Einungis fjórtán prósent reiðhjóla eru seld lögleg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Vonandi er þetta hjólreiðafólk með réttan búnað á hjólum sínum. vísir/ernir Einar guðmundsson „Þetta er alveg skelfilegt. Að fara í reiðhjólaverslun og geta ekki treyst því að þú fáir löglegt reiðhjól, það finnst mér óhugnanlegt,“ segir Einar Guðmundsson, formaður Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna. Brautin birti í gær úttekt á skyldubúnaði hjóla þar sem fram kemur að fjórtán prósent reiðhjóla í verslunum landsins eru seld með skyldubúnaði áföstum. Einar spyr sig hvort reiðhjólasölumenn séu að reyna að græða á aukabúnaði. „Árið 2011 var ágætis staða. 71 prósent hjóla var selt með nauðsynlegum öryggisbúnaði áföstum. Nú er staðan hins vegar verri og menn pilla meira og meira af hjólunum þegar þau koma í búðir. Á sama tíma hefur reiðhjólasala aukist,“ segir Einar. „Kannski eru reiðhjólasalar að reyna að græða á aukabúnaði og segja fólki að kaupa hitt og þetta svo hjólið sé löglegt? Ég veit ekki hvort það er rétt, en maður spyr sig.“ Búnaðurinn sem um ræðir er bjalla, glitmerki að framan, aftan, á teinum og fótstigum, fram- og afturbremsur og keðjuhlíf. Einar segir áberandi hve mörg hjól eru seld án bjöllu. Í reglugerðinni er einnig gert ráð fyrir lás en þar sem ný reglugerð um hjól er í smíðum tók Brautin lása ekki með í úttektinni. Reglugerðin sem nú er í gildi er frá árinu 1994. „Í nýju reglugerðinni mun koma skýrt fram að ef þú ætlar að nota reiðhjól í umferð þarftu að hafa þennan búnað, eins og drögin eru núna,“ segir Einar. „Geturðu ímyndað þér að kaupa þér nýjan bíl, en þurfa að kaupa bremsurnar sér? Það væri svolítið sérstakt,“ bætir hann við.Árni DavíðssonÁrni Davíðsson, formaður umsagnarnefndar Landssamtaka hjólreiðamanna, segir óþarft að setja verslunum reglur um hvernig eigi að selja hjólin. „Hjól í Evrópu eru ekki seld með öllum öryggisbúnaði, það er ekkert sem segir að þess þurfi. Þó er reglugerð sem segir hvernig hjólin eiga að vera útbúin,“ segir Árni. Hann bætir því við að honum finnist að Samgöngustofa ætti að vinna í því að vekja þess í stað athygli hjólreiðamanna á öryggisbúnaðinum. „Ég held það ætti frekar að vinna þetta með fræðslu en að skylda að selja öll hjól með búnaði. Þá myndu þau sem kaupa dýrustu hjólin taka staðalbúnaðinn af og setja eitthvað annað og betra.“ „Við skiljum ekki hvernig þessar niðurstöður fengust,“ segir David C. Vokes, vörustjóri Húsasmiðjunnar. „Í fyrra kíkti ég á þessar leiðbeiningar og flutti inn hjól, þá var skylda frá framleiðendum að setja bjöllu á öll hjól. Við erum líka með glitmerki á réttum stöðum og keðjuhlífar, þó eru ekki öll hjól með hlíf alla leið aftur með keðjunni, enda er það óþarfi“ segir hann. Brautin gerði úttekt á hjálmanotkun samhliða úttekt á nauðsynlegum búnaði. Í úttektinni kom fram að hjálmanotkun var almennt um áttatíu prósent. Þá vakti það athygli Brautarinnar að hjálmanotkun í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur var minni en annars staðar. Hjálmanotkun á þeim svæðum náði einungis 31 prósenti. Samhliða könnuninni kannaði Brautin sýnileikafatnað en um þrjátíu prósent hjólreiðamanna voru í þess lags fatnaði. Auk þess voru mörg hjól án bjöllu. „Það er slæmt að vera án bjöllu, hún er mjög mikilvæg. Sérstaklega þegar maður hjólar á sameiginlegum stígum með gangandi fólki. Það er alveg nauðsynlegt að láta gangandi vegfarendur vita ef þú kemur aftan að þeim. Þessi búnaður er vanmetinn,“ segir Einar Guðmundsson. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Einar guðmundsson „Þetta er alveg skelfilegt. Að fara í reiðhjólaverslun og geta ekki treyst því að þú fáir löglegt reiðhjól, það finnst mér óhugnanlegt,“ segir Einar Guðmundsson, formaður Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna. Brautin birti í gær úttekt á skyldubúnaði hjóla þar sem fram kemur að fjórtán prósent reiðhjóla í verslunum landsins eru seld með skyldubúnaði áföstum. Einar spyr sig hvort reiðhjólasölumenn séu að reyna að græða á aukabúnaði. „Árið 2011 var ágætis staða. 71 prósent hjóla var selt með nauðsynlegum öryggisbúnaði áföstum. Nú er staðan hins vegar verri og menn pilla meira og meira af hjólunum þegar þau koma í búðir. Á sama tíma hefur reiðhjólasala aukist,“ segir Einar. „Kannski eru reiðhjólasalar að reyna að græða á aukabúnaði og segja fólki að kaupa hitt og þetta svo hjólið sé löglegt? Ég veit ekki hvort það er rétt, en maður spyr sig.“ Búnaðurinn sem um ræðir er bjalla, glitmerki að framan, aftan, á teinum og fótstigum, fram- og afturbremsur og keðjuhlíf. Einar segir áberandi hve mörg hjól eru seld án bjöllu. Í reglugerðinni er einnig gert ráð fyrir lás en þar sem ný reglugerð um hjól er í smíðum tók Brautin lása ekki með í úttektinni. Reglugerðin sem nú er í gildi er frá árinu 1994. „Í nýju reglugerðinni mun koma skýrt fram að ef þú ætlar að nota reiðhjól í umferð þarftu að hafa þennan búnað, eins og drögin eru núna,“ segir Einar. „Geturðu ímyndað þér að kaupa þér nýjan bíl, en þurfa að kaupa bremsurnar sér? Það væri svolítið sérstakt,“ bætir hann við.Árni DavíðssonÁrni Davíðsson, formaður umsagnarnefndar Landssamtaka hjólreiðamanna, segir óþarft að setja verslunum reglur um hvernig eigi að selja hjólin. „Hjól í Evrópu eru ekki seld með öllum öryggisbúnaði, það er ekkert sem segir að þess þurfi. Þó er reglugerð sem segir hvernig hjólin eiga að vera útbúin,“ segir Árni. Hann bætir því við að honum finnist að Samgöngustofa ætti að vinna í því að vekja þess í stað athygli hjólreiðamanna á öryggisbúnaðinum. „Ég held það ætti frekar að vinna þetta með fræðslu en að skylda að selja öll hjól með búnaði. Þá myndu þau sem kaupa dýrustu hjólin taka staðalbúnaðinn af og setja eitthvað annað og betra.“ „Við skiljum ekki hvernig þessar niðurstöður fengust,“ segir David C. Vokes, vörustjóri Húsasmiðjunnar. „Í fyrra kíkti ég á þessar leiðbeiningar og flutti inn hjól, þá var skylda frá framleiðendum að setja bjöllu á öll hjól. Við erum líka með glitmerki á réttum stöðum og keðjuhlífar, þó eru ekki öll hjól með hlíf alla leið aftur með keðjunni, enda er það óþarfi“ segir hann. Brautin gerði úttekt á hjálmanotkun samhliða úttekt á nauðsynlegum búnaði. Í úttektinni kom fram að hjálmanotkun var almennt um áttatíu prósent. Þá vakti það athygli Brautarinnar að hjálmanotkun í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur var minni en annars staðar. Hjálmanotkun á þeim svæðum náði einungis 31 prósenti. Samhliða könnuninni kannaði Brautin sýnileikafatnað en um þrjátíu prósent hjólreiðamanna voru í þess lags fatnaði. Auk þess voru mörg hjól án bjöllu. „Það er slæmt að vera án bjöllu, hún er mjög mikilvæg. Sérstaklega þegar maður hjólar á sameiginlegum stígum með gangandi fólki. Það er alveg nauðsynlegt að láta gangandi vegfarendur vita ef þú kemur aftan að þeim. Þessi búnaður er vanmetinn,“ segir Einar Guðmundsson.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira