Illugi vill endurskoða lánakerfi LÍN Ingvar Haraldsson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir enga stefnu vera til staðar varðandi úthlutun námslána. vísir/gva Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra telur fullt tilefni til að endurskoða útlánakerfi Lánsjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). „Það er styrkjakerfi fólgið í íslenska námslánakerfinu en það er engin alvöru stefnumótun á bak við hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna,“ segir Illugi. Í ársskýrslu LÍN, sem kom út í gær, kemur fram að um helmingur útlána LÍN fáist ekki endurgreiddur. Verulegur munur er á því hve mikið lánþegar greiða til baka af lánum sínum eftir því hve há lánsfjárhæðin er. Þannig endurgreiða einstaklingar sem skulda LÍN undir 2,5 milljónum króna 85 prósent af virði lánsins. Þeir sem skulda LÍN yfir 15 milljónir króna endurgreiða hins vegar á milli 18 og 27 prósent af virði lánsins. Ríkið styrkir því þá sem skulda LÍN mest um yfir 70 prósent af lánsfjárhæðinni en þá sem skulda LÍN minnst um 15 prósent að meðaltali. Afskriftir LÍN jukust úr 2,8 milljörðum króna árið 2013 í 7,6 milljarða króna 2014. Þá jukust vanskil hjá Lánasjóðnum um 690 milljónir króna í fyrra. Mest hafa vanskilin aukist hjá yngstu lánþegunum. „Vissulega er það áhyggjuefni að sjá þróunina varðandi vanskilin,“ segir Illugi. Hann segir brýnt að við endurskoðun laga um LÍN verði tekið mið af auknum vanskilum og því hvernig ríkisstyrkir dreifist milli lánþega. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, kallar eftir umræðu um hvort breyta þurfi lánakerfi LÍN. „Viljum við setja aldurstakmörk á hvenær þú getur fengið lán? Átt þú að geta fengið lán eftir sextugt? Á að setja þak á upphæð námslána? Á að breyta afborgunarskilyrðunum með einhverjum hætti?“ spyr Hrafnhildur en bætir við að það sé stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti brugðist verði við. Tengdar fréttir Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir Árskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-14 er komin út. 13. júlí 2015 13:22 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra telur fullt tilefni til að endurskoða útlánakerfi Lánsjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). „Það er styrkjakerfi fólgið í íslenska námslánakerfinu en það er engin alvöru stefnumótun á bak við hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna,“ segir Illugi. Í ársskýrslu LÍN, sem kom út í gær, kemur fram að um helmingur útlána LÍN fáist ekki endurgreiddur. Verulegur munur er á því hve mikið lánþegar greiða til baka af lánum sínum eftir því hve há lánsfjárhæðin er. Þannig endurgreiða einstaklingar sem skulda LÍN undir 2,5 milljónum króna 85 prósent af virði lánsins. Þeir sem skulda LÍN yfir 15 milljónir króna endurgreiða hins vegar á milli 18 og 27 prósent af virði lánsins. Ríkið styrkir því þá sem skulda LÍN mest um yfir 70 prósent af lánsfjárhæðinni en þá sem skulda LÍN minnst um 15 prósent að meðaltali. Afskriftir LÍN jukust úr 2,8 milljörðum króna árið 2013 í 7,6 milljarða króna 2014. Þá jukust vanskil hjá Lánasjóðnum um 690 milljónir króna í fyrra. Mest hafa vanskilin aukist hjá yngstu lánþegunum. „Vissulega er það áhyggjuefni að sjá þróunina varðandi vanskilin,“ segir Illugi. Hann segir brýnt að við endurskoðun laga um LÍN verði tekið mið af auknum vanskilum og því hvernig ríkisstyrkir dreifist milli lánþega. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, kallar eftir umræðu um hvort breyta þurfi lánakerfi LÍN. „Viljum við setja aldurstakmörk á hvenær þú getur fengið lán? Átt þú að geta fengið lán eftir sextugt? Á að setja þak á upphæð námslána? Á að breyta afborgunarskilyrðunum með einhverjum hætti?“ spyr Hrafnhildur en bætir við að það sé stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti brugðist verði við.
Tengdar fréttir Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir Árskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-14 er komin út. 13. júlí 2015 13:22 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir Árskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-14 er komin út. 13. júlí 2015 13:22