Innlent

Breytingar á ferðatryggingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bankinn brást við hækkun iðgjalda með því að hækka eigin áhættu korthafa.
Bankinn brást við hækkun iðgjalda með því að hækka eigin áhættu korthafa. NordicPhotos/getty
Íslandsbanki breytti á dögunum skilmálum ferðatrygginga þeirra sem eru með greiðslukort frá Íslandsbanka. Með breytingunum hækkar eigin áhætta korthafa víðast hvar um 108%, fer úr 12 þúsund krónum í 25 þúsund. Annars staðar er hækkunin minni, eða um 25%.

Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson benti á þetta á vefsvæði sínu.

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, segir í svari við fyrirspurn að breytingar á eigin áhættu séu komnar til vegna hækkunar á iðgjöldum sem bankinn greiði vátryggingaaðilum vegna kortatrygginga. Til að koma í veg fyrir að þessar iðgjaldahækkanir hefðu bein áhrif á verðlagningu kreditkorta var farið í breytingar á eigin áhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×