Steig óvænt á svið með Wu-Tang Clan Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júní 2015 09:30 Alex Birgisson var alsæll yfir að hitta meðlimi Wu-Tang Clan. Hér er hann með rapparanum Ghostface Killah. „Þetta var ótrúlega gaman og stendur klárlega upp úr hjá mér,“ segir hinn tólf ára gamli Alex Birgisson sem fékk að stíga á svið með rapphljómsveitinni Wu-Tang Clan á sunnudagskvöldið. Athygli vakti þegar rappsveitin bauð nokkrum krökkum að koma upp á svið og dansa með þeim og hafa gaman uppi á sviði. Alex var fyrsti krakkinn sem fékk að fara upp á svið, ásamt vini sínum Nóa Snævari Hallgrímssyni, en liðsmenn rappsveitarinnar voru duglegir að bjóða krökkum upp á svið á tónleikum sínum en um tíu krakkar voru á sviðinu þegar flest var. Þegar Alex fékk afmælisgjöfina sína, sem var miði á hátíðina, grunaði hann ekki að hann myndi stíga á svið með rappsveitinni en það er þó ekki allt. „Ég fékk þrisvar sinnum að fara upp á svið á hátíðinni. Fyrst fékk ég að fara upp á svið með rapparanum GKR en var samt ekkert lengi uppi á sviði. Svo fékk ég líka að fara upp á svið með Shades of Reykjavík en Wu-Tang Clan stendur að sjálfsögðu upp úr. Ég hafði enga hugmynd um þetta þegar ég mætti á svæðið,“ segir Alex glaður í bragði.Hljómsveitin Wu-Tang Clan skemmti gestum hátíðarinnar með glæsibrag á sunnudagskvöldið og stóð sig með miklum sóma.vísir/Andri MarinóHann var staddur fremst í áhorfendaskaranum á tónleikum Wu-Tang Clan og brá heldur betur í brún þegar að einn meðlimur sveitarinnar náði augnsambandi við hann. „Við Nói vorum að syngja með og svo allt í einu var ég bara „ó mæ gad“, hann horfði í augun á mér. Hann benti svo með hendinni eins og ég ætti koma upp á svið og hvíslaði að öryggisverðinum að ég ætti koma upp. Svo kom öryggisvörðurinn og hélt á okkur upp á svið,“ útskýrir Alex. Þeir félagar fóru upp á svið þegar sveitin var að leika sitt þriðja lag og fengu að vera þar nánast alla tónleikana. „Þegar það voru tvö lög eftir vorum við beðnir um að fara af sviðinu og okkur boðið að fara baksviðs. Við vorum þar þangað til þeir kláruðu og fengum þá að taka myndir af okkur með þeim.“Alex og hinir krakkarnir voru himinlifandi yfir því að fá að hitta stjörnurnar.Alex er mikill rappunnandi og kann texta sveitarinnar vel. „Ég kann alveg mikið af textum með þeim. Ég var kannski enginn rosalegur aðdáandi fyrir tónleikana en þetta eru lög sem maður hefur heyrt mjög lengi. Ég er mun meiri Wu-Tang Clan-aðdáandi í dag.“ Alex fékk á dögunum dj-sett frá föður sínum í afmælisgjöf og er að reyna að hefja sinn eigin rappferil. „Mig langar mikið að byrja að rappa og sérstaklega eftir svona upplifun,“ bætir Alex við en hans uppáhaldsrappari er Erpur „Blaz Roca“ Eyvindarson.Alex og krakkarnir fengu að upplifa þetta flotta útsýni af sviðinu. Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Þetta var ótrúlega gaman og stendur klárlega upp úr hjá mér,“ segir hinn tólf ára gamli Alex Birgisson sem fékk að stíga á svið með rapphljómsveitinni Wu-Tang Clan á sunnudagskvöldið. Athygli vakti þegar rappsveitin bauð nokkrum krökkum að koma upp á svið og dansa með þeim og hafa gaman uppi á sviði. Alex var fyrsti krakkinn sem fékk að fara upp á svið, ásamt vini sínum Nóa Snævari Hallgrímssyni, en liðsmenn rappsveitarinnar voru duglegir að bjóða krökkum upp á svið á tónleikum sínum en um tíu krakkar voru á sviðinu þegar flest var. Þegar Alex fékk afmælisgjöfina sína, sem var miði á hátíðina, grunaði hann ekki að hann myndi stíga á svið með rappsveitinni en það er þó ekki allt. „Ég fékk þrisvar sinnum að fara upp á svið á hátíðinni. Fyrst fékk ég að fara upp á svið með rapparanum GKR en var samt ekkert lengi uppi á sviði. Svo fékk ég líka að fara upp á svið með Shades of Reykjavík en Wu-Tang Clan stendur að sjálfsögðu upp úr. Ég hafði enga hugmynd um þetta þegar ég mætti á svæðið,“ segir Alex glaður í bragði.Hljómsveitin Wu-Tang Clan skemmti gestum hátíðarinnar með glæsibrag á sunnudagskvöldið og stóð sig með miklum sóma.vísir/Andri MarinóHann var staddur fremst í áhorfendaskaranum á tónleikum Wu-Tang Clan og brá heldur betur í brún þegar að einn meðlimur sveitarinnar náði augnsambandi við hann. „Við Nói vorum að syngja með og svo allt í einu var ég bara „ó mæ gad“, hann horfði í augun á mér. Hann benti svo með hendinni eins og ég ætti koma upp á svið og hvíslaði að öryggisverðinum að ég ætti koma upp. Svo kom öryggisvörðurinn og hélt á okkur upp á svið,“ útskýrir Alex. Þeir félagar fóru upp á svið þegar sveitin var að leika sitt þriðja lag og fengu að vera þar nánast alla tónleikana. „Þegar það voru tvö lög eftir vorum við beðnir um að fara af sviðinu og okkur boðið að fara baksviðs. Við vorum þar þangað til þeir kláruðu og fengum þá að taka myndir af okkur með þeim.“Alex og hinir krakkarnir voru himinlifandi yfir því að fá að hitta stjörnurnar.Alex er mikill rappunnandi og kann texta sveitarinnar vel. „Ég kann alveg mikið af textum með þeim. Ég var kannski enginn rosalegur aðdáandi fyrir tónleikana en þetta eru lög sem maður hefur heyrt mjög lengi. Ég er mun meiri Wu-Tang Clan-aðdáandi í dag.“ Alex fékk á dögunum dj-sett frá föður sínum í afmælisgjöf og er að reyna að hefja sinn eigin rappferil. „Mig langar mikið að byrja að rappa og sérstaklega eftir svona upplifun,“ bætir Alex við en hans uppáhaldsrappari er Erpur „Blaz Roca“ Eyvindarson.Alex og krakkarnir fengu að upplifa þetta flotta útsýni af sviðinu.
Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira