Stóð veiðiþjófa að verki í Skjálftavatni Sveinn Arnarsson skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Eins og sjá má á myndinni sem náðist af mönnunum eru þeir með mikið magn af fiski sem þeir fengu í net. Öllum bleikjum skal sleppt í Litluá og Skjálftavatni. Þrír menn hafa verið kærðir fyrir veiðiþjófnað í Skjálftavatni, vatnasvæði Litluár í Kelduhverfi, sem átti sér stað í byrjun mánaðarins. Veiðisvæðið hefur verið í útleigu um nokkurra ára skeið og er aðeins veitt og sleppt í ánni. Sænskur rannsóknarlögreglumaður, sem var við veiði í Litluá, tók eftir grunsamlegum mannaferðum við Skjálftavatn þetta umrædda kvöld og ákvað að grennslast fyrir um ferðir mannanna. Grunur hans reyndist á rökum reistur þar sem þeir gengu með mikið magn fiskjar til bifreiðar sinnar. Höfðu þeir notað net og er talið að á annað hundrað kíló af fiski hafi verið tekin ófrjálsri hendi.Sturla Sigtryggsson, einn þeirra sem eru með svæðið á leigu, segir hér um kláran veiðiþjófnað að ræða. „Það sást til mannanna koma með net inn í Skjálftavatn undir miðnætti og tóku þeir rúmlega eitt hundrað kíló af silungi með sér eftir þessa för. Við lítum þetta alvarlegum augum og höfum kært málið til lögreglu,“ segir Sturla. Hann tekur fram að landeigendur á svæðinu hafi ekki verið þarna að verki en einn mannanna sé tengdur landeiganda. „Við greiðum landeigendum um sex milljónir á ári fyrir leigu á veiðiréttindum og því orkar það tvímælis þegar menn tengdir landeigendum ná sér í fisk með þessum hætti í á sem leigð er út sem náttúruperla þar sem skylda er að sleppa öllum fiski.“Aðalsteinn Júlíusson, varðstjóri lögreglunnar á Húsavík, staðfesti í gær að kæra hefði borist og verið væri að taka skýrslur vegna rannsóknarinnar. Leigutakar væru á þeirri skoðun að hér væri um brot á reglum um lax- og silungsveiði að ræða. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það væri í rannsókn. Erlendur Steinar Friðriksson fiskifræðingur segir bleikjustofninn í Litluá og Skjálftavatni líklega einsdæmi á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Stærð bleikjunnar á svæðinu sé með ólíkindum. „Í ánni hefur verið náð miklum árangri með því að sleppa öllum veiddum fiski í nokkur ár og búa til stórskemmtilega á með löngu veiðitímabili. Á síðasta ári veiddust í ánni langstærstu bleikjur ársins og var stærsta bleikjan um 90 sentimetrar að stærð og vó níu kíló. Þetta jaðrar við heimsmet og stofninn þarna er mjög merkilegur fyrir þessar sakir,“ segir Erlendur Steinar. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Þrír menn hafa verið kærðir fyrir veiðiþjófnað í Skjálftavatni, vatnasvæði Litluár í Kelduhverfi, sem átti sér stað í byrjun mánaðarins. Veiðisvæðið hefur verið í útleigu um nokkurra ára skeið og er aðeins veitt og sleppt í ánni. Sænskur rannsóknarlögreglumaður, sem var við veiði í Litluá, tók eftir grunsamlegum mannaferðum við Skjálftavatn þetta umrædda kvöld og ákvað að grennslast fyrir um ferðir mannanna. Grunur hans reyndist á rökum reistur þar sem þeir gengu með mikið magn fiskjar til bifreiðar sinnar. Höfðu þeir notað net og er talið að á annað hundrað kíló af fiski hafi verið tekin ófrjálsri hendi.Sturla Sigtryggsson, einn þeirra sem eru með svæðið á leigu, segir hér um kláran veiðiþjófnað að ræða. „Það sást til mannanna koma með net inn í Skjálftavatn undir miðnætti og tóku þeir rúmlega eitt hundrað kíló af silungi með sér eftir þessa för. Við lítum þetta alvarlegum augum og höfum kært málið til lögreglu,“ segir Sturla. Hann tekur fram að landeigendur á svæðinu hafi ekki verið þarna að verki en einn mannanna sé tengdur landeiganda. „Við greiðum landeigendum um sex milljónir á ári fyrir leigu á veiðiréttindum og því orkar það tvímælis þegar menn tengdir landeigendum ná sér í fisk með þessum hætti í á sem leigð er út sem náttúruperla þar sem skylda er að sleppa öllum fiski.“Aðalsteinn Júlíusson, varðstjóri lögreglunnar á Húsavík, staðfesti í gær að kæra hefði borist og verið væri að taka skýrslur vegna rannsóknarinnar. Leigutakar væru á þeirri skoðun að hér væri um brot á reglum um lax- og silungsveiði að ræða. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það væri í rannsókn. Erlendur Steinar Friðriksson fiskifræðingur segir bleikjustofninn í Litluá og Skjálftavatni líklega einsdæmi á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Stærð bleikjunnar á svæðinu sé með ólíkindum. „Í ánni hefur verið náð miklum árangri með því að sleppa öllum veiddum fiski í nokkur ár og búa til stórskemmtilega á með löngu veiðitímabili. Á síðasta ári veiddust í ánni langstærstu bleikjur ársins og var stærsta bleikjan um 90 sentimetrar að stærð og vó níu kíló. Þetta jaðrar við heimsmet og stofninn þarna er mjög merkilegur fyrir þessar sakir,“ segir Erlendur Steinar.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira