Steig óvænt á svið með Wu-Tang Clan Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júní 2015 09:30 Alex Birgisson var alsæll yfir að hitta meðlimi Wu-Tang Clan. Hér er hann með rapparanum Ghostface Killah. „Þetta var ótrúlega gaman og stendur klárlega upp úr hjá mér,“ segir hinn tólf ára gamli Alex Birgisson sem fékk að stíga á svið með rapphljómsveitinni Wu-Tang Clan á sunnudagskvöldið. Athygli vakti þegar rappsveitin bauð nokkrum krökkum að koma upp á svið og dansa með þeim og hafa gaman uppi á sviði. Alex var fyrsti krakkinn sem fékk að fara upp á svið, ásamt vini sínum Nóa Snævari Hallgrímssyni, en liðsmenn rappsveitarinnar voru duglegir að bjóða krökkum upp á svið á tónleikum sínum en um tíu krakkar voru á sviðinu þegar flest var. Þegar Alex fékk afmælisgjöfina sína, sem var miði á hátíðina, grunaði hann ekki að hann myndi stíga á svið með rappsveitinni en það er þó ekki allt. „Ég fékk þrisvar sinnum að fara upp á svið á hátíðinni. Fyrst fékk ég að fara upp á svið með rapparanum GKR en var samt ekkert lengi uppi á sviði. Svo fékk ég líka að fara upp á svið með Shades of Reykjavík en Wu-Tang Clan stendur að sjálfsögðu upp úr. Ég hafði enga hugmynd um þetta þegar ég mætti á svæðið,“ segir Alex glaður í bragði.Hljómsveitin Wu-Tang Clan skemmti gestum hátíðarinnar með glæsibrag á sunnudagskvöldið og stóð sig með miklum sóma.vísir/Andri MarinóHann var staddur fremst í áhorfendaskaranum á tónleikum Wu-Tang Clan og brá heldur betur í brún þegar að einn meðlimur sveitarinnar náði augnsambandi við hann. „Við Nói vorum að syngja með og svo allt í einu var ég bara „ó mæ gad“, hann horfði í augun á mér. Hann benti svo með hendinni eins og ég ætti koma upp á svið og hvíslaði að öryggisverðinum að ég ætti koma upp. Svo kom öryggisvörðurinn og hélt á okkur upp á svið,“ útskýrir Alex. Þeir félagar fóru upp á svið þegar sveitin var að leika sitt þriðja lag og fengu að vera þar nánast alla tónleikana. „Þegar það voru tvö lög eftir vorum við beðnir um að fara af sviðinu og okkur boðið að fara baksviðs. Við vorum þar þangað til þeir kláruðu og fengum þá að taka myndir af okkur með þeim.“Alex og hinir krakkarnir voru himinlifandi yfir því að fá að hitta stjörnurnar.Alex er mikill rappunnandi og kann texta sveitarinnar vel. „Ég kann alveg mikið af textum með þeim. Ég var kannski enginn rosalegur aðdáandi fyrir tónleikana en þetta eru lög sem maður hefur heyrt mjög lengi. Ég er mun meiri Wu-Tang Clan-aðdáandi í dag.“ Alex fékk á dögunum dj-sett frá föður sínum í afmælisgjöf og er að reyna að hefja sinn eigin rappferil. „Mig langar mikið að byrja að rappa og sérstaklega eftir svona upplifun,“ bætir Alex við en hans uppáhaldsrappari er Erpur „Blaz Roca“ Eyvindarson.Alex og krakkarnir fengu að upplifa þetta flotta útsýni af sviðinu. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
„Þetta var ótrúlega gaman og stendur klárlega upp úr hjá mér,“ segir hinn tólf ára gamli Alex Birgisson sem fékk að stíga á svið með rapphljómsveitinni Wu-Tang Clan á sunnudagskvöldið. Athygli vakti þegar rappsveitin bauð nokkrum krökkum að koma upp á svið og dansa með þeim og hafa gaman uppi á sviði. Alex var fyrsti krakkinn sem fékk að fara upp á svið, ásamt vini sínum Nóa Snævari Hallgrímssyni, en liðsmenn rappsveitarinnar voru duglegir að bjóða krökkum upp á svið á tónleikum sínum en um tíu krakkar voru á sviðinu þegar flest var. Þegar Alex fékk afmælisgjöfina sína, sem var miði á hátíðina, grunaði hann ekki að hann myndi stíga á svið með rappsveitinni en það er þó ekki allt. „Ég fékk þrisvar sinnum að fara upp á svið á hátíðinni. Fyrst fékk ég að fara upp á svið með rapparanum GKR en var samt ekkert lengi uppi á sviði. Svo fékk ég líka að fara upp á svið með Shades of Reykjavík en Wu-Tang Clan stendur að sjálfsögðu upp úr. Ég hafði enga hugmynd um þetta þegar ég mætti á svæðið,“ segir Alex glaður í bragði.Hljómsveitin Wu-Tang Clan skemmti gestum hátíðarinnar með glæsibrag á sunnudagskvöldið og stóð sig með miklum sóma.vísir/Andri MarinóHann var staddur fremst í áhorfendaskaranum á tónleikum Wu-Tang Clan og brá heldur betur í brún þegar að einn meðlimur sveitarinnar náði augnsambandi við hann. „Við Nói vorum að syngja með og svo allt í einu var ég bara „ó mæ gad“, hann horfði í augun á mér. Hann benti svo með hendinni eins og ég ætti koma upp á svið og hvíslaði að öryggisverðinum að ég ætti koma upp. Svo kom öryggisvörðurinn og hélt á okkur upp á svið,“ útskýrir Alex. Þeir félagar fóru upp á svið þegar sveitin var að leika sitt þriðja lag og fengu að vera þar nánast alla tónleikana. „Þegar það voru tvö lög eftir vorum við beðnir um að fara af sviðinu og okkur boðið að fara baksviðs. Við vorum þar þangað til þeir kláruðu og fengum þá að taka myndir af okkur með þeim.“Alex og hinir krakkarnir voru himinlifandi yfir því að fá að hitta stjörnurnar.Alex er mikill rappunnandi og kann texta sveitarinnar vel. „Ég kann alveg mikið af textum með þeim. Ég var kannski enginn rosalegur aðdáandi fyrir tónleikana en þetta eru lög sem maður hefur heyrt mjög lengi. Ég er mun meiri Wu-Tang Clan-aðdáandi í dag.“ Alex fékk á dögunum dj-sett frá föður sínum í afmælisgjöf og er að reyna að hefja sinn eigin rappferil. „Mig langar mikið að byrja að rappa og sérstaklega eftir svona upplifun,“ bætir Alex við en hans uppáhaldsrappari er Erpur „Blaz Roca“ Eyvindarson.Alex og krakkarnir fengu að upplifa þetta flotta útsýni af sviðinu.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira