Ætlar að verða betri í golfi með aldrinum Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. júlí 2015 10:30 Guðni Bergsson var atvinnumaður í fótbolta frá árinu 1983 til 2003. Þá á hann að baki 80 landsliðsleiki. Mynd/aðsend „Það eru auðvitað mikil forréttindi að fá að eldast og það er verkefni hvers manns að halda sér ungum í anda, líkama og sál,“ segir Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Hann stendur á miklum tímamótum í dag því hann fagnar fimmtugsafmæli sínu. „Það verður eitthvert partí um helgina eins og gjarnan er á svona tímamótum. Maður verður að halda einhverja veislu til að fagna þessum áfanga, með sínu nánasta fólki. Dagurinn í dag verður þó í rólegheitunum. Ætli maður fái sér ekki huggulega máltíð í tilefni dagsins en gleðin þarf að bíða fram að helginni. Þessi þriðjudagspartí hafa alltaf verið frekar erfið,“ segir Guðni spurður út í hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni dagsins. Hann var staddur með fjölskyldu sinni í góðu yfirlæti í sumarbústað í Borgarfirðinum þegar blaðamaður náði tali af honum. Um næstu helgi verður heljarinnar veisla í Valsheimilinu og er Guðni nú þegar byrjaður að blanda í salatið og kæla drykkina. „Jú, ég er búinn að plana þessa veislu, það verður músík og gleði. Logi Ólafsson verður veislustjóri og er undir mikilli pressu en hann er með skemmtilegri mönnum sem ég þekki. Annars snýst þetta bara um að hafa gaman og ég hugsa að stemningin verði góð í Valsheimilinu,“ útskýrir Guðni. Hann hefur ávallt haldið sér í góðu formi, enda lítið annað í boði þegar menn eru í atvinnumennsku í knattspyrnu. „Maður er auðvitað meðvitaður um það að hugsa betur um sig þegar maður eldist og rækta líkamann og sálina enn frekar. En þessi aldur er bara tala og maður má ekki taka hana of alvarlega. Þetta er hálf óraunverulegt því manni finnst maður alltaf vera strákur enn þá. Það er mikilvægt að vera ungur í anda.“ Guðni lék knattspyrnu með liðum á borð við Tottenham Hotspur, Bolton Wanderers og Val enda uppalinn Valsari. En þegar menn eru orðnir hálfrar aldar gamlir á blaði, setja menn sér önnur markmið? „Ég hef verið að reyna að takast enn frekar á við golfið en hef bara verið að fara svo sjaldan. Það hefur gengið afleitlega fyrir vikið. Núna er hugmundin að gefa golfinu meiri tíma. Ég er búinn að gefa félögunum forskot í golfinu en núna ætla ég að ná þeim. En annars ætlar maður bara að reyna að halda sínu striki og njóta lífsins með nánustu fjölskyldu og vinum,“ segir Guðni. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
„Það eru auðvitað mikil forréttindi að fá að eldast og það er verkefni hvers manns að halda sér ungum í anda, líkama og sál,“ segir Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Hann stendur á miklum tímamótum í dag því hann fagnar fimmtugsafmæli sínu. „Það verður eitthvert partí um helgina eins og gjarnan er á svona tímamótum. Maður verður að halda einhverja veislu til að fagna þessum áfanga, með sínu nánasta fólki. Dagurinn í dag verður þó í rólegheitunum. Ætli maður fái sér ekki huggulega máltíð í tilefni dagsins en gleðin þarf að bíða fram að helginni. Þessi þriðjudagspartí hafa alltaf verið frekar erfið,“ segir Guðni spurður út í hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni dagsins. Hann var staddur með fjölskyldu sinni í góðu yfirlæti í sumarbústað í Borgarfirðinum þegar blaðamaður náði tali af honum. Um næstu helgi verður heljarinnar veisla í Valsheimilinu og er Guðni nú þegar byrjaður að blanda í salatið og kæla drykkina. „Jú, ég er búinn að plana þessa veislu, það verður músík og gleði. Logi Ólafsson verður veislustjóri og er undir mikilli pressu en hann er með skemmtilegri mönnum sem ég þekki. Annars snýst þetta bara um að hafa gaman og ég hugsa að stemningin verði góð í Valsheimilinu,“ útskýrir Guðni. Hann hefur ávallt haldið sér í góðu formi, enda lítið annað í boði þegar menn eru í atvinnumennsku í knattspyrnu. „Maður er auðvitað meðvitaður um það að hugsa betur um sig þegar maður eldist og rækta líkamann og sálina enn frekar. En þessi aldur er bara tala og maður má ekki taka hana of alvarlega. Þetta er hálf óraunverulegt því manni finnst maður alltaf vera strákur enn þá. Það er mikilvægt að vera ungur í anda.“ Guðni lék knattspyrnu með liðum á borð við Tottenham Hotspur, Bolton Wanderers og Val enda uppalinn Valsari. En þegar menn eru orðnir hálfrar aldar gamlir á blaði, setja menn sér önnur markmið? „Ég hef verið að reyna að takast enn frekar á við golfið en hef bara verið að fara svo sjaldan. Það hefur gengið afleitlega fyrir vikið. Núna er hugmundin að gefa golfinu meiri tíma. Ég er búinn að gefa félögunum forskot í golfinu en núna ætla ég að ná þeim. En annars ætlar maður bara að reyna að halda sínu striki og njóta lífsins með nánustu fjölskyldu og vinum,“ segir Guðni.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira