Stærra fyrir okkur en ÓL fyrir Kína Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2015 06:30 Ísland á stóran hóp á Smáþjóðaleikunum. fréttablaðið/ernir Sextándu Smáþjóðaleikarnir voru settir í gærkvöldi í Laugardalshöll þar sem opnunarhátíðin fór fram. Þetta er í annað sinn sem Ísland er gestgjafinn, en síðast fór mótið fram hér á landi árið 1997. Keppni hefst nú í fyrramálið, en skotfimifólk fer af stað klukkan 9.00 og og klukkutíma síðar hefst keppni í tennis, borðtennis og í sundi. Frítt er inn á alla viðburði. „Það eru tæplega 800 keppendur á mótinu og með fylgdarmönnum og dómurum eru þetta um 1.500 manns,“ segir Ragna Ingólfsdóttir, kynningarstjóri Íþrótta- og Ólympíusambandsins, við Fréttablaðið. Fyrir utan keppendur þarf auðvitað sjálfboðaliða til að halda utan um mótið, en skráning til þessa tókst frábærlega. „Þegar við lokuðum skráningu vorum við nánast komin með þann fjölda sem við vonuðumst eftir sem eru 1.200 manns. Það eru margir búnir að vinna síðan í apríl og hafa verið alveg virkilega öflugir,“ segir Ragna. Nóg er einnig að gera hjá starfsfólkinu í aðdraganda leikanna. „Þetta hefur verið erfitt en tekst vonandi vel. Það er búið að undirbúa þetta í tvö og hálft ár þannig stressið er ekkert klikkað. En það þarf að ganga frá ýmsum lausum endum.“ Lokaundirbúningurinn hefur gengið vel, segir Ragna, en met var sett í að flytja allt íþróttafólkið og fararstjóra til landsins. „Það gekk alveg þvílíkt vel. Það voru aðeins sex töskur sem týndust, en talað var sérstaklega um að það væri nýtt met,“ segir Ragna og hlær. Ragna var lengi vel langfremsti badmintonspilari landsins og Ólympíufari, en hún tók við starfi kynningarfulltrúa ÍSÍ fyrir einu ári. „Það er talað um að ég sé komin með 7-8 ára reynslu eftir að hafa staðið í þessum undirbúningi. Þetta er náttúrlega alveg risastórt verkefni. Það var einhver um daginn sem reiknaði það út að þetta væri stærra verkefni fyrir Ísland heldur en Ólympíuleikarnir voru fyrir Kína þegar litið er á mannafla og kostnað,“ segir Ragna. Hún vonast auðvitað til að íslenska íþróttafólkið vinni til sem flestra verðlauna. „Við erum komin niður í annað sætið á verðlaunatöflunni. Það væri gaman að sjá okkur efst eftir þessa leika. Það má alveg gera kröfu um gott gengi,“ segir Ragna Ingólfsdóttir. Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Sextándu Smáþjóðaleikarnir voru settir í gærkvöldi í Laugardalshöll þar sem opnunarhátíðin fór fram. Þetta er í annað sinn sem Ísland er gestgjafinn, en síðast fór mótið fram hér á landi árið 1997. Keppni hefst nú í fyrramálið, en skotfimifólk fer af stað klukkan 9.00 og og klukkutíma síðar hefst keppni í tennis, borðtennis og í sundi. Frítt er inn á alla viðburði. „Það eru tæplega 800 keppendur á mótinu og með fylgdarmönnum og dómurum eru þetta um 1.500 manns,“ segir Ragna Ingólfsdóttir, kynningarstjóri Íþrótta- og Ólympíusambandsins, við Fréttablaðið. Fyrir utan keppendur þarf auðvitað sjálfboðaliða til að halda utan um mótið, en skráning til þessa tókst frábærlega. „Þegar við lokuðum skráningu vorum við nánast komin með þann fjölda sem við vonuðumst eftir sem eru 1.200 manns. Það eru margir búnir að vinna síðan í apríl og hafa verið alveg virkilega öflugir,“ segir Ragna. Nóg er einnig að gera hjá starfsfólkinu í aðdraganda leikanna. „Þetta hefur verið erfitt en tekst vonandi vel. Það er búið að undirbúa þetta í tvö og hálft ár þannig stressið er ekkert klikkað. En það þarf að ganga frá ýmsum lausum endum.“ Lokaundirbúningurinn hefur gengið vel, segir Ragna, en met var sett í að flytja allt íþróttafólkið og fararstjóra til landsins. „Það gekk alveg þvílíkt vel. Það voru aðeins sex töskur sem týndust, en talað var sérstaklega um að það væri nýtt met,“ segir Ragna og hlær. Ragna var lengi vel langfremsti badmintonspilari landsins og Ólympíufari, en hún tók við starfi kynningarfulltrúa ÍSÍ fyrir einu ári. „Það er talað um að ég sé komin með 7-8 ára reynslu eftir að hafa staðið í þessum undirbúningi. Þetta er náttúrlega alveg risastórt verkefni. Það var einhver um daginn sem reiknaði það út að þetta væri stærra verkefni fyrir Ísland heldur en Ólympíuleikarnir voru fyrir Kína þegar litið er á mannafla og kostnað,“ segir Ragna. Hún vonast auðvitað til að íslenska íþróttafólkið vinni til sem flestra verðlauna. „Við erum komin niður í annað sætið á verðlaunatöflunni. Það væri gaman að sjá okkur efst eftir þessa leika. Það má alveg gera kröfu um gott gengi,“ segir Ragna Ingólfsdóttir.
Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira