópu vegna Grikklands og þá hafi Kínverjar leitað fyrir sér með útflutning á áli, þar sem hægst hefur á hagvexti í Kína. „Góðu fréttirnar eru þær að eftirspurn er að aukast mjög hratt og mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Hún hefur á fáum árum farið úr 40 milljónum tonna í um 60 milljónir, sem næst væntanlega á þessu ári eða næsta. Það er gríðarleg eftirspurnaraukning sem er meðal annars knúin áfram af kröfu stjórnvalda um að dregið sé úr losun gróðurhúsalofttegunda í bílaflotanum. Það er bara ein leið til þess og það er að létta bílana og fyrir vikið hafa bílaframleiðendur verið að nota ál í miklu meiri mæli en áður og það sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Það eru því heilbrigðismerki á álmarkaðnum.“ Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
„Í áliðnaði er fjárfest til lengri tíma. Það er auðvitað ljóst að á áratugum verða miklar sveiflur í verði á áli og í augnablikinu er álverð lágt,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðanda.Jón GunnarssonEins og Fréttablaðið greindi frá í gær heldur heimsmarkaðsverð á áli enn áfram að lækka og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði lægra álverð hafa áhrif á tekjur Landsvirkjunar, en um 30 prósent af tekjunum eru tengd álverði. „Almennt má segja að svona lágt álverð hefur neikvæð áhrif á þau álverkefni sem menn eru að skoða á Íslandi og annars staðar. Það er alveg ljóst að það eru allar líkur á að það dragi úr vilja manna til að auka afköstin,“ sagði Hörður.Pétur BlöndalPétur segir að árið í fyrra hafi í sjálfu sér verið ágætt fyrir álið í heiminum, en alltaf sé óvissa á mörkuðum. Nú séu blikur á lofti í efnahag Evrópu vegna Grikklands og þá hafi Kínverjar leitað fyrir sér með útflutning á áli, þar sem hægst hefur á hagvexti í Kína. „Góðu fréttirnar eru þær að eftirspurn er að aukast mjög hratt og mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Hún hefur á fáum árum farið úr 40 milljónum tonna í um 60 milljónir, sem næst væntanlega á þessu ári eða næsta. Það er gríðarleg eftirspurnaraukning sem er meðal annars knúin áfram af kröfu stjórnvalda um að dregið sé úr losun gróðurhúsalofttegunda í bílaflotanum. Það er bara ein leið til þess og það er að létta bílana og fyrir vikið hafa bílaframleiðendur verið að nota ál í miklu meiri mæli en áður og það sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Það eru því heilbrigðismerki á álmarkaðnum.“
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira