Innlent

Íslendingar vilja refsa fyrir vændi

Snærós Sindradóttir skrifar
Vændi kostar í dag á bilinu 25 til 35 þúsund krónur.
Vændi kostar í dag á bilinu 25 til 35 þúsund krónur. VÍSIR/ERNIR
Íslendingar vilja að sala á vændi sé refsiverð. Þetta sýnir könnun sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í apríl síðastliðnum, fyrir Helga Gunnlaugsson prófessor og afbrotafræðing. 

Mikill kynjamunur er á svörum í könnuninni. 46 prósent kvenna vilja að hægt sé að refsa fyrir sölu á vændi á móti þrjátíu prósentum karla.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna líka kynjamun þegar spurt er um hvort kaup á vændi ættu að varða refsingu. 78 prósent kvenna vilja að kaupin séu refsiverð en aðeins 39 prósent karla eru þeirrar skoðunar.

Íslensk löggjöf í dag miðar við að kaup á vændi séu refsiverð en sala refsilaus. Úrtak könnunarinnar var 1.200 manns, um sextíu prósent svöruðu.- snæ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×