Innlent

Íslenskur fiskur í japanskt sushi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Fiskarnir sem veiddust vega á bilinu 120 til 180 kíló.
Fiskarnir sem veiddust vega á bilinu 120 til 180 kíló. Mynd/Kristján Jóhannesson
„Það er ekki mikil eftirspurn eftir honum innanlands en við flytjum mest af honum út á sushi-markað í Japan,“ segir Kristján Jóhannesson, sölustjóri hjá Vísi í Grindavík.

„Túnfiskurinn hefur vakið mikla athygli þar en fólk talar um að ferskleikinn sé mikill.“ Að sögn Kristjáns þykir kjötið rauðara og ferskara en í flestum öðrum túnfiski.

Í gær fór Jóhanna Gísladóttir GK 557 til túnfiskveiða og kom heim í höfn með 19 fiska sem vógu um 120 til 180 kíló hver.

„Þetta er Miðjarðarhafsfiskur sem hrygnir við strendur Króatíu. En um þetta leyti kemur hann norður í Atlantshaf til að éta.“

Langflestir fiskarnir verða sendir til Japans en einnig verður sent til Bandaríkjanna, Hollands, Frakklands og Bretlands. Um er að ræða Austur-Atlantshafsbláuggatúnfisk en kvótinn á honum er 32 tonn sem er 0,23 prósent af heildarkvóta tegundarinnar.

„Þetta er annað árið sem Vísir veiðir túnfisk. Við höfum verið að kortleggja þetta og lærðum mikið á veiðunum í fyrra,“ segir Kristján. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×