Stærra fyrir okkur en ÓL fyrir Kína Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2015 06:30 Ísland á stóran hóp á Smáþjóðaleikunum. fréttablaðið/ernir Sextándu Smáþjóðaleikarnir voru settir í gærkvöldi í Laugardalshöll þar sem opnunarhátíðin fór fram. Þetta er í annað sinn sem Ísland er gestgjafinn, en síðast fór mótið fram hér á landi árið 1997. Keppni hefst nú í fyrramálið, en skotfimifólk fer af stað klukkan 9.00 og og klukkutíma síðar hefst keppni í tennis, borðtennis og í sundi. Frítt er inn á alla viðburði. „Það eru tæplega 800 keppendur á mótinu og með fylgdarmönnum og dómurum eru þetta um 1.500 manns,“ segir Ragna Ingólfsdóttir, kynningarstjóri Íþrótta- og Ólympíusambandsins, við Fréttablaðið. Fyrir utan keppendur þarf auðvitað sjálfboðaliða til að halda utan um mótið, en skráning til þessa tókst frábærlega. „Þegar við lokuðum skráningu vorum við nánast komin með þann fjölda sem við vonuðumst eftir sem eru 1.200 manns. Það eru margir búnir að vinna síðan í apríl og hafa verið alveg virkilega öflugir,“ segir Ragna. Nóg er einnig að gera hjá starfsfólkinu í aðdraganda leikanna. „Þetta hefur verið erfitt en tekst vonandi vel. Það er búið að undirbúa þetta í tvö og hálft ár þannig stressið er ekkert klikkað. En það þarf að ganga frá ýmsum lausum endum.“ Lokaundirbúningurinn hefur gengið vel, segir Ragna, en met var sett í að flytja allt íþróttafólkið og fararstjóra til landsins. „Það gekk alveg þvílíkt vel. Það voru aðeins sex töskur sem týndust, en talað var sérstaklega um að það væri nýtt met,“ segir Ragna og hlær. Ragna var lengi vel langfremsti badmintonspilari landsins og Ólympíufari, en hún tók við starfi kynningarfulltrúa ÍSÍ fyrir einu ári. „Það er talað um að ég sé komin með 7-8 ára reynslu eftir að hafa staðið í þessum undirbúningi. Þetta er náttúrlega alveg risastórt verkefni. Það var einhver um daginn sem reiknaði það út að þetta væri stærra verkefni fyrir Ísland heldur en Ólympíuleikarnir voru fyrir Kína þegar litið er á mannafla og kostnað,“ segir Ragna. Hún vonast auðvitað til að íslenska íþróttafólkið vinni til sem flestra verðlauna. „Við erum komin niður í annað sætið á verðlaunatöflunni. Það væri gaman að sjá okkur efst eftir þessa leika. Það má alveg gera kröfu um gott gengi,“ segir Ragna Ingólfsdóttir. Íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Sextándu Smáþjóðaleikarnir voru settir í gærkvöldi í Laugardalshöll þar sem opnunarhátíðin fór fram. Þetta er í annað sinn sem Ísland er gestgjafinn, en síðast fór mótið fram hér á landi árið 1997. Keppni hefst nú í fyrramálið, en skotfimifólk fer af stað klukkan 9.00 og og klukkutíma síðar hefst keppni í tennis, borðtennis og í sundi. Frítt er inn á alla viðburði. „Það eru tæplega 800 keppendur á mótinu og með fylgdarmönnum og dómurum eru þetta um 1.500 manns,“ segir Ragna Ingólfsdóttir, kynningarstjóri Íþrótta- og Ólympíusambandsins, við Fréttablaðið. Fyrir utan keppendur þarf auðvitað sjálfboðaliða til að halda utan um mótið, en skráning til þessa tókst frábærlega. „Þegar við lokuðum skráningu vorum við nánast komin með þann fjölda sem við vonuðumst eftir sem eru 1.200 manns. Það eru margir búnir að vinna síðan í apríl og hafa verið alveg virkilega öflugir,“ segir Ragna. Nóg er einnig að gera hjá starfsfólkinu í aðdraganda leikanna. „Þetta hefur verið erfitt en tekst vonandi vel. Það er búið að undirbúa þetta í tvö og hálft ár þannig stressið er ekkert klikkað. En það þarf að ganga frá ýmsum lausum endum.“ Lokaundirbúningurinn hefur gengið vel, segir Ragna, en met var sett í að flytja allt íþróttafólkið og fararstjóra til landsins. „Það gekk alveg þvílíkt vel. Það voru aðeins sex töskur sem týndust, en talað var sérstaklega um að það væri nýtt met,“ segir Ragna og hlær. Ragna var lengi vel langfremsti badmintonspilari landsins og Ólympíufari, en hún tók við starfi kynningarfulltrúa ÍSÍ fyrir einu ári. „Það er talað um að ég sé komin með 7-8 ára reynslu eftir að hafa staðið í þessum undirbúningi. Þetta er náttúrlega alveg risastórt verkefni. Það var einhver um daginn sem reiknaði það út að þetta væri stærra verkefni fyrir Ísland heldur en Ólympíuleikarnir voru fyrir Kína þegar litið er á mannafla og kostnað,“ segir Ragna. Hún vonast auðvitað til að íslenska íþróttafólkið vinni til sem flestra verðlauna. „Við erum komin niður í annað sætið á verðlaunatöflunni. Það væri gaman að sjá okkur efst eftir þessa leika. Það má alveg gera kröfu um gott gengi,“ segir Ragna Ingólfsdóttir.
Íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti