Byltingarkenndur bátur fyrir gæsluna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Össur Kristinsson, stofnandi Rafnars, afhendir Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, Óðin, sem kemst á mikinn hraða auk þess að vera þægilegur á siglingu. fréttablaðið/vilhelm Rafnar ehf. afhenti Landhelgisgæslunni nýjan tíu metra strandgæslubát, Óðin, í gær en framkvæmdastjóri Rafnars, Björn Jónsson, segir bátinn byltingarkennda smíði sem marki tímamót á þessu sviði. Össur Kristinsson, stofnandi Rafnars og Össurar, útskýrði hönnun bátsins fyrir Fréttablaðinu. Hann segir í aðalatriðum tvenns konar bátsskrokka vera til. Annars vegar eru það rúmmálsbátar sem ryðja frá sér vatni þegar siglt er. Þegar þeir gera það myndast bógöldur sem siglt er inn í. Þá myndast sog sem tekur skutinn niður og þá þýðir ekkert að bæta við vélaraflið því skipið nær ekki meiri hraða. Össur segir hina tegundina vera planandi báta, sem eru léttir og kraftmiklir og skauta á vatninu. Þeir bátar skella hins vegar á öldunum og þykja óþægilegir. „Þessir bátar, sem við köllum OK Hull, eru í rauninni rúmmálsbátar sem eru á plani þegar þeir leggja af stað. Hins vegar myndast engin bógalda heldur myndast þrýstingur í vatni fyrir framan kjölinn sem er tekinn til baka fyrir aftan kjöl. Þessi bátur, sem er tíu metra rúmmálsbátur, ætti að ferðast á um tíu hnúta hraða en getur farið upp í fjörutíu og gæti enn meira ef hann hefði meira vélarafl,“ segir Össur, en tíu hnúta hraði er um tuttugu kílómetrar á klukkustund. „Svo er nú annar stór kostur. Báturinn lyftir sér aldrei og lemur eins og planandi bátur heldur sker hann vatnið. Þægindin um borð í bátnum eru allt önnur en í planandi bát,“ bætir Össur við og segir: „Það er ansi mikil upplifun að fara út á þessum bát. Hann er bara ósköp mjúkur í sjó.“ „Báturinn eykur meðal annars stórlega möguleika Landhelgisgæslunnar til öryggis- og löggæslu á grunnslóð. Þá eru kostir bátsins miklir þegar kemur að æfingum með þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar sem og varðskipum og öðrum björgunareiningum,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Rafnar ehf. afhenti Landhelgisgæslunni nýjan tíu metra strandgæslubát, Óðin, í gær en framkvæmdastjóri Rafnars, Björn Jónsson, segir bátinn byltingarkennda smíði sem marki tímamót á þessu sviði. Össur Kristinsson, stofnandi Rafnars og Össurar, útskýrði hönnun bátsins fyrir Fréttablaðinu. Hann segir í aðalatriðum tvenns konar bátsskrokka vera til. Annars vegar eru það rúmmálsbátar sem ryðja frá sér vatni þegar siglt er. Þegar þeir gera það myndast bógöldur sem siglt er inn í. Þá myndast sog sem tekur skutinn niður og þá þýðir ekkert að bæta við vélaraflið því skipið nær ekki meiri hraða. Össur segir hina tegundina vera planandi báta, sem eru léttir og kraftmiklir og skauta á vatninu. Þeir bátar skella hins vegar á öldunum og þykja óþægilegir. „Þessir bátar, sem við köllum OK Hull, eru í rauninni rúmmálsbátar sem eru á plani þegar þeir leggja af stað. Hins vegar myndast engin bógalda heldur myndast þrýstingur í vatni fyrir framan kjölinn sem er tekinn til baka fyrir aftan kjöl. Þessi bátur, sem er tíu metra rúmmálsbátur, ætti að ferðast á um tíu hnúta hraða en getur farið upp í fjörutíu og gæti enn meira ef hann hefði meira vélarafl,“ segir Össur, en tíu hnúta hraði er um tuttugu kílómetrar á klukkustund. „Svo er nú annar stór kostur. Báturinn lyftir sér aldrei og lemur eins og planandi bátur heldur sker hann vatnið. Þægindin um borð í bátnum eru allt önnur en í planandi bát,“ bætir Össur við og segir: „Það er ansi mikil upplifun að fara út á þessum bát. Hann er bara ósköp mjúkur í sjó.“ „Báturinn eykur meðal annars stórlega möguleika Landhelgisgæslunnar til öryggis- og löggæslu á grunnslóð. Þá eru kostir bátsins miklir þegar kemur að æfingum með þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar sem og varðskipum og öðrum björgunareiningum,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira