Ætlar að verða betri í golfi með aldrinum Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. júlí 2015 10:30 Guðni Bergsson var atvinnumaður í fótbolta frá árinu 1983 til 2003. Þá á hann að baki 80 landsliðsleiki. Mynd/aðsend „Það eru auðvitað mikil forréttindi að fá að eldast og það er verkefni hvers manns að halda sér ungum í anda, líkama og sál,“ segir Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Hann stendur á miklum tímamótum í dag því hann fagnar fimmtugsafmæli sínu. „Það verður eitthvert partí um helgina eins og gjarnan er á svona tímamótum. Maður verður að halda einhverja veislu til að fagna þessum áfanga, með sínu nánasta fólki. Dagurinn í dag verður þó í rólegheitunum. Ætli maður fái sér ekki huggulega máltíð í tilefni dagsins en gleðin þarf að bíða fram að helginni. Þessi þriðjudagspartí hafa alltaf verið frekar erfið,“ segir Guðni spurður út í hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni dagsins. Hann var staddur með fjölskyldu sinni í góðu yfirlæti í sumarbústað í Borgarfirðinum þegar blaðamaður náði tali af honum. Um næstu helgi verður heljarinnar veisla í Valsheimilinu og er Guðni nú þegar byrjaður að blanda í salatið og kæla drykkina. „Jú, ég er búinn að plana þessa veislu, það verður músík og gleði. Logi Ólafsson verður veislustjóri og er undir mikilli pressu en hann er með skemmtilegri mönnum sem ég þekki. Annars snýst þetta bara um að hafa gaman og ég hugsa að stemningin verði góð í Valsheimilinu,“ útskýrir Guðni. Hann hefur ávallt haldið sér í góðu formi, enda lítið annað í boði þegar menn eru í atvinnumennsku í knattspyrnu. „Maður er auðvitað meðvitaður um það að hugsa betur um sig þegar maður eldist og rækta líkamann og sálina enn frekar. En þessi aldur er bara tala og maður má ekki taka hana of alvarlega. Þetta er hálf óraunverulegt því manni finnst maður alltaf vera strákur enn þá. Það er mikilvægt að vera ungur í anda.“ Guðni lék knattspyrnu með liðum á borð við Tottenham Hotspur, Bolton Wanderers og Val enda uppalinn Valsari. En þegar menn eru orðnir hálfrar aldar gamlir á blaði, setja menn sér önnur markmið? „Ég hef verið að reyna að takast enn frekar á við golfið en hef bara verið að fara svo sjaldan. Það hefur gengið afleitlega fyrir vikið. Núna er hugmundin að gefa golfinu meiri tíma. Ég er búinn að gefa félögunum forskot í golfinu en núna ætla ég að ná þeim. En annars ætlar maður bara að reyna að halda sínu striki og njóta lífsins með nánustu fjölskyldu og vinum,“ segir Guðni. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Það eru auðvitað mikil forréttindi að fá að eldast og það er verkefni hvers manns að halda sér ungum í anda, líkama og sál,“ segir Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Hann stendur á miklum tímamótum í dag því hann fagnar fimmtugsafmæli sínu. „Það verður eitthvert partí um helgina eins og gjarnan er á svona tímamótum. Maður verður að halda einhverja veislu til að fagna þessum áfanga, með sínu nánasta fólki. Dagurinn í dag verður þó í rólegheitunum. Ætli maður fái sér ekki huggulega máltíð í tilefni dagsins en gleðin þarf að bíða fram að helginni. Þessi þriðjudagspartí hafa alltaf verið frekar erfið,“ segir Guðni spurður út í hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni dagsins. Hann var staddur með fjölskyldu sinni í góðu yfirlæti í sumarbústað í Borgarfirðinum þegar blaðamaður náði tali af honum. Um næstu helgi verður heljarinnar veisla í Valsheimilinu og er Guðni nú þegar byrjaður að blanda í salatið og kæla drykkina. „Jú, ég er búinn að plana þessa veislu, það verður músík og gleði. Logi Ólafsson verður veislustjóri og er undir mikilli pressu en hann er með skemmtilegri mönnum sem ég þekki. Annars snýst þetta bara um að hafa gaman og ég hugsa að stemningin verði góð í Valsheimilinu,“ útskýrir Guðni. Hann hefur ávallt haldið sér í góðu formi, enda lítið annað í boði þegar menn eru í atvinnumennsku í knattspyrnu. „Maður er auðvitað meðvitaður um það að hugsa betur um sig þegar maður eldist og rækta líkamann og sálina enn frekar. En þessi aldur er bara tala og maður má ekki taka hana of alvarlega. Þetta er hálf óraunverulegt því manni finnst maður alltaf vera strákur enn þá. Það er mikilvægt að vera ungur í anda.“ Guðni lék knattspyrnu með liðum á borð við Tottenham Hotspur, Bolton Wanderers og Val enda uppalinn Valsari. En þegar menn eru orðnir hálfrar aldar gamlir á blaði, setja menn sér önnur markmið? „Ég hef verið að reyna að takast enn frekar á við golfið en hef bara verið að fara svo sjaldan. Það hefur gengið afleitlega fyrir vikið. Núna er hugmundin að gefa golfinu meiri tíma. Ég er búinn að gefa félögunum forskot í golfinu en núna ætla ég að ná þeim. En annars ætlar maður bara að reyna að halda sínu striki og njóta lífsins með nánustu fjölskyldu og vinum,“ segir Guðni.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira